blaðið - 26.09.2006, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006
blaöíö
INNLENT
STJÓRNMÁL
Birna vill á þing
Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar á
Isafirði, gefur kost á sér í eitt af efstu sætum
á framboðslista sjálfstæðismanna í Norðvest-
urkjördæmi fyrir næstu kosningar. Eftir á að
ákveða hvernig raðað verður á lista.
SAMGÖNGUR
Stærri Suðurlandsveg
Fjögur sveitarfélög, tvö fyrirtæki og Samtök
sunnlenskra sveitarfélaga stofnuðu Suður-
landsveg í gær og lögðu fram tíu milljónir
í hlutafé. Markmiðið er að flýta lagningu
fjögurra akreina Suðurlandsvegar.
LÖGREGLAN
Beraði afturendann
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af þrítugum
manni sem beraði á sér afturendann við fjölfarna
umferðargötu í Reykjavík. Stutt er síðan lögreglan
hafði afskipti af manni sem gekk um nakinn og
hafði enga hugmynd um, hvernig á því stæði.
íslendingar:
Vinna mikