blaðið - 16.09.2006, Side 15

blaðið - 16.09.2006, Side 15
blaðið LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 15 Sterkir lífeyrissjóðir Fimm stærstu lifeyrissjóðir landsins eiga yfir hundrað milljarða iinnlendum hlutabréf- um og virðast aðallega veðja á bankana og útrásarfyrirtækin. Kaupþing banki Glitnir Landsbanki fslands Bakkavör Actavis Straumur-Burðarás Alfesca Avion Össur FL Group 3.676 milljónir 1.951 milljón 1.550 milljónir 1.194 milljónir 946 milljónir 643 milljónir 467 milljónir 430 milljónir 301 milljón 246 milljónir frá fimm stærstu lífeyrissjóðum landsins um hlutafjáreign þeirra í íslenskum fyrirtækjum sem skráð eru hjá Kauphöll Islands. Þeir eru: Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, Gildi-líf- eyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Almenni lífeyris- sjóðurinn og Líf- eyrissjóður verzl- unarmanna. Allir lífeyrissjóðirnir svöruðu nema einn, Lífeyris- sjóður verzlunar- manna. Glitnir 3.706 milljónir Kaupþing banki 2.097 milljónir Landsbanki fslands 810 milljónir Actavis 723 milljónir Straumur Buröarás 616 milljónir Bakkavör 362 milljónir FL Goup 329 milljónir Atorka 327 milljónir Avion 236 milljónir Mosaic Fashion 159 milljónir verið hjá fyrirtækjunum þannig að sjóðirnir selja væntanlega ekki á meðan áfram er séð fram á þessa góðu ávöxtun. Þessir hlutir vaxa bara áfram og sjóðirnir virðast hafa veðjað á rétta hesta,” segir Arnar Freyr. Blaðið óskaði eftir upplýsingum ALMENNI LÍFEYRISSJÓÐURINN SAMEINAÐI LÍFEYRISSJÓÐURINN Búist við enn meiri hörmungum í Súdan: Tvö hundruð þúsund fallin ■ Þjóöarmorö taliö yfirvofandi ■ Öryggisráðið máttvana ■ Friöargæslulið á förum frá landinu Öryggisráðið máttvana Engar líkur eru taldar á því að ör- yggisráðið sendi friðargæslulið til Sú- dans í óþökk stjórnvalda. Fjöldi sam- taka og þekktra einstaklinga hefur reynt að beita stöðu sinni til að vekja athygli umheimsins á alvöru málsins. Á fimmtudag bauð John Bolton, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, leikaranum George Clo- oney ásamt Elie Wiesel, handhafa friðarverðlauna Nóbels og þekktum baráttumanni fyrir mannréttindum, að ávarpa öryggisráðið á óform- legum fundi. Clooney, sem hefur ferð- ast um Darfúr ásamt föður sínum sem er blaðamaður, var ómyrkur í máli og sagði að eftir 30. september myndi öryggisráðið hafa fyrsta þjóð- armorð 21. aldarinnar á samviskunni og verði ekkert að gert mun það ekki verða það síðasta. Wiesel minnti fundargesti á að aðgerðir öryggisráðs- ins væru síðasta úrræðið til þess að stöðva „tilgangslausan harmleik” og það hefði getuna til þess. Ef átök brjótast út í Darfúr eftir að friðargæsluliðar hverfa úr landinu er talið víst að alþjóðleg hjálparsamtök muni kalla starfsmenn sína á brott úr landinu sökum þess að llf þeirra mun verða í hættu. Um 200 þúsund manns hafa fallið í Darfúr-héraði í Súdan síðan átökin í héraðinu hófust fyrir þrem árum, samkvæmt nýrri rannsókn bandarískra vísindamanna. Niður- stöður rannsóknar vísindamann- anna birtust í nýjasta tölublaði tíma- ritsins Science og þykir þetta vera ítarlegasta rannsóknin sem hefur verið gerð um mannfall í Darfúr til þessa. Erfitt þykir að ákvarða með ná- kvæmum hætti hversu margir hafa fallið í átökunum og hafa heyrst tölur allt frá 70 þúsund til 300 þús- und manns. Stjórnvöld í Súdan hafa ávallt sagt að tölur fallinna væru stórlega ýktar. Súdönsk stjórnvöld, þar sem ararbar hafa tögl og hagldir, hafa verið sökuð um að hafa stundað þjóðarmorð og stríðsglæpi gegn fólki af afrískum uppruna í Darfúr- héraði. Að sögn sérfróðra skiptir nákvæmni við ákvörðun á fjölda fallinna miklu máli þegar kemur að því að ákvarða hvort þjóðarmorð hafi átt sér stað. Milljónir á vergangi Um tvær milljónir manna eru á vergangi í héraðinu og óttast er að „náttúruhamfarir af mannavöldum” Clooney og Wiesel Ávörpuðu öryggisráðið á óformiegum fundi á fimmtudag og hvöttu fulltrúa ríkjanna til þess að koma í veg fyrir þjóðarmorð. séu yfirvofandi þar sem sjö þúsund manna friðargæslulið á vegum Afr- íkubandalagsins hverfur á brott úr héraðinu í lok þessa mánaðar. Ótt- ast er að stjórnvöld í landinu muni nota tækifærið til þess að ganga milli bols og höfuðs á uppreisnar- mönnum þegar friðargæsluliðarnir fara úr landi. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna hefur samþykkt að senda 20 þúsund manna lið til hér- aðsins en stjórnvöld neita að hleypa því inn í landið þar sem að þau telja það brot á fullveldi þess. 9 spron • At- - / r z ^ DET0/ Hreinsar líkama og húö Lagar magann SMÁAUGLYSINGAR KAUm /SELJA blaðiða SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.