blaðið - 20.09.2006, Page 18
blaöiö
==
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árog dagurehf.
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Janus Sigurjónsson
Verra en fjórtán tvö
Ein mesta niðurlæging sem Islendingar hafa mátt þola frá öðrum
þjóðum er fjórtán tvö tapið gegn Dönum fyrir tæpum fjörutíu árum.
Margt bendir til þess að niðurlæging okkar í varnarviðræðunum verði
enn meiri og verði okkur til aðhláturs um ókomna tíð.
Þegar ljóst var að Kaninn ætlaði að fara héðan var fátt gert og Davíð
Oddsson treysti lengstum á meintan vinskap sinn við George Bush. Hall-
dór Ásgrímsson sat og horfði á og hefur sagt eftir á að Davíð beri ábyrgð-
ina á því hversu mikið hann treysti á Kanann. Annar foringinn var blindur
af dýrkun á Kananum, hinum leist ekkert á en hafði ekki manndóm í sér
til að bregðast við.
Leyndin yfir gangi viðræðnanna hefur verið undarleg og kallað fram
ýmsar efasemdir. Heimamenn á Suðurnesjum hafa ekkert fengið að vita,
hvorki ráðamenn sveitarfélaga né talsmenn starfsfólksins. Allir sem hags-
muni hafa bíða þess að fá að fylgjast með, bíða frétta. Á sama tíma þegir
forsætisráðherrann núverandi og aðalutanríkisráðherra þjóðarinnar,
Geir Haarde. Kannski hefur hann ekki frá neinu að segja og kýs að þegja.
Aðstoðarutanríkisráðherrann Valgerður Sverrisdóttir segir ekkert og veit
kannski ekkert. íslenskir fjölmiðlar hafa fylgst með íslensku sendinefnd-
inni þegar hún gengur svipþung á fundi og af fundum með hernaðaryf-
irvöldum stórveldisins. Engar fréttir fást og þögnin er vandræðaleg og
er sennilega ekkert annað en þögn um vandræði, þögn um hallærislega
stöðu okkar manna í glímu við andstæðing sem virðist okkur fremri á
öllum sviðum.
Sennilegast semja okkar menn um viðskilnað Kanans þannig að hann
skilur eftir einhver tæki og tól, borgar einhverja aura sem munu hvergi
duga til að hreinsa upp alla þá mengun sem eftir verður. Það hefur komið
skýrt fram hér í Blaðinu að í áraraðir var versti úrgangurinn urðaður
af varnarliðinu og víða er jarðvegur illa mengaður þess vegna. Ekki er
minnsta von til þess að gengið verði frá för Kanans þannig að afleiðing-
arnar af hans eigin umgengni bitni á öðrum en okkur íslendingum. Allt
gegn lágu gjaldi. Reisn okkar er ekki meiri en svo.
Meintur vinskapur Bandaríkjaforseta og Davíðs Oddssonar hefur hugs-
anlega orðið okkur dýr. f stað þess að bregðast strax við þegar ljóst var að
herinn færi var látið reka á reiðanum. Staða okkar er ekki síst þess vegna
hláleg. Tómhent kemur íslenska sendinefndin af hverjum fundinum af
öðrum. Algjör þögn ríkir um hvað ber á milli, um hvað er talað, hvers
við krefjumst, hvers þeir krefjast og meira að segja er engin vitneskja um
hverjar varnir landsins eru. Ráðamenn sem sjá andskotann í hverju horni
og vilja stofna heri og leyniþjónustur sögðu ekkert, kannski vegna þess að
þeir vissu ekki að enginn horfði á ratsjár varnarliðsins, enginn fylgdist
með. Varnirnar voru farnar og niðurlæging ráðamanna opinberaðist.
Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavik
Aðalsími: 510 3700 Símbréfáfréttadeild: 510 3701 Símbréf áauglýsingadeild: 5103711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Eflum vísindasamfélagið af viti
I athyglisverðri nýrri skýrslu
OECD um háskólastigið kemur
fram að enda þótt útgjöld til
menntamála hafi aukist hér á landi
hefur sú aukning aðallega farið til
leikskóla og grunnskóla. Þau skóla-
stig eru á hendi sveitarfélaga. Fé til
framhaldsskóla og háskóla hefur
ekki vaxið að sama skapi. OECD
telur að háskólastigið skorti meira
fé og Háskóli Islands standi ekki
einkareknum háskólum jafnfætis
þar sem hann innheimtir ekki
skólagjöld.
Háskólann skortir fé og svínið,
kötturinn og hið opinbera segja
ekki ég. Lausn hægrisinnaðra
valdsmanna er afar fyrirsjáanleg —
að vísa kostnaðinum á nemendur.
Því er ranglega haldið fram að
engin mismunun felist í þessu því
að Lánasjóðurinn láni fyrir gjöld-
unum. Ekki er þó hægt að líta fram
hjá því að lán þarf að endurgreiða
með vöxtum og skuldabyrði ungs
fólks hér á landi er gríðarleg. Is-
lenskir háskólanemar eru iðulega
fjölskyldufólk sem þarf að sjá fyrir
sér og sínum og það sætir furðu að
sumir stjórnmálamenn telji það
farsælt að auka enn skuldabyrði
yngri kynslóðanna.
Hætt er við að skólagjöld myndu
stjórna námsvali nemenda og þar
með námsframboði. Samkvæmt
hinum eina en jafnframt ófull-
komna mælikvarða kapítalismans
— eftirspurn — ættu nemendur
fremur að sækjast eftir stuttu námi
sem veitir há laun en löngu og inni-
haldsríkara námi. Þá blasir við að
mikilvæg þekking og kunnátta
mun glatast og íslenskt vísinda-
samfélag fer fljótlega að dragast
aftur úr.
