blaðið - 16.09.2006, Side 20
blaðiö
20 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
Armageddón
Ahmadinejads
í miðju stríði Irana og Iraka á
níunda áratug síðustu aldar pant-
aði klerkaveldið í Iran 500.000 litla
plastlykla frá Taívan. Þetta var óvænt
innlegg í hatrammt stríðið við Iraka.
Þegar eftir innrás herja Saddams Hus-
seins hafði komið á daginn að herafli
írana var í molum og mátti sín lítils
gegn öflugum atvinnuher íraska
einræðisherrans. En við því átti Aja-
tollah Khomeini einfalt svar, sem
hann sótti í smiðju Stalíns, en með til-
brigði við það stef. Hann atti út á víg-
völlinn flóðbylgjum af hermönnum
í trausti þess að enginn mætti við
margnum, sama hvað hann væri vel
vopnaður. Tilbrigði Khomeinis við
þessa „herstjórnarlist" Stalíns var að
hann lét börn vera í fylkingarbrjósti.
Og plastlyklarnir? Jú, þeir voru
hengdir um háls barnanna og þau
fullvissuð um að þar væri kominn
lykillinn að paradís.
Þessi lyklabörn klerkastjórnar Kho-
meinis höfðu ekki það hlutverk að
berjast og fengu fæst nokkur vopn
í hendur. En þau voru látin ganga
fylktu liði út á vígvöllinn í átt að
óvininum og sérstaklega þó yfir jarð-
sprengjusvæði og þannig látin ryðja
veginn fyrir hina raunverulegu her-
menn írans, sem á eftir fylgdu.
Mannfallið í röðum barnanna var
gríðarlegt en þrátt fyrir að efasemdir
vöknuðu um fórnir þeirra héldu
stjórnvöld aðferðinni til streitu.
Stolt vegna barnfórna
Lyklabörnin, sem veltu sér til
dauða, tilheyrðu Basiji Mostazafan,
en það var fjöldahreyfing, sem Kho-
meini stofnaði þegar árið 1979 og
setti undir vopn eftir innrás íraka
til þess að vera hinum veika Iransher
innan handar í hernaðinum. Basiji
- „hreyfing hinna kúguðu“ - var eins
konar sjálboðaliðsher, þar sem þorri
hermannana var undir 18 ára aldri og
allt niður í 10-12 ára.
Barnafórnir Irana í stríðinu við Ir-
aka voru skelfilegar, en samt er það
nú svo að Basiji er ekki minnst með
hryllingi í íran eða litið á ósköpin
sem þjóðarskömm. Þvert á móti
eykst dýrðarljómi Basiji jafnt og þétt,
en eftir að stríðinu lauk hefur fjölgað
mjög í liðinu og áhrif Basiji í klerka-
veldinu hafa aldrei verið meiri. Basiji
hefur tekið að sér hlutverk trúar-
bragðalögreglu og er beitt til þess að
berja hverskonar andóf niður af fullri
hörku, hvort sem í hlut eiga óánægðir
stúdentar, verkalýðsfélög eða þorp
sem mótmæla skattheimtu stjórnar-
innar í Teheran.
Fyrst og síðast krystallast völd og
áhrif Basiji í því, að þessi hreyfing
kúgaðra er orðin ein áhrifamesta pól-
itíska fylking klerkaveldisins, en það
var í krafti hennar, sem Mahmoud
Ahmadinejad - sem sagður er hafa
„þjálfað“ lyklabörnin í stríðinu við
Irak - varð forseti hins íslamska ríkis
og býður nú heimsbyggðinni byrginn
með lítt dulbúnum metnaði sínum til
þess að gera íran að kjarnorkuveldi.
