blaðið - 16.09.2006, Síða 32

blaðið - 16.09.2006, Síða 32
I 32 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 blaðið Siglufjörður Hún lofaði þeim, ef þeir kveiktu íhúsinu, eitt þúsund króna greiðslu, sem hún taldi að hún fengi þegar tryggingarfélagiö greiddi henni bætur. Þeir gengu að tilboði Sigríðar. tO - ' Ikveikja vegna rekstrarvanda REKSTUR VEITINGASTAÐ- AR Á SIGLUFIRÐI GEKK EKKI NÆGILEGA VEL OG í KJÖLFARIÐ KVIKNAÐI SÉRKENNILEG HUGMYND UM LAUSN Á VANDANUM Sigríður Jakobsdóttir tók á leigu veitinga- staðinn Dettifoss á Siglufirði haustið 1935. Leigusamningurinn tók gildi 1. október og gilti til 1. maí 1936. Eitt af því fyrsta sem Sig- ríður gerði eftir að hún hóf reksturinn var að tryggja lausafé sitt hjá Danske Lloyd fyr- ir tíu þúsund krónur, en það var til muna hærri fjárhæð en verðmæti innbúsins sem hún tryggði. Þar sem reksturinn gekk ekki sem skyldi leið ekki langur tími þar til Sigríður fékk þá hugmynd að kveikja í húsinu og fá þar með tryggingabætur vegna innbúsins. Þeg- ar í október átti hún samtal við Jón Aðal- steinsson þar sem hún ámálgaði við hann að hann kveikti í húsinu. Fáeinum dögum síðar ræddi hún aftur við Jón um það sama og þá var Sveinn Valdimarsson með í ráð- um. Hún lofaði þeim, ef þeir kveiktu í hús- inu, eitt þúsund króna greiðslu, sem hún taldi að hún fengi þegar tryggingarfélagið greiddi henni bætur. Þeir gengu að tilboði Sigríðar. Látið til skarar skríða Eftir að hafa rætt sín á milli hvað gera skyldi var allt skipulagt. Sveinn og Jón Jétu til skarar skriða 23. nóvember. Samkvæmt áætlun fengu þeir olíu hjá Sigríði og fóru síð- an að veitingastaðnum Dettifossi um klukk- an fimm um morguninn. Eftir að þeir voru komnir inn kveiktu þeir ljós og fóru síðan upp á háaloft, um hleragat. Sveinn hellti steinolíu kringum rafinntak hússins en Jón rétti honum pappír sem þeir kveiktu síðan í og báru að olíunni og kviknaði þá í hús- inu. Þeir slökktu rafljósið og flýttu sér út. Eldsins varð fljótlega vart og slökkvilið bæj- arins réð niðurlögum hans áður en verulegt tjón hlaust af. Þar sem ekki tókst til eins og áætlað var komu þremenningarnir saman á ný. Sigríð- ur fékk Svein og Jón til að kveikja aftur í húsinu. Fyrst átti að framkvæma glæpinn 7. desember en þá var veður slæmt og þeir báð- ir undir áhrifum áfengis svo ákveðið var að bíða með íkveikjuna. Vika leið, komin var aðfaranótt 15. des- ember og klukkan var rétt rúmlega tólf eftir miðnætti þegar Jón og Sveinn komu til Sig- ríðar. Enn voru þeir undir áhrifum áfengis. Sigríður vísaði þeim á olíubrúsa sem var í miðstöðvarherbergi á heimili hennar. Þeir helltu olíu á tvær flöskur og héldu þeir hvor á sinni flöskunni þegar þeir gengu að veit- ingastofunni. Jón fór upp á háaloftið eins og í fyrra skiptið en nú missti hann olíu- flöskuna sem hann var með svo olía flóði um loftið. Þeir héldu verkinu áfram, Jón losaði spýtu sem stungið hafði verið milli rörleiðsna sem lágu að rafmagnstöflu húss- ins. Sveinn rétti honum sína flösku og Jón hellti olíu við rafmagnstöfluna og kveikti í. Á sama tíma fylgdist Sveinn með manna- ferðum en fór síðan til að aðstoða Jón við að komast niður af háaloftinu og eftir að Sveinn rétti honum sína flösku og Jón hellti olíu við rafmagnstöfluna og kveikti í. Á sama tíma fylgdist Sveinn með mannaferðum en fór síðan til að aðstoða Jón við að komast niður af háaloftinu og eftir að út var komið flýttu þeir sér á brott. út var komið flýttu þeir sér á brott. Húsið og innanstokksmunir skemmdust talsvert í brunanum. Upp komast svik Næstu daga eftir brunann sendi Sigríð- ur umboðsmanni Danske Lloyd á Siglu- firði skrá yfir munina sem hún sagði hafa skemmst í brunanum og tiltók verðmæti þeirra. Samtals taldi hún sig hafa misst inn- anstokksmuni að verðmæti 10.412 krónur og 95 aurar. Við rannsókn málsins kom í ljós að tjón Sigríðar var langt í frá eins mikið og hún vildi vera láta. Til er að taka að hún hafði fjarlægt talsvert úr veitingastofunni og ýmist falið það heima hjá sér eða komið í geymslu hjá öðrum. Matsmenn töldu að verðmæti þess sem hún hafði misst í brun- anum væri 1.800 til 1.900 króna virði. Jóni og Sveini var ekki stefnt vegna þátttöku í tryggingasvikum, aðeins fyr- ir íkveikjuna. Aukaréttur Siglufjarðar dæmdi Sigríði til betrunarhússvinnu í 14 mánuði og þá Jón og Svein til eins árs betr- unarhússvinnu. Aðfinnslur Hæstaréttar Sumarið 1936 ákvað héraðsdómarinn sem jafnframt var bæjarfógeti á Siglufirði upp á sitt eindæmi að senda Jón til fangels- isvistar á Litla-Hrauni áður en Hæstiréttur fjallaði um málið og án vitundar dómsmála- ráðuneytisins. Jón var sendur í fangelsið 13. ágúst 1936 og var þar til 14. apríl 1937. Þegar Hæstiréttur tók málið fyrir var ýmislegt fundið að störfum bæjarfógetans á Siglufirði og margt talið vanta í rannsókn- ina. Hæstiréttur taldi einnig ámælisvert að fógeti hefði ákveðið upp á sitt eindæmi að Jón skyldi hefja afplánun. Hæstiréttur þyngdi refsinguna yfir þre- menningunum verulega. Hann dæmdi Sigríði til 26 mánaða betrunarhússvinnu og Svein og Jón til 25 mánaða betrunarhúss- vinnu.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.