blaðið - 16.09.2006, Page 34
34 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
blaðið
tíska
tiska@bladid.net
0 ' %
Dúnúlpuf
Rúskinnsúlpur
Leðurjakkar
Vattkápuf
Hattar - Húfur
Leðurhanskar
Ullarsjöl
Góð gjöf
Utsöluhorn s | j|/L\3íL/
50 % afsl. Mörkinni 6> Sími 588-5518
r Opið virka daga frá kl. 10-18
Goðar vörur og laugardaga frá kl 10-16
S
Kynþokkafullar varir
Bráðum fer að kólna í veðri og þá má ekki gleyma gamla góða varasalvan-
um. Varasalvinn kemur í veg fyrir að varirnar þorni upp og klofni. Hann er
því nauðsynlegur til að viðhalda kynþokkafullum og blautum vörum.
Dýrsleg tíska
Því er stundum fleygt að maðurinn sé'dýr í eðli sínu. Hvort
sem það er rétt eða ekki þá má með sanni segja að tískan í
haust verði dýrsleg. Eitt af því sem stendur upp úr í hausttísk-
unni er einmitt þessi mikla áhersla á mynstrin úr dýraríkinu.
Mannfólkið getur því leyft villtu eðli sínu að vera í forgrunni
enda útlitið eftir því. Hér kemur brot af því besta.
Klikkar ekki
Stella McCartney klikkar ekki frek-
ar en fyrri daginn en þessir dömu-
legu skór eru flottir og í tísku.
tísku
Höfuðfatið verður
líka að vera í tísku
og hatturinn frá
Lota stendur undir
þeim kröfum.
Dýrslegt
Stígvélin eru
alltaf glæsileg
enda lengja þau
leggina. Þessi
dýrslegu stígvél
eru frá Donna
Karan.
Draumur
Hver myndi ekki vilja eiga veski
frá Ralph Lauren og ekki er ver-
ra ef það ermeð dýramynstri.
Viðburður um
og fyrir konuna
*0373?
í lok október verður viðburður
í Laugardalshöll sem ber heitið
Konan. Þar verður bæði sýning
og fyrirlestrar um allt sem tengist
konunni, hennar líkama og huga.
Samkvæmt Dagmar Haraldsdótt-
ur, framkvæmdastjóra IceXpo sem
er sýningardeild íslandsmóta sem
stendur að viðburðinum, er þetta
sýning sem hefur staðið lengi til
að halda.
„í framtíðinni er markmiðið að al-
þjóðavæða sýninguna og að halda
alþjóðlega kvennaráðstefnu í tengsl-
um við svona sýningu á íslandi. En
við ákváðum að byrja hérna heima
og einblína á íslensku konuna fyrst
og fremst. Við köllum viðburð-
inn Konan vegna þess að þetta er
hvoru tveggja fyrirlestrasyrpa sem
og sýning. Við notum annars veg-
ar ráðstefnusvæðið og hins vegar
sýningarsvæðið í Laugardalshöll-
inni. Til að gera viðburðinn sem
glæsilegastan fyrir íslenskar konur
höfum við fengið til liðs við okkur
góða samstarfs- og styrktaraðila,
Laugar Spa, Icelandair og Femin.
is.“
Kvenleg umgjörð
Dagmar segir að fyrirlestrarnir
verði virkilega spennandi enda er
um auðugan garð að gresja þegar
hugsað er um íslensku konuna. „Á
ráðstefnunni munu konur miðla
til annarra kvenna. Þetta eru kon-
ur sem hafa menntun, reynslu og
þekkingu sem þær miðla til okkar
hinna. Til að mynda mun Hend-
rikka Waage skartgripahönnuður
flytja áhugaverðan fyrirlestur sem
hún nefnir; Að upplifa drauminn.
Þú getur upplifað drauminn ef þú
hefur staðfestuna og viljann til
að láta það ganga þrátt fyrir áföll.
Lögð er áhersla á kvenlega um-
gjörð sýningarinnar og Steffan hjá
Einrúm arkitektar var fenginn til
að aðstoða við hönnun svæðisins.
Á sýningunni má finna allt sem
viðkemur konunni eins og það
nýjasta tengt útliti, tísku og heilsu
ásamt áhugaverðum uppákomum
því tengdu. Vegna fjölda áskorana
ákváðum við að hafa förðunar- og
naglakeppni á sýningunni sem
verður án efa einkar áhugavert að
fylgjast með,“ segir Dagmar og bæt-
ir við að hugmyndin sem unnin er
með sé að allar konur eigi að njóta
þess að vera konur og vera stoltar
afþví.
Kvenleg og áhugaver
Dagmar Haraldsdóttir: „Umgjörð
sýningarinnar er mjög kvenleg
og þarmá finnaallt frá tísku og
förðun til heimilis og matar, allt
sem mögulega gæti höfðað til
konunnarBlaM/Fnkkl