blaðið - 20.09.2006, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
blaöið
HVAÐ MANSTU?
1. í hvaða sjónvarpsþætti hafa Tony Blair, Mel Gibson, Richard Gere, lan McKellan, Ramones,
Aerosmith og The Red Hot Chili Peppers komið fram?
2. Hver er höfuðstaður Grænlands?
3. Hvers son er Magni „okkar“?
4. Hver er höfuðborg Liechtenstein?
5. Hver er höfuðborg Möltu?
GENGI GJALDMIÐLA
Svör:
i= 55 -5
I— E 03 >
. O CO
t- Z < IT
KAUP
Bandarikjadalur 70,01
Sterlingspund 131,66
Dönskkróna 11,871
Norskkróna 10,706
Sænsk króna 9,662
Evra 88,58
SALA
70,35 H
132,3 ÍS
11,941 SS'
10,77 gSI
9,718 S5
89,08 BB
Saddam Hussein:
Skipt um
dómara
mbl.is Abdullah al-Amiri, aðal-
dómarinn i réttarhöldunum yfir
Saddam Hussein, fyrrverandi
forseta Iraks, hefur verið settur
af. Beiðni um að skipt yrði um
dómara kom frá æðsta dómstóli
íraks og samþykkti forsætis-
ráðherrann Nouri al-Maliki
beiðnina.
Engin ástæða hefur verið
gefin fyrir því að dómarinn
var látinn hætta, en saksókn-
arar gagnrýndu dómarann
harðlega fyrir skömmu fyrir
að vera hliðhollur einræðisherr-
anum fyrrverandi. Þá sagði
hann fyrir fáeinum dögum að
Saddam Hussein hafi ekki verið
einræðisherra
Lögreglan:
Tveir teknir án
ökuréttinda
mbl.is Lögreglan tók fertugan
ökumann í gær en sá hefur
aldrei tekið bílpróf. Honum var
samstundis gert að hætta akstri.
Sama var gert við 18 ára pilt sem
varð á vegi lögreglunnar. Hann
var í sumar sviptur ökurétt-
indum til nokkurra mánaða.
Töluvert er um að óskila-
munum sé komið til lögregl-
unnar. Bara í gær fékklögreglan
fimm reiðhjól í sína vörslu en
þau höfðu fundist víðsvegar um
borgina. Fólk er eindregið hvatt
til að skrá hjá sér svokölluð rað-
númer þegar það eignast nýja
hluti. Með því móti er auðvelt að
færa sönnur fyrir eignarhaldi ef
hlutir týnast. Óskilamunadeild
lögreglunnar er í Borgartúni 7
og þar er opið virka daga.
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Ekki liggur fyrir hvort Reykjavík-
urborg bregðist við þeim vanda
sem kominn er upp vegna skorts á
frístundaaðstöðu fyrir fötluð ung-
menni. Beiðni um að borgin tæki
við verkefninu barst síðasta vor frá
ríkinu. Staðgengill sviðsstjóra vel-
ferðarsviðs hjá borginni segist vona
að lausn finnist á málinu fyrir næstu
helgi. Um tuttugu fötluð ungmenni
eru í millitíðinni á vergangi og fá
hvergi inni á daginn eftir að skóla
lýkur.
Aðstöðunni lokað
„Velferðarsvið er að skoða málið
núna. Það hafa staðið yfir fundir
með öllum þeim sem að því koma
og ég vona að það finnist lausn fyrir
vikulokin," segir Sigríður Jónsdóttir,
staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs
Reykj avíkurborgar.
Eins og fram kom í Blaðinu síðasta
laugardag fá um tuttugu fötluð ung-
menni á framhaldsskólaaldri hvergi
inni í kerfinu eftir að skólatíma
lýkur eftir að eina frístundaheimil-
inu á höfuðborgarsvæðinu var lokað
síðasta vor. Það sem af er þessu skóla-
ári hafa foreldrar því sjálfir þurft að
útvega ungmennunum pössun til
lokavinnudags.
Haft var eftir móður sautján ára
fatlaðs drengs að engin stofnun virð-
ist hafa áhuga á að taka málið að sér
og í millitíðinni þurfi tólf ára gömul
systir hans að passa hann á daginn.
Þá sagði móðir fatlaðrar stúlku
kerfið hafa brugðist foreldrum.
Vilja lenda málinu
Upphaflega var það Svæðisskrif-
stofa Reykjaness sem hélt utan um
rekstur frístundaheimilis fyrir fötluð
ungmenni og var það staðsett í Mið-
bergi í Breiðholtinu. Var verkefnið
unnið í nánu samstarfi við sveitarfé-
lögin á höfuðborgarsvæðinu og Svæð-
isskrifstofu Reykjavíkur.
Vegna aukinna umsókna og
breyttra áherslna i starfinu þótti rík-
inu rétt að málið yrði fært alfarið yfir
til sveitarfélaganna. Var beiðni þess
efnis send til velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar en þar hefur málið legið
síðan í vor. Sigríður segir allt kapp
vera lagt á að ljúka málinu sem fyrst.
„Eftir að þetta erindi kom inn á borð
til mín hefur verið sett af stað ferli til
að skoða þetta. Það þarf allt að vera í
samræmi við fjárhagsáætlun en við
ætlum okkur að lenda þessu.“
Taíland:
Herinn reynir
valdarán
Skriðdrekar f höfuðborginni Fjöldi skriödreka umkringdi heimili forsætisráð-
herrans og aðrar stjórnsýslubyggingar í Bangkok, höfuðborg Taílands, ígær.
Umferðaröngþveiti:
Sjúkrabílar
geta tefst
„Sjúkraflutningar geta trufl-
ast,” segir Ármann Gestsson,
vaktstjóri Neyðarlínunnar í
Reykjavík, um umferðarteppu
er skapaðist vegna nokkurra
klukkutíma lokunar Miklu-
brautar í gær. Engin truflun
varð þó á sjúkraflutningum
í gær og Ármann segir að
sjúkraflutningamenn leiti allra
ráða við að komast eins fljótt
og mögulegt er á slysstað. Erfitt
hefði þó verið að komast í miðju
slíks kraðaks er skapaðist í gær.
Taílenski herinn reyndi að ræna
völdum í landinu í gær og koma
Thaksin Shinawatra forsætisráð-
herra frá völdum. Skriðdrekar fóru
inn í höfuðborgina, Bangkok, og
umkringdu heimili forsætisráðherr-
ans, stjórnarbyggingar og tóku yfir
sjónvarpsstöðvar í borginni. Til-
kynning þess efnis að „ráðuneyti
um stjórnsýsluumbætur” hefði tekið
völd í höfuðborginni og nágrenni
hennar var gefin út. í henni kom
einnig fram að ráðuneytið lýsti holl-
ustu við konung landsins. AP-frétta-
stofan hefur eftir háttsettum manni
innan hersins að Sondhi Boonyara-
katlin yfirhershöfðingi stæði að baki
valdaránstilrauninni.
Thaksin forsætisráðherra var
staddur í New York í gær þar sem
hann sækir allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna. Hann lýsti umsvifa-
laust yfir neyðarástandi í landinu og
rak yfirhershöfðingjann og skipaði
annan.
Thaksin hefur verið gríðarlega
umdeildur í landi sínu og mikil mót-
mælaalda gegn honum gekk yfir fyrr
á þessu ári sem þvingaði hann til
þess að leysa upp þingið og boða til
nýrra kosninga í apríl. Stjórnarand-
staðan sniðgekk kosningarnar og frá
þeim tíma hefur stjórnarkreppa ríkt
í landinu.