blaðið - 20.09.2006, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
blaAi6
UTAN ÚR HEIMI
Konungur kvaddur
íbúar Tonga kvöddu konung sinn, Tupou IV, í hinsta sinn
í gær en um tíu þúsund manns ásamt þrjátíu erlendum
fyrirmönnum fylgdu honum til hinstu hvílu í höfuðborginni,
Nuku’alofa. (athöfninni blönduöust saman kristnir siðir og
ævafornar hefðir þeirra ættbálka sem byggja eyjarnar..
Reykiaust konungdæmi
Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi
í Wales í apríl á næsta ári og Norður-írar feta í
fótspor þeirra á sviþuðum tíma. Nú þegar gildir
reykingabann í Skotlandi og fyrirhugað er að
slíkt bann taki giidi á Englandi næsta sumar.
Æfir út í Aiþjóðagjaldeyrissjóðinn
Indverjar eru æfir út Í.AIþjóðagjaldeyrissjóðinn eftir að
reglum um vægi atkvæðamagns einstakra landa var
breytt innan sjóðsins á mánudag. Á meðan vægi atkvæða-
magns Kínverja, Suður-Kóreumanna, Tyrkja og Mexíkóa
eykst var dregið úr vægi indverska atkvæðisins.
írak:
Hermönnum
ekki fækkað
Yfirmaður herstjórnar Banda-
ríkjamanna í írak, fohn Abizaid
herforingi, sagði í gær að hann
gerði ekki ráð fyrir að fækkað
yrði í herliði Bandaríkjamanna
í landinu fyrr en í fyrsta lagi
næstkomandi vor.
Nú eru um 147 þúsund banda-
riskir hermenn í landinu og að
sögn Abizaid er skynsamlegt að
viðhalda fjöldanum en óttast er
að borgarastríð kunni að brjót-
ast út í landinu. Herforinginn
segir að herliðið sé að ná fram
markmiðum sínum en vildi
ekki útiloka að fjölgað yrði í liðs-
aflanum í náinni framtíð.
Varnarliðið:
Síðasta
þyrlan farin
Síðasta varnarliðsþyrlan
á Keflavíkurflugvelli var
flutt af landi brott í gær með
flutningavél.
Fiðþór Eydal, upplýsingafull-
trúi varnarliðsins, segir að í
raun hafi dagurinn í gær því
markað endalok eiginlegrar
starfsemi bandaríska hersins á
Keflavíkurflugvelli. Á mynd-
inni sjást bandarískir hermenn
undirbúa brottflutninginn en
þyrlunni var flogið til Englands
um borð í Galaxy-flutningavél
hersins.
Aratugalangur yfirmokstur varnarliöslns á mengunarvóldum:
Mokaði yfir olíupytti og
PCB mengaðan jarðveg
■ Mengunln látln liggja ■ Þýúdl ekkert að gera athugasemóir ■ Hrelnsun of kostnaðareóm
_______ Í'
Fáum eignirnar í staðinn
Líklegt þykir að Bandaríkjamenn
bjóði íslendingum eignir vamariiðs
ins á Suðurnesjum iskiptum fyrir
hreinsun mengaðs jarðvegs.
Mengun á svæði varnarliðsins:
Bjóða eignir í stað
hreinsunar eftir herinn
■ Kostnað við hreinsun má ekki vanmeta ■ Bandaríkjamenn allir af vilja gerðir, segir bæjarstjóri
Reykjanesbæjar ■ Slappleiki stjórnvalda áberandi, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Framkvæmdir við hreinsun meng-
aðs jarðvegs þyrftu að kosta mikið
ef þær eignir sem við fáum í staðinn
koma ekki á móti þeim kostnaði,”
segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar. Hann ætlast til
þess að Bandaríkjaher skilji við
svæðið með viðunandi hætti og seg-
ist gera ráð fyrir að viðræðunefnd-
irnar hafi nú þegar komist að sam-
komulagi um áætlaðan kostnað við
hreinsun mengaðs jarðvegs.
„Alveg ljóst er að umtalsverður
kostnaður mun fara í að hreinsa
upp mengaðan jarðveg og þann
kostnað má ekki vanmeta,” segir
Árni. „Búið er að setja verðmiða á
þessa hreinsun og ég veit ekki til
þess að Bandaríkjamenn hafi mót-
mælt þeirri kröfu.”
Aðspurð segir Ragnheiður Elín
Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætis-
ráðherra, að ráðherra muni ekki tjá
sig frekar um einstaka liði varnar-
viðræðna þar sem ekkert nýtt hafi
komið fram frá því hann tjáði sig
Eignirnar koma
á múti kostnaði
vlð hreinsun
jarðvegs
Árni Sigfússon
Bæjarstjóri
Reykjanesbæjar
síðast. Hún vonast til að samkomu-
lag liggi fyrir fljótlega en ekki hefur
enn verið boðað til næsta fundar
viðræðunefndanna.
Gífurlega kostnaðarsamt
össur Skarphéðinsson, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
telur íslensk stjórnvöld hafa sýnt
linkind í viðræðum um hreinsun
mengaðra jarðsvæða.
„Þarna eru nokkur svæði sem
eru menguð af Iífrænum þrá-
virkum efnum og hreinsun þeirra
er gríðarlega kostnaðarsöm. Á
þeim svæðum þarf að hreinsa
upp og fjarlægja mikið magn af
jarðvegi,” segir Össur. „Slappleiki
stjórnvalda hefur meðal annars
birst í því að enginn fulltrúi frá um-
hverfisráðuneytinu átti sæti í samn-
Hreinsun meng-
aðra jarðsvæða
verður gífurlega
kostnaðarsöm
Össur Skarphéðinsson
Þingmaður
Samfylkingarinnar
inganefndinni þó svo að þáverandi
umhverfisráðherra, Sigríður Anna
Þórðardóttir, hafi gengið fast eftir
því. Þar að auki hefur utanríkis-
málanefnd fengið sáralitlar upþ-
lýsingar um gang mála og eitthvað
virðast menn vilja fela.”
„Reynsla af brottflutningi Banda-
ríkjahers annars staðar er ekki góð
og iðulega hafa stjórnvöld lent í því
að kostnaður við hreinsun svæða
hefur farið langt fram úr þeirri ein-
greiðslu sem Bandaríkjamenn hafi
boðið fram,” bætir Össur við.
Alliraf vilja gerðir
Aðspurður segir Árni Banda-
ríkjamenn alla af vilja gerða og að
þeir hafi gert sína eigin skýrslu þar
sem mengunin var metin. í kjölfar
þeirrar skýrslu bættust við helm-
Olía algengasti mengunarvald-
urinn Sérfræðingar hafa bent á að
íslenskt vistkerfi sé sérstaklega við-
kvæmt fyrir mengunarvöldum og að
ekki verði hægt að hreinsa upp allan
mengaðan jarðveg á varnarsvæðinu.
ingi fleiri menguð svæði en upphaf-
lega var gert ráð fyrir.
„Upphaflega voru dregin fram
þrjátíu menguð svæði og Banda-
ríkjamenn bættu sjálfir við öðrum
eins fjölda sem hreinsa þyrfti upp.
Að þvi gefnu virðist vera metnaður
þeirra að skilja vel við,” segir Árni.
„Við teljum grundvallaratriði að
sveitarfélögin hér taki þátt í upp-
byggingunni á svæðinu og meðal
annars hreinsun jarðvegsins.”
Við opnum í þessari viku nýjar JÍMlllíí
og glæsilegar LUSH verslanir á "
LAUGAVEGI OG KRINGLUNNI.
Okkur vantar hörkuduglegt starfsfólk strax.
« Ertu ábyrgðarfull
« Ábyrg og reyklaus?
• Getur þú unnið sjálfstætt?
• Hefur þú skipulagshæfileika?
• Hefur þú reynslu af afgreiðslustörfum?
• Hefur þú áhuga á ilmkjarnaolíumeðferðum?
» Þekkirðu til náttúruvaranna frá Lush?
Ef þú hefur það sem til þarf sendu okkur þá umsókn á upplysingar@lush.
is eða skilaðu inn umsókn í verslun okkar í Kringlunni, 1. hæð.
Umsóknarfrestur er til 24.sept
Lush framleiðir og selur ferskar og náttúrulegar snyrtivörur í rúmlega
400 sérverslunum um allan heim.
Lush forðast í lengstu lög að nota gerviefni við framleiðsluna og er alfarið
á móti tilraimum á dýrum.
Lush hefur starfað á íslandi í 4 ár
Bandaríkjaforseti ávarpaði allsherjarþingið:
Óskar samstöðu gegn öfgum
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, hvatti þjóðarleiðtoga til þess að
leggja lóð sín á vogarskálarnar við að
treysta stoðir lýðræðis í Mið-Austur-
löndum þegar hann ávarpaði allsherj-
arþing Sameinuðu þjóðanna í New
York í gær. Forsetinn bað aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna um aðstoð við
að styrkja hófsöm öfl í Mið-Austur-
löndum í baráttunni við öfgamenn.
Bush ræddi ennfremur hvernig lýð-
ræðisvæðing svæðisins gæfi íbúum
þess framtíðarsýn vonar um betri
framtíð en hann tók einnig fram að
hvert einasta þjóðfélag þyrfti að feta
lýðræðisbrautina á eigin vegum í sam-
ræmi við eigin menningu og hefðir.
Forsetinn lagði einnig mikla
áherslu á þær jákvæðu afleiðingar
sem frelsisstefna núverandi stjórn-
valda í Washington hefur haft og
nefndi sem dæmi þá lýðræðisþróun
sem hefur skotið rótum í Afganistan,
Líbanon og írak.
Fyrr um daginn sendi forsetinn
hörð skilaboð til klerkastjórnarinnar
í Teheran um að tefji hún enn frekar
að láta af auðgun úrans hafi afleið-
ingar í för með sér. Hins vegar itrek-
aði forsetinn það að Bandaríkjamenn
setjist við samningaborðið þegar Ir-
anar láta af auðgun úrans. Bush fund-
aði einnig með forseta Frakklands, í
New York í gær og lögðu þeir báðir
áherslu á að Bandaríkjamenn og Evr-
ópusambandið væru samtiga í deil-
unni um kjarnorkuáætlun írana.