blaðið - 20.09.2006, Síða 20
28 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
blaðið
Beitum okkur fyrir
breytingum í landbúnaði
Skjóta byssurnar sjálfar
- eða er beim miðað?
Atlaga Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
að Birni Bjarnasyni, sem Guðlaugur
Þór hyggst velta úr sessi efsta manns
í öðru Reykjavíkurkjördæmanna, er
að sjálfsögðu gerð með vitund og
þegjandi samþykki formanns Sjálf-
stæðisflokksins, Geirs H. Haarde.
Hann virðist hafa komist að þeirri
niðurstöðu að komandi prófkjör sé
rétti tíminn til að bera síðustu leif-
arnar af pólitísku dánarbúi forvera
síns út úr musteri flokksins.
Ég hef enga trú á að Guðlaugur
Þór, annar af tveimur helstu trún-
aðarmönnum Geirs H. Haarde í
þingflokknum, taki ákvörðun um
að ráðast opinberlega gegn síðasta
riddaranum úr röðum heimastjórna-
flokksins - Davíðsklíkunnar - öðru
vísi en að bestu manna ráði. Það
er óhugsandi að hann ráðist gegn
dómsmálaráðherra án þess að fá
leyfi og hvatningu Geirs.
Framboð Guðlaugs Þórs gegn
Birni Bjarnasyni er því uppgjör
Geirs H. Haarde við Björn Bjarnason.
Geir er ekki langrækinn maður. En
það rynni ekki í honum blóð ef hann
gleymdi þeirri staðreynd, að klíkan
í kringum Davíð ruddi konu hans,
Ingu Jónu Þórðardóttur, úr stóli leið-
toga borgarstjórnarflokks íhaldsins
með aðferðum sem minntu á aðför-
ina að Sesari á sínum tíma. Inga Jóna
var vanmetinn stjórnmálamaður, og
ég taldi þá að hún hefði jafnar líkur
á að sigra Reykjavíkurlistann.
Davíð Oddsson stýrði þeirri aðför
en Björn Bjarnason var þá í sama
hlutverki og Guðlaugur Þór er núna.
Eins og Karl Marx sagði: „Sagan
endurtekur sig - en jafnan sem
farsi.“ Nú á að gjalda Birni eldauðan
belg fyrir gráan. Oddvitasætið, sem
hann rændi Ingu Jónu, ætlar Geir nú
að láta Björn greiða með forystusæti
hans sjálfs og síðan ráðherrasæti.
Auga fyrir auga. Tönn fyrir tönn.
Móselögmál gamlatestamentisins
lifa góðu lífi í hinni nýju forystu í
Sjálfstæðisflokknum. Lái Geir hver
sem vill. Ég skil hann.
Þannig virðist prófkjörið í Reykja-
vík vera að snúast upp í persónuleg
átök tveggja öflugustu manna Sjálf-
stæðisflokksins í dag, Geirs H. Ha-
arde sem er valdamestur og Björns
Bjarnasonar sem er öflugasti hug-
myndafræðingur flokksins. Þetta
eru eins persónuleg átök og hægt
er að hugsa sér. Þau snúast að engu
leyti um annað en að jafna sakir.
Guðlaugur Þór reiknar dæmið ör-
ugglega þannig, að jafnvel þó hann
tapi hafi hann í öllu falli skjól af Geir
gegn refsivendi Björns Bjarnasonar.
En er það víst? Er víst að Guðlaugur
Þór sleppi við að vera laminn ára-
tugum saman með hrísi gamla Há-
landahöfðingjans jafnvel þótt hann
sigri núna? Pyrrhos vann líka.
Engeyjarættin er lífseig, og helsti
bandamaður Björns á þingi er ná-
Atlaga
Guðlaugs kann
aö hitta hann
sjálfan fyrir
Össur
Skarphóðinsson
frændi hans og síðasti ættarlaukur-
inn, Bjarni Benediktsson. Hann er af
sömu kynslóð stjórnmálamanna og
Guðlaugur Þór. Ég þarf ekki draum-
speki Guðna Ágústssonar til að spá
þvi að Bjarni berjist um forystuna
þegar Geir og hans kynslóð lætur af
forystu í Sjálfstæðisflokknum. Það
þarf ekki heldur þingmann með
slaka meðalgreind eins og mig til að
telja líklegt að hann sigri hvern sem
er af kynslóð þeirra Guðlaugs Þórs.
Engeyjarættin er ekki bara lífseig
heldur langminnug. Hálandahöfð-
inginn í Háuhlíðinni verður alltaf
helsti ráðgjafi hennar meðan blóð
sytrar um æðar. Þá dugar greind
Guðlaugs Þórs til að geta sér til um
þau ráð sem ættarhöfðinginn gefur
ættarlauknum ef hann kemst í þá
stöðu að mynda ríkisstjórnir. Þau
ráð munu spretta af sömu hvötum
og ráðin sem Geir gaf Guðlaugi
núna.
Fallbyssan sem nú er miðað
úr Stjórnarráðinu gæti því endað
sem brotajárn á öskuhaugi
stjórnmálasögunnar.
Um stjórnmál gildir nefnilega hið
samaogískákinni.Svarturáalltafleik.
Höfundur er þingflokksformaður
Samfylkingarinnar.
Fáar atvinnugreinar á íslandi
njóta jafnmikilla ívilnana og
styrkja af hálfu ríkisins og land-
búnaður. Sagan segir okkur að
þar sem ríkið skiptir sér af rekstri
atvinnuvega í opnum hagkerfum,
hægir á vexti þeirra atvinnu-
vega eða þeir deyja út. Þetta á að
sjálfsögðu við um landbúnað á
íslandi.
Styrkjakerfi leiðir til hærra
vöruverðs.
Það kerfi sem ríkisvaldið hefur
skapað hér á landi um landbúnað
hefur miklu frekar leitt til stöðn-
unar en framfara, Þeir styrkir sem
ríkið veitir bæridum á ári hverju
ásamt verndartollum sem lagðir
eru á innfluttar vörur valda því að
neytendur fá rangar upplýsingar
um hvaða vörur er hagstæðast
að kaupa. Þessi ríkisafskipti eiga
stóran þátt í háu matvælaverði
hér á landi og landbúnaðarkerfið í
heild sinni er aðeins tímaskekkja.
Skera þarf kerfið upp
Við sem bjóðum okkur fram til
setu í stjórn Heimdallar teljum
löngu tímabært að ríkisstjórnin
skeri þetta úrelta kerfi upp. Við
viljum að ungir sjálfstæðismenn
beiti sér af krafti í þessu mikilvæga
máli sem varðar alla landsmenn.
Leysa þarf íslenskan landbúnað
úr ánauð hafta og forræðishyggju
svo hann verði samkeppnisfær við
erlendar landbúnaðarvörur sem
fluttar eru til landsins. Slíkt mun
skila sér til almennings í formi
lægra vöruverðs og stórbæta nýt-
ingu á eignum bænda. Við teljum
jafnframt mikilvægt að stigið
verði varlega til jarðar og að leitað
verði leiða til að tryggja bændum
Styrkjakerfið
hækkar
vöruverð'
Erla Margrét
Gunnarsdóttir
Leysa þarf
landbúnaðinn
úr ánauð hafta
og forsjár
Jón Felix
Sigurðsson
greiða leið úr þeim fjötrum sem
kerfið hefur skapað þeim. Gera
verður þeim kleift að hætta með
reisn ef þeir kjósa svo.
Þitt atkvæði skiptir máli
Það er ljóst að umræða þess
vetrar sem senn gengur í garð mun
einkennast af komandi þingkosn-
ingum. Við sem bjóðum okkur
fram til stjórnarsetu í Heimdalli
teljum mikilvægt að rödd ungra
sjálfstæðismanna ómi sem hæst,
eins og sjá má inni á heimasíðu
okkar www.blatt.is. Þetta á ekki
síst við í tengslum við landbúnað-
armál. Við óskum því eftir þínum
stuðningi núna á fimmtudaginn,
þar sem formaður og ný stjórn
verður kjörin á aðalfundi félags-
ins. Sá breiði hópur sem nú býður
fram undir stjórn Erlu Óskar Ás-
geirsdóttur vonar að með þínum
stuðningi fái rödd ungra sjálfstæð-
ismanna að hljóma í vetur.
Höfundar bjóða sigfram
til stjórnar Heimdallar á
fimmtudag.
Dr. Friðrik Einarsson
við skrifborðið í Hafnarbúðum.
Það má ekki dragast deginum lengur!
Nýlega las undirritaður bókina
Læknir í þrem löndum, sem í sjálfu
sér er ekki frásöguvert, eftir Gylfa
Gröndal, útg. Setberg, Rvk. 1979, en
þar segir frá ævi dr. Friðriks Einars-
sonar, sem var yfirlæknir á skurð-
deild Borgarspítalans í Reykjavík.
Dr. Friðrik var nafnkunnur læknir á
sinni tíð, duglegur og ósérhlífinn. Til
marks um það má nefna, að eitt sinn
skar hann upp stanslaust í 72 klukku-
stundir án þess að sofa nokkuð, sett-
ist aðeins niður á milli aðgerða og
fékk sér kaffisopa.
Nú er frá því að segja, að dr. Frið-
rik hætti sem skurðlæknir á Borgar-
spítalanum 67 ára að aldri árið 1976,
vegna þess að hann vildi ekki staðna í
starfi. Var það sameiginleg ákvörðun
hans og eiginkonu hans, Ingeborgar,
sem var dönsk að ætt. Þá brá svo við,
eins og hann orðar það í minningum
sínum, að hann var beðinn um að
Aðbúnaö
aldraðra
verður að
bæta
Hallgrímur
Sveinsson
hafa yfirumsjón með nýrri sjúkra-
og endurhæfingardeild fyrir aldraða
sem stofnsetja átti í Hafnarbúðum
við Reykjavíkurhöfn. Vegna áhuga
á málefnum aldraðra tók dr. Friðrik
þetta að sér.
Dr. Friðrik rekur í frásögn sinni
hvernig við íslendingar höfðum búið
að öldruðum fram að því að hann
lét þau mál til sín taka. Margt hafði
áunnist og verður það ekki rakið hér.
En hvað var það sem betur mátti fara
í þeim efnum að dómi hins viður-
kennda læknis árið 1979? Litum á eitt
dæmi, orðrétt, úr bók þeirra Gylfa
Gröndal:
„Eitt er það sem verður að koma
í veg fyrir - strax. Það er að hrúga
mörgu gömlu fólki í eitt og sama
herbergi. Sérhver einstaklingur á
heimtingu á því í ellinni að hafa
eigið herbergi, þar sem hann getur
haft hjá sér þá hluti, sem honum eru
hjartfólgnir; húsgögn, sem hafa fylgt
honum alla ævi, myndir af börnum
og barnabörnum og fleira, sem er
tengt persónulegum minningum.
Það er beinlínis ómannúðlegt að
leyfa ekki öldruðum manni að vera í
einveru með sál sinni og guði sínum,
þegar hann vill það, án þess að eiga
á hættu að verða fyrir ónæði annars
fólks, sem hann er neyddur til að
vera samvistum við; fólks, sem hann
þekkir ekki og á kannski ekkert sam-
eiginlegt með. Á öllum heimilum
er nú reynt að láta hvert barn hafa
sérherbergi, jafnvel frá fæðingu. En
gamla fólkið má hírast hvað innan
um annað! Ekki gæti ég hugsað mér
að deila herbergi með öðrum, ef ég
þyrfti að vera á elliheimili. Ég vildi
heldur láta stytta mér aldur!“
Annað orðrétt dæmi úr hinni
ágætu bók þeirra félaga:
„Þjóðfélagið verður að taka málefni
aldraðra föstum tökum. Og það má
ekki dragast deginum lengur“.
Svo mörg voru þau orð 1979 og
miklu fleiri. Ótal margt hefur áunn-
ist í málefnum aldraðra síðan þá. Því
verður alls ekki neitað. En skyldu
margir aldraðir ennþá kúldrast í
fjölbýli á móti vilja sínum? Fróðlegt
væri að heyra um það, í framhaldi af
mikilli umfjöllun um það mál í vetur
leið.
Höfundur erforleggjari
á Brekku í Dýrafirði.