blaðið

Ulloq

blaðið - 16.09.2006, Qupperneq 29

blaðið - 16.09.2006, Qupperneq 29
blaöið LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 29 Illugi Gunnarsson var nýlega ráðinn stjórnar- formaðurSinfóníuhljóm- sveitar íslands. Hann hefur gaman af því að spila á píanó, en er þekktastur sem fyrrum aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Á sínum tíma var hann formaður Heimdallar þar sem margir ungir sjálfstæðismenn töluðu gegn því að ríkið styrkti Sinfóníuhljómsveit íslands. „Frjálshyggjan á sér margar myndir. Ef frjáls markaður og frjálst samfélag á að ganga upp þá er ekki hægt að setja reglur og lög um alla hegðan. En þá skiptir öllu máli að samfélagið sé siðað, að við höfum sterka tilfinn- ingu fyrir því hvað er rétt og hvað rangt. Markaðurinn verður að byggj- ast á siðuðu samfélagi, hann verður að byggjast á mennskunni. Mín skoðun er sú að listin sé ein besta birtingarmynd mennskunnar. Kap- ítalismi án mennskunnar getur illa gengið upp. Þess vegna hafa Sinfón- ían, leikhúsin og listin og menningin almennt stórt hlutverk í samfélaginu, þó auðvitað sé það þannig að menn- ingin hefur gildi í sjálfu sér óháð öllu öðru. Svo er önnur umræða hversu mikinn þátt ríkið á að taka í rekstr- inum og hversu mikið á að treysta á markaðinn. Ég held að þar verði að fara bil beggja,“ segir Illugi. „En við verðum að viðurkenna að ríkið hefur hlutverk í menningarstarfseminni, sérstaklega í landi þar sem til dæmis engin sinfóníuhljómsveit væri og lítið leikhúslíf ef ríkið kæmi ekki að starfseminni með einhverjum hætti. Mín skoðun er sú að hægrimenn eigi að viðurkenna að ríkið hafi hlutverk á menningarsviðinu." Þú ertsagður mjöggóður píanóleik- ari. Skiptir tónlistin þig miklu? „Það er ofsögum sagt að ég sé mjög góður píanóleikari. Ég er þó það góður að ég veit hvað ég kann lítið. En ég hef haft gríðarmikið yndi af að spila á píanó. Það er mín leið til að slaka á og skemmta sjálfum mér. Sumir vina minna eru svo almenni- legir að segja við mig að þeir hafi líka gaman af þessu og ég lít á það sem vinarbragð." Hefðirðu getað hugsað þér að verða píanóleikari að atvinnu? „Það hefði aldrei komið til greina vegna þess að ég hefði aldrei orðið framúrskarandi píanóleikari. En það er nauðsynlegt að hafa eitthvað í lífinu sem maður sinnir og leggur mikið á sig til að öðlast leikni í, hvort sem það er að spila á píanó, mála myndir, skrifa sögur eða klífa fjöll. Það sem maður setur tíma og vinnu í gefur manni til baka. Ég hef leikið opinberlega. í fyrra hélt ég tónleika í Kanada og í Fær- eyjum með Oddnýju vinkonu minni Sigurðardóttur söngkonu. Ég hef ekki enn lagt í að halda tónleika hér heima. Svo var ég fyrir mörgum árum organisti í eitt og hálft ár hjá síra Gunnari Björnssyni á Flateyri. Mér gekk vel að vinna með Gunnari sem er einkar litríkur og skemmti- legur maður, feykilega flinkur ræðu- maður og það var gaman að hlusta á hann predika. Ég hef eins og flestir gaman af litríkum karakterum. Það var mjög hollt fyrir mig tón- listarlega séð að þurfa að spila á hverjum einasta sunnudegi í kirkj- unni. Ég verð þó að viðurkenna að það kom fyrir að ég skemmti mér með félögum mínum á laugardags- kvöldi og þá fannst mér kannski ekki alltaf draumastaða að sitja við pípuorgelið á sunnudagsmorgnum.“ Flókin veröld Mér er sagt að þú hafir róman- tiskan tónlistarsmekk, erþað rétt? „Rómantík er meira en kertaljós og ást. Rómantíkin á sér svo margar hliðar. Hugtakið rómantík nær líka yfir stór örlög, baráttu einstaklings- ins og hetjuhugsjónina svo eitthvað sé nefnt. Það sem er heillandi við rómantíska tónlist er óheft tján- ing listamannsins á tilfinningum sínum og hugsunum. Mér finnst gaman að spila verk eftir tónskáld rómantíska tímabilsins. En svo ég tali nú eins og gamall maður, þá er ég farinn að leita meira inn í barokk- tímann, og heillast til dæmis mjög af Bach. í þeim óskaplega hraða sem er í kringum okkur og því mikla áreiti sem alltaf er þá gefur tónlist Bachs og barokkhöfundanna mér mikið því þar ríkir svo undarlegt tímaleysi. Þetta er tónlist sem er óháð stað og stund og veitir sálar- frið sem er stundum erfitt að finna í hraða nútímans. Ég leita meira í þá tónlist núna hvað varðar að hlusta en síðan fæ ég útrás í að spila róman- tísku verkin á píanóið.“ Framhald á nœstu opttu „Þetta var mjög stutt viðtal. „Við þekkjumst ekki en ég er búinn að ákveða að ráða þig," sagði Davíð. Svo byrjaði ég. Davíð hafði enga sérstaka skoðunáþvíhvað ég ætti að gera. Hann sagði mér að ég yrði að finna út úr þvt sjálfur." Karolin 3ja sæta svefnsófi i w, i? _ ___ Tilboö kr.110.000.- Canett Eikarllna Memorev Þrýstijöfnunardýna l ^^-20% 'Aður. 1ll?Mi^|l60x200cm kr.95.920- ......... £1 ^ y svæða pokagormadýna ■■ -og botn Karolin með tungu Optiflex á ■■ \ Wk wm mm S m ' 4 ' ' co C3 SS Q . ■*—á Tilboð. kr.129.000- Korfu Rafstillanleg r 80x200 á - nú kr. 84.510- mm % .......................... 90x200 áður 43.900,- / nu 37.315.- 120x200 áður 56.920.- / nú 47.770 - 140x200 áður 60.000,- / nú 51.000,- 160x200 áður 72.900.- I nú 61.965.- 2+H+2 / 196x196 verð 99.000,- 3+H+2 / 196x242 verð 109.000,- Mikið úrval af stökum dýnum WBUUNmQaBBSÍæBEfSs83mtmtKK húsgagnaverslun TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGOGNIN FÁST EINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.