Eru skólagjöld leiðin til að nýta
mannauðinn?
Akademískt fræðasamfélag á
alls ekki að vera háð duttlungum
tískunnar. Á íslandi þarf að vera
Katrín Jakobsdóttir
fólk sem kann allt frá eðlisfræði
til latínu. Hvorttveggja hafa hins
vegar til skamms tíma verið fá-
mennar greinar sem myndu falla
niður ef skóli á borð við Háskóla
íslands þyrfti að lúta markaðslög-
málum í auknum mæli. Reyndar
er Háskólinn nú þegar ofurseldur
reiknilíkani menntamálaráðu-
neytisins þar sem fjárframlög til
einstakra greina ráðast af fjölda
nemenda hverju sinni. í því felst
einkennileg afstaða til menntunar.
Gæði náms hafa ekkert með það að
gera hversu mörgum nemendum
er hægt að troða inn í tiltekinn
kassa. Þvert á móti er augljóst að
viðgangur námsgreina sem fáir
stunda er mjög mikilvægur fyrir
hið akademíska samfélag.
Ef íslenskir háskólar vilja í raun
og veru komast í röð hinna bestu
þarf að nálgast málið frá allt öðru
sjónarhorni. Það þarf aukin fram-
lög hins opinbera til háskólastigs-
ins og markvissa stefnumótun í
því hvað beri að leggja sérstaka
áherslu á. Það þarf öflugri rann-
sóknasjóði þannig að fólk sjái til-
gang með því að fara í nám sem
vitað er að gefur ekki endilega
hærri tekjur — sem stendur skilar
til dæmis doktorsnám flestum að-
eins skuldum og harki. Það þarf
fólk sem er annt um menntun og
vísindi, ekki aðeins gæðastjórn-
endur sem halda að hægt sé að
reka akademíu eins og úrabúð. Og
síðast en ekki síst má ekki horfa
á menntun sem einkamál hvers
og eins. Vel menntað samfélag er
ávinningur okkar allra.
Með því að leggja á skólagjöld
yrði búinn til nýr vandi sem fæ-
list í því að mannauðurinn yrði
ekki nýttur sem skyldi, efnahagur
námsmanna gæti ráðið meiru um
hverjir færu alla leið en hæfileikar
til náms. Þess gætir nú þegar þótt
ekki sé gjaldtaka hér mikil. Það
kemur kannski ekki á óvart að
stjórnmálamenn sem hafa árum
saman stuðlað að aukinni mis-
skiptingu í samfélaginu vilji auka
hana enn frekar með því að taka
upp skólagjöld við opinbera há-
skóla. Þessum hugsunarhætti þarf
að breyta svo hægt verði að efla vís-
indasamfélagið í landinu af viti.
Höfunctyir er varaformaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
Klippt & skorið
K æri Páll. ..Eins og fram hefurkomiö í
fjölmiðlum vinn ég bara 12 dagaí mánuðiá
fullum launum eins og aðrir á RÚV. Var bara
að spekúlera hvort ekki væri í lagi þín vegna
efégynni fyrstu 12 dagana í mánuðinum og
væri svoí frii næstu 18 dagana. Núverandi fyrir-
komulag gerirþað nefnilega
að verkum að vinnan slítur
svo helvíti mikið ísundur fyrir
mérfríið...Svo væriekkiúrvegi,
kæri Páll, að bæta támstunda-
aðstöðuna á kaffistofunni þar
sem starfmenn þínir sitja löngum stundum á
meðan fréttamenn annarra sjónvarpsstöðva
styrkja grunnstoðir lýðræðisins. Kæri Páll, þú
ræðurþessu á endanum. Það vita allir. Taktu
slaginn með okkur.
SlGMAR GUÐMUNDSS0N BL0GGAR1IL OlVARPSSIlORA,
SIGMARG.BLOGSPOT.CON
Fjölmiðlungar fylgjast að vonum spenntir
með þróun mála í Skaftahlíðinni og eru
alls kyns hviksögur á kreiki um hverjir
verði látnir fjúka á NFS og hverjir ekki, hvort
tímaritadeild 365 verði allri lokað eða hvort ein-
hver fái að tóra og þar fram eftir götum. En það
kraumar víðar í fjölmiðlaheimum. Sagt er að
kólnað hafi á milli Kristins
Björnssonar og annarra
hluthafa ÍÁrvakri, útgáfufé-
lagi Morgunblaðsins (sem
á helminginn í Blaðinu),
og því séu í uppsiglingu
breytingar í hluthafahópnum. Er rætt um að
þar komi ekki margir til greina og eru Björg-
ólfsfeðgar taldir líklegastir, en aðrir nefna að
Síminn hafi ekki misst áhuga sinn á samkrulli,
sem orðið gæti að nýjum fjölmiðlarisa. Nema
sporin hræði.
Annar hver væntanlegur frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavfk fékk víst
aðkenningu að hjartaáfalli í gær þegar
frá því var skýrt í Fréttablaðinu og síðan étið
upp í Ríkisútvarpinu, að framboðsfrestur rynni
út í gær klukkan fimm. Sáu margir fram á að
glæstar vonir kynnu að brotna á formhömrum
Valhallar. Til allrar lukku var þetta þó á mis-
skilningi byggt, prófkjörið var ekki einu sinni
ákveðið fyrr en í gærkveldi. Eftir að Sólveig
Pétursdóttir ákvað að bjóða sig ekki fram
ersagtað þörfin á konu í for-
ystusveitflokksinsséennein-
dregnari en fyrr, en þær eru
ekki margarað gefa sig fram.
Spurning hvort það breytist
ekki áður en framboðsfrestur rennur út.
andres.magnusson@bladid.net