blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 18
26 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
blaöiö
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Eru vallarverðir búnir
að æfa stxft?
„Við höfum ekkert verið að æfa en erum tilbúnir
ef eitthvað kemur upp á."
lóJianii G. Kristinsson,
vallarstjóri Laugardalsvallar
Það vakti athygli í síðustu viku þegar áhorfandi hljóp inn á Laugardalsvöl!
i miðjum bikarleik. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir höfðu vallarverðir ekki
hendur í hári mannsins sem stakk alla af á hlaupum og hvarf út í rökkrið.
íslendingar mæta Dönum á Laugardalsvelli í dag.
Hressandi hreyfing
Guðmundi Steingrimssyni finnst gaman að
hjóla um borgina enda sér hann með þvi
nýjar hliðar á henni. „Það er mjög hressandi
að hjóla um höfuðborgarsvæðið, 30 til 40
kílómetra íeinu, sem tekur mig um tvo
klukkutíma. “
Hreyfingin min
Sér nýjar hliðar á borginni
HEYRST HEFUR...
Fréttahaukurinn Jóhann
Hauksson sem hvarf með
miklu brambolti frá RÚV þegar
fréttastjóramálið reis sem hæst,
og staldraði
síðar við á
Fréttablaðinu, er
kominn í morgu-
nútvarpið á
Útvarpi Sögu. f
þáttum sínum
blandar hann saman viðtölum
og fréttaskýringum. f þætti
sínum í gær fjallaði hann um
öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna sem íslendingar sækjast
nú eftir að komast í. Einkum
staldrar hann við nýja skýrslu
þar sem fjallað er um hvernig
Bandaríkin stórauki þróunar-
aðstoð sína við ríki þegar þau
eiga sæti í öryggisráðinu. Að
meðaltali mun aukningin nema
59 prósentum frá fyrri árum og
telja skýrsluhöfundar að þar sé
einfaldlega um að ræða gamla,
góða aðferð til að hafa áhrif á
atkvæðagreiðslur manna, nefni-
lega mútur. Svo er spurning
hvort aðild að öryggisráðinu
gæti ekki orðið til að liðka fyrir
viðræðum um varnarmál.
*
Olafur Gunnarsson, sem
hefur á stundum sent frá
sér hnausþykkar skáldsögur
sem breiða sig
yfir vítt svið,
fer mikinn
þegar hann lýsir
óánægju sinni
með stöðu smá-
sögunnar á íslenskum markaði,
svo sem lesa má á menningar-
síðu Blaðsins í dag. Ólafur ku
vera með nýja bók í smíðum
fyrir utan þá sem geymir
ferðasögu hans og Einars
Kárasonar þegar þeir lögðu am-
erískt land undir kádilják. Hin
bókin ku vera smásagnasafn
og því spurning hvort það smá-
sagnasafn nái meiri útbreiðslu
en flest þau sem gefin hafa verið
út hin síðari ár. Eða hvort það
verði enn einn minnisvarðinn
um veika stöðu smásögunnar.
„Mér finnst gaman að hjóla og
hef gert dálítið af því í sumar,“ segir
Guðmundur Steingrímsson pistlahöf-
undur þegar hann er inntur eftir því
hver hreyfingin hans sé. ’
„Það er mjög hressandi að hjóla
um höfuðborgarsvæðið, 30 til 40
kílómetra í einu, sem tekur mig um
tvo klukkutíma. Það eina sem háir
hjólreiðunum hér á landi er reyndar
veðráttan en stundum er mikið rok
og þá finnst mér ekki jafn gaman að
hjóla. Hins vegar er alveg meiriháttar
að hjóla í góðu veðri og kosturinn
við hjólreiðar er að maður sér nýjar
hliðar á borginni. Bróðir minn í San
Francisco kom mér upp á þetta, hann
hjólar á hverjum degi í San Francisco
og það er stórbrotið að hjóla þar því
þar er svo mikið af hæðum.“
Kemur blóðinu á hreyfingu
Sjálfur segist Guðmundur
reyndar ekki eiga hjól en fær alltaf
lánað hjá frænda sínum.
„Ég er ekki viss um hvort ég eigi
að kaupa mér hjól því hér er eig-
inlega vont veður ellefu mánuði á
ári. Ég fer líka stundum í sund og í
Laugar að lyfta lóðum eða á svona
skíðabretti. Það er alveg ágætt en
ekki beinlínis skemmtilegt heldur
frekar eitthvað sem maður gerir
til að koma blóðinu á hreyfingu,”
segir Guðmundur sem hefur þó
ekki látið staðar numið þar.
“Ég hef líka reynt að hlaupa en
það hentar mér ekki nógu vel, ég
þyrfti liklega að fá mér betri skó
því ég fæ verki i hnén. Það er kost-
urinn við hjólreiðar, það er góð
hreyfing og maður fær enga verki
eftir að hafa tekið á því,“ segir Guð-
mundur og bætir við að honum
finnist hreyfing nauðsynleg. „Mér
finnst nauðsynlegt að hreyfa mig
enda sit ég mjög mikið og stundum
þarf maður bara að fá útrás. Ég
fór til dæmis í fyrsta skipti í golf
um daginn. Það er svo merkilegt
með golf að þegar maður segir
einhverjum að maður hafi farið í
golf þá fær maður alltaf spurning-
una hvort maður ætli að taka upp
golf. Það er eins og maður þurfi að
breyta lífi sinu. Þetta fer eiginlega
dálítið í taugarnar á mér. Það spyr
mig enginn hvort ég ætli að taka
upp skíði eða hjólreiðar. Utan þess
var skemmtilegt í golfi enda var ég
með skemmtilegu fólki.“
SU DOKU talnaþraut
7 6 8 2 5 9 3 4 1
1 4 2 6 3 7 9 5 8
9 3 5 1 4 8 6 2 7
8 5 3 9 6 2 1 7 4
4 9 1 7 8 5 2 3 6
6 2 7 3 1 4 5 8 9
2 8 6 4 9 3 7 1 5
3 1 4 5 7 6 8 9 2
5 7 9 8 2 1 4 6 3
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt f reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir (hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
7 3 9 8
2 4 7 6
1 9 7
2 3
8 5 1 6 2
1 4 9 2
8 4
4 1 8 5
6 2 8 1
eftir Jim Unger
10-11
© Jlm Unger/dist
. by Unlted Medla, 2001
Ég var að flytja inn í næstu íbúð, hvar
geymir þú slátturvélina þína?
Á förnum vegi
Hvað sástu síðast í
leikhúsi?
Sigurður Sigurðsson, útibús-
stjóri Blómavals Það eru ár og
dagar síðan ég fór í leikhús. Ég er
búinn að gleyma hvað ég sá síðast.
Guðmunda Sævarsdóttir
Ég sá Alveg brilljant skilnað síðasta
haust. Það var geðveikt leikrit.
Andri Már Stefánsson, nemi
Það var Fullkomið brúðkaup um
páskana.
Bjarki Sigurjónsson, nemi
Ég sá Woyzek. Það var lúmskt
skemmtilegt leikrit.
Ámi Þorsteinsson, nemi
Footloose. Það var mjög fínt