blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 31
blaðiö
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 31
aldrei almennilega skilið af hverju
hann gerði það og hef aldrei fengið
ástæðuna fyrir því upp úr honum.
Við þekktumst ekki neitt en ég veit
að einhverjir mæltu með mér við
hann. Ég fór í atvinnuviðtal til hans
og undirbjó mig vandlega fyrir það
því ég hélt að ég yrði spurður um
hin og þessi stefnumál. Það var
ekki. Þetta var mjög stutt viðtal.
„Við þekkjumst ekki en ég er búinn
að ákveða að ráða þig,“ sagði Davíð.
Svo byrjaði ég. Davíð hafði enga sér-
staka skoðun á því hvað ég ætti að
gera. Hann sagði mér að ég yrði að
finna út úr því sjálfur."
Þú ert tengdasonur Einars Odds
Kristjánssonar, þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins, en þeir Davíð voru
ekki alltaf sammála. Reyndist þér
það ekkert erfitt í þessu starfi?
„Þegar ég frétti fyrst af því að Davíð
væri að íhuga að ráða mig þá hugs-
aði ég með mér að það myndi aldrei
gerast því varla væri maðurinn svo
vitlaus að ætla að hafa tengdason
eins þingmannsins inni á skrifstofu
sinni alla daga þar sem hann yrði
vitni að trúnaðarsamtölum og eiga
síðan á hættu að þessi sami aðstoð-
armaður færi heim á kvöldin og
blaðraði í tengdaföður sinn. En það
urðu aldrei neinir árekstrar milli
mín og Einars þótt hann og Davíð
væru ekki alltaf sammála. Einar er
svo mikill heiðursmaður að starf
mitt hjá Davíð var svo að segja
aldrei rætt eða nefnt, í mesta lagi að
hann spyrði mig hvernig gengi.“
Hvernighúsbóndi varDavið?
„Mjög fínn en ég held jafnvel að
hann hafi stundum verið of kröfu-
lítill. Hann mætti ekki á hverjum
morgni með verkefnalista fyrir mig.
Hann ætlaðist til þess að menn sæju
sjálfir um það sem þyrfti að gera.
Aftur á móti gerði hann miklar
kröfur til þess að það sem maður
gerði gerði maður vel. Stundum
getur verið erfiðara að hafa þannig
húsbændur en þá sem ákveða sjálfir
hvað aðrir eiga að gera.“
Sumir segja að það sé bœði
kostur oggalli á Davíð að hann hafi
listamannaskap?
„Það er sennilega erfitt að skil-
greina nákvæmlega hvað lista-
mannaskap er en ef listamannaskap
býggir á því að vera næmur á fólk,
umhverfi sitt og á tilfinningar þá
hefur Davíð listamannaskap. Hann
hefur gríðarlega sterka tilfinningu
fyrir þeim sem hann er að tala við.
Ég held að þetta innsæi hafi verið
hans sterkasta vopn í pólitíkinni. 1
því felast margir kostir, meðal ann-
ars næmi fyrir tímasetningu og hve-
nær rétt sé að taka til máls. Þegar
þessir hæfileikar fara saman við
mikla greind þá kemur út sterkur
stjórnmálamaður - og eftirminni-
legur. Það er ekki nóg að hafa lista-
mannaskap en skilja ekki gangvirki
þjóðfélagsins og samhengi hlutanna.
Allt þetta verður að fara saman ef úr
á að verða góður stjórnmálamaður.
Þeir sem hafa bara sterka greind og
mikinn skilning á gangvirki þjóð-
félagsins en hafa ekki til að bera
mennsku og sterkan áhuga á fólki,
eru ekki góðir stjórnmálamenn."
Komu þér á óvart þessar öfgafullu
skoðanir sem menn hafa á Davíð?
Sumir dá hann takmarkalaust, aðrir
virðast jafnvel hata hann.
„í sjálfu sér ekki. Þegar menn eru
jafn lengi við völd eins og Davíð var
þá safnast svona tilfinningar upp. Jú,
það kom mér stundum á óvart hvað
menn gátu orðið óskaplega reiðir og
viðkvæmir þegar hann átti í hlut, og
hvað hann þurfti að segja lítið til að
margir yrðu óskaplega æstir.
Davíð Oddsson er ekki gallalaus
maður fremur en við hin en kostir
hans eru stórir. Það sem mér fannst
brilljant við Davíð var að hann gerði
sterkan mun á sér og sinni persónu
annars vegar og sér og forsætisráð-
herraembættinu hins vegar. Hann
missti aldrei húmorinn fyrir sjálfum
sér og því hvað þetta var allt saman
stundum hlægilegt og skrýtið. Á
sama tíma var hann afar passa-
samur varðandi embættið og allt
sem að því sneri. Hann vildi að emb-
ættinu væri sýnd virðing og að allt
sem sneri að hans embættisfærslu
væri gert eins vel og mögulegt væri.
Einn lykillinn að því að hann gat
verið jafn lengi við völd og hann var,
var að hann hætti aldrei að greina á
milli sjálfs sín og embættisins.“
Hefurþú mikinn metnað ípólitík?
„ J á, það hef ég. Um leið og ég ákvað
eftir nám í hagfræði að vinna ekki
við mitt fag heldur fara til starfa hjá
Davíð þá sagði ég A. Nú er komið að
því að segja B.“
kolbrun@bladid.net
Laugardaginn 16. september
hefst Fegrunarátak Árbæjar. íbúar
hverfisins ganga til liðs við
borgarstarfsmenn við að snyrta hverfið,
tína rusl, sópa, hreinsa veggjakrot,
hnýta biluð boltanet og bæta girðingar
svo eitthvað sé nefnt. I lokin grillum við
og gerum okkur glaðan dag.
Allir - fólk, fyrirtæki og stofnanir
- í Árbæ eru hvattir til að taka upp
hanskann fyrir hverfið sitt og láta
hendur standa fram úr ermum.
Mæting ki. 11 við
• Ártúnsskóla
Arbæjartorg við Árbæjarkirkju
• Selásskóla
Fylkisvöllur kl. 14.00-15.30.
deginum lýkur með skemmtilegri
grillveislu
Gerum okkurglaðan dag og
tökum upp hanskann fyrir
Reykjavík.
Reykjavíkurborg
DAGSKRÁ