Ahmadinejad er afar stoltur af
tengslum sínum við Basiji. Hann
kemur einatt fram opinberlega með
hinn hvíta og svarta einkennisháls-
klút hreyfmgarinnar og í ræðum
sínum lofar hann stöðugt anda Basiji,
menningu Basiji og afl Basiji. Þangað
rekur hann enda hinn nýfundna
þrótt Irans, sem „nú lætur til sín taka
í alþjóðasamfélaginu.“
Því skyldi enginn gleyma að flestir
liðsmenn Basiji gengu eða veltu sér í
átt að dauðanum glaðir í bragði, þess
fullvissir að þeir væru á leið í paradís
og að með því færðu þeir guðsríki
á Jörðu einu skrefi nær. Þar að baki
býr trúarofstæki, sem á rætur sínar í
shíatrú (hin fámennari grein íslam),
en magnaðist til muna í írönsku
byltingunni. Þar eru eru líkamlegar
kvalir og píslarvætti rauður þráður.
Klerkarnir hömruðu á fórnfýsi helstu
píslarvotta shíta og Khomeini steig
skrefið til fulls með nýrri kenningu,
sem boðaði að lífið sjálft væri einskis
virði og dauðinn upphaf hinnar raun-
sönnu tilveru. Enginn átti öruggari
vist í dýrðinni fyrir handan en píslar-
vottar og í því skipti engu hvort orr-
ustan vannst eða tapaðist. Dauðinn
sjálfur fór að skipta máli og í honum
fólst sjálfstæður sigur, jarðneskur
sem til sáluhjálpar.
BREYTTUR
OPNUNARTÍMI FRÁ
OC MEÐ 18. SEPTEMBER
8.30-16.30
SP
SP-Fjármögnun býdur einstaklingum og fyrirtækjum upp á tækja- og bílafjármögnun
í formi eignaleigu, kaupleigu, rekstrarleigu eda f jármögnunarleigu.
SP-FJÁRMÖGNUN Sigtúni 42 1105 Reykjavík | Sími 569 2000 | Fax 569 2002 | sp@sp.is
Huldi ímaminn
I shíasið eru karlkyns afkomendur
spámannsins nefndir ímamar og eru
í hálfguðatölu. Tólfti ímaminn nefnd-
ist líka Múhameð, en sama ár og
Ingólfur Arnarson fann ísland hvarf
tólfti ímaminn, sem þá var fimm ára,
með öllu, en um leið var endir bund-
inn á karllegg Múhameðs spámanns.
Shítar trúa því hins vegar að hann
sé aðeins hulinn sjónum manna og
muni fyrr eða síðar snúa aftur til
þess að frelsa heiminn frá illu.
Ekki er með nokkru móti hægt að
undirstrika nógsamlega hversu djúpt
stendur á þessarri trú meðal shíta og
sérstaklega Irana, þar sem biðin eftir
tólfta ímaminum yfirskyggir allt
annað í trúarboðskap stjórnvalda.
Þar skiptir miklu máli sú trú shíta,
að lögmæt íslömsk yfirráð yfir heim-
inum séu ómöguleg fyrr en tólfti
ímaminn snýr aftur. Um aldir trúðu
shítar því, að þeir þyrftu að bíða
hans þolinmóðir og þola óréttlæti
heimsins.
Þessu sneri Khomeini á haus og
boðaði nýja kenningu, sem rekur
klerkaveldið áfram enn þann dag í
dag. Hann sagði að tólfti ímaminn
myndi ekki snúa aftur fyrr en hinir
sanntrúuðu hefðu sigrast á hinu illa í
heiminum. Shítar yrðu því að bretta
upp ermarnar, taka sér vopn í hönd
og tryggja það, að hinn huldi ímam
myndi snúa aftur.
Mahmoud Ahmadinejad er holdg-
ervingur þessarar umburðarlausu
sýnar á heiminn. Ahmadinejad fædd-
ist skammt fyrir utan Teheran árið
1956. Hann var sonur járnsmiðs en
lærði verkfræði ogþegar stríð I raks og
írans hófst gekk hann til liðs við bylt-
ingarvörðinn. Næstu ár eru nokkuð á
huldu, vitað er að hann tók þátt í því
að þjálfa lyklabörnin og senda þau út
í opinn dauðann. Undir lok stríðsins
var hann skipaður héraðsstjóri í Arde-
bil-héraði og skipulagði Ansar-e Hez-
bollah, samtök íslamskra vígamanna
með tengsl við bræðralag hryðju-
verkahópa í Miðausturlöndum.
Ahmadinejad komst þó fyrst í sviðs-
ljósið þegar hann varð borgarstjóri
Teheran árið 2003, en það embætti
notaði hann af kostgæfni til þess að
styrkja stöðu sína og trúbræðra sinna,
sem vildu ganga enn lengra en klerka-
stjórnin hafði fram að því árætt. Þar
gegndi Basiji lykilhlutverki enn á ný
og með þeim hætti varð hann loks for-
seti hinn 3. ágúst í fyrra.
Dauðinn tignaður
Hinn nýi forseti beið ekki boð-
anna með að efla áhrif Basiji enn
frekar og fyrir vikið er boðskapur
píslarvættis sem dyggðar enn meira
áberandi en nokkru sinni fyrr og er
innrætt börnum frá upphafi mennta-
göngu þeirra. Hvarvetna - í skólum,
á götum úti, í vatnsmerki peninga-
seðla og á frímerkjum - má líta
ásjónu lyklabarnsins Hossein Fahmi-
deh, sem 13 ára fórnaði sér með þvl
að sprengja sjálfan sig í loft upp fyrir
framan íraskan skriðdreka. Og heima
fyrir geta börnin horft á teiknimynd
um dáð hans og íjölskyldan safnast
saman við skjáinn til þess að horfa á
þáttaröðina „Paradísarbörn“. Tilþess
að enginn velkist í vafa um staðfestu
þeirra koma liðsmenn Basiji ávallt
fram við opinberar athafnir með hvít
líkklæði yfir einkennisbúningum
sínum.
Sértrúarsöfnuðir, sem tigna dauð-
ann með þessum hætti, myndu
vekja óhug hvar sem er. En í Iran er
sérstök ástæða til þess að Basiji á að
vekja hverjum manni ógn og skelf-
ingu. Iran stendur ekki í stríði þessa
dagana og getur því ekki sent börnin
út á jarðsprengjusvæðin lengur. En
þess í stað er öll áhersla lögð á að
koma börnum og unglingum Basiji
til mennta á sviði tækni og vísinda.
Að sögn opinbers talsmanns bylting-
arvarðarins er markmiðið að nota
tækniþekkingu til þess að efla þjóðar-
öryggi Irans.
Hvað skyldi það nú þýða? I því sam-
hengi er máske rétt að hafa í huga að
árið 2001 lét þáverandi forseti Irans,
Hashemi Rafsanjani, þau orð falla
að „notkun aðeins einnar kjarnorku-
sprengju innan ísraels myndi ger-
eyða því öllu.“ Á hinn bóginn myndi
aðeins hluti hins íslamska heims líða
fyrir þó ísraelsmenn svöruðu fyrir
sig með kjarnorkuvopnum. „Það er
ekki órökrétt að velta slíkum mögu-
leikum fyrir sér.“ Þarna mat forsetinn
fyrrverandi það ískalt hvernig eyða
mætti ísrael þó það kostaði einhver
hundruð þúsunda nýrra píslarvotta í
viðbót. Rafsanjani var fulltrúi hinna
hófsömu í klerkastjórnifini.
Ahmadinejad er á hinn bóginn alls
ekki fráhverfur sjálfum heimsslit-
unum guði sínum til dýrðar og mann-
kyni til blessunar, á hvaða tilverustigi,
sem það kann að fá þess notið þegar
allt er yfirstigið og markmiðinu hefur
verið náð..