blaðið - 20.09.2006, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
blaöið
INNLENT
LOGREGLAN
Þriggja bíla árekstur
Þriggja bíla árekstur varð á Bústaðavegi
í gær. Rekja má hann til umferðarteppu
sem skapaðist vegna lokunar Miklu-
brautar til austurs frá Grensásvegi eftir
að vörubíll valt með gler í Ártúnsbrekku.
LAGAFRUMVARP
Hugtakið nauðgun rýmkað
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði til á ríkisstjórnarn-
fundi að hugtakið nauðgun verði rýmkað mjög frá því sem nú er og refs-
ingar við slíku broti hertar upp í allt að 16 ára fangelsi, samkvæmt mbl.
Einnig er kveðið á um refsingu fyrir samræði eða önnur kynferðismök við
barn undir 14 ára aldri, að refsimörk verði þau sömu og fyrir nauðgun.
BORGARSTJORN
Móta fjölskyldustefnu
Ákveðið var á borgarstjórnarfundi í gær að vinna við mótun
fjölskyldustefnu fyrir Reykjavík verði hafin. Vefurinn mbl greinir
frá því að tryggja eigi að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku
og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurþorgar sé sérstaklega
gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyidna.
Lögreglan:
Kveikti í sér
Tæplega tvítugur piltur
brenndist á hendi í Austurborg-
inni í fyrrakvöld en
hann var að setja
bensín á kveikjara.
Jafnframt kvikn
aði í geymslu sem
hann var staddur
í en greiðlega gekk að
ráða niðurlögum eldsins. Ibúð
er við hlið geymslunnar og
slapp að mestu við reykinn en
einhverjar skemmdir urðu í
bílskúrnum.
Löggjöfin loöin Valda uppkostum*og tiiourgangi
Falleg • sterk - náttúruleg
VsTRÖND
Suöurlandsbraut 10
Sími 533 5800
www.simnet.is/strond
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@bladid.net
Ofskynjunarsveppir sem vaxa
villtir hér á landi skjóta ávallt
upp kollinum hjá fíkniefnalögregl-
BRIDSSKOLINN
Viltu læra brids?
Byrjendanámskeið
Bridsskólans hefst 25. september.
Tíu kvöld, einu sinni í viku.
Hringdu og fáðu upplýsingar
í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga.
unni á haustin. Ungt fólk sækir í
sveppina sem valdið geta ofskynj-
unaráhrifum. Yfirmaður fíkni-
efnadeildar segir að lögreglan láti
sveppatínslu ungmenna óáreitta
en að lögreglan bregðist hins vegar
við þegar farið er að meðhöndla þá
sem fíkniefni.
„Það er ekki fyrr en menn eru
farnir að meðhöndla þetta þannig
að eiturefnin koma fram sem við
skerumst í leikinn,“ segir Ásgeir
Karlsson, yfirmaður fíkniefna-
deildar lögreglunnar í Reykja-
vík. „Það er ekki ólöglegt að tína
sveppina sem slíka.“ Ásgeir segir
að sveppirnir skjóti alltaf upp koll-
inum á þessum tíma árs og segir
Ásgeir að lögreglan fari með mál
af þessu tagi eins og hver önnur
fíkniefnamál enda séu sveppirnir á
bannlista yfir ávana- og fíkniefni.
Reglugerð á gráu svæði
Jakob Kristinsson, dósent við
læknadeild Háskóla Islands, segir
að sveppirnir séu vissulega ólög-
legir, en ekki hafi verið mótuð nægi-
lega skýr stefna um það hvernig
túlka beri löggjöfina í þeim efnum.
„Einhver lönd hafa sett sérákvæði
í lög hjá sér sem skerpa nánar á
þessu.“ Jakob segir að virka efnið í
sveppunum, Psilocybin, sé bannað
samkvæmt íslenskum jafnt sem al-
þjóðalögum. 1 gildandi reglugerð
fellur það efni í flokk með öðrum
ávana- og fíkniefnum, og þar segir
meðal annars að framleiðsla, til-
búningur og varsla þeirra efna
sé óheimil. Sveppirnir vaxa hins
vegar villtir hér á landi og því
segir Jakob erfitt að eiga við málið.
Jakob segir að ekkert þurfi að með-
höndla sveppina til þess að þeir
valdi ofskynjunum. „Efnið er alltaf
í sveppunum. Þetta virðist því vera
á dökkgráu svæði. Það sjá það auð-
vitað allir að það er ekki hægt að
lögsækja fólk sem á garð þar sem
þetta vex.
Þegar menn eru farnir að versla
með þetta eða geyma þetta í fórum
sínum, þá skerst lögreglan í leik-
inn og sú vinnuregla er sennilega
ágæt.“
Fárveikir unglingar
Jakob segir að hann hafi fengið
sýni frá lögreglunni um þá sveppi
sem menn eru að tína og segir hann
að um ýmsar tegundir sé að ræða.
„Það er bara ein tegund sem hefur
þessi ofskynjunaráhrif og það þarf
í raun sveppafræðing til þess að
greina þá frá hinum sem eru bein-
línis eitraðir.“ Jakob hefur starfað
í tengslum við eitrunarmiðstöðina
við Landspítalann í Fossvogi. „Und-
anfarin ár hafa ungmenni komið
þangað inn með mismunandi
einkenni. Þau verða oft fárveik af
þessu. Það eru bæði ofskynjunar-
áhrif og síðan mjög mikil uppköst
og niðurgangur." Hann segir að
sveppirnir hafi í raun lítið verið
rannsakaðir en hann segir áhrifin
vera mjög óþægileg. „Menn hafa
grun um að langtímaneysla geti
haft áhrif á miðtaugakerfið,“ segir
Jakob Kristinsson, dósent við HL
ítrowir ERU ntAuNin «•»—■•
AKKEmSBBW;»«y»gJt
JSSKSSSSS.
Arvor 190 -75 hestafla dísilvél
Fullt verð 3.404.569 kr. • Haustverð 3.280.000 kr.
Quicksilver 630 Pilothouse • 120 hestafla Cummjr
Fullt verð 3.793.224 kr. • Haustveri
HAUSTDAGAR HJA R. SIGMUNDSSYNI
r disilvel
•f V
I BATANA
Komdu á haustdaga
R. Sigmundssonar að
Ánanaustum 1 og kynntu þér stórglæsilega
báta á sérstöku haustdagaverði. Auk þess
verður boðið upp á fjölmörg önnur áhuga-
verð tilboð í verslunlnni.
Opið alla virka daga kl. 08-18.
'^K’VÉLASALAN
©rddbmidun
Quicksilver Classic 20 • 220 hestafla Mercruíser og bátakerra
Fullt verð 4.495.438 kr. • Haustverð 3.950.000 kr.
Quicksilver 580 Pilothouse • 80 hestafla utanborðsmótor og bátakerra
Fullt verö 3.446.385 kr. • Haustverð 3.190.000 kr.
R.SIGMUNDSSON
ÁNANAUSTUM 1 | 101 REYKJAVlK | SfMI 520 0000 | www.rs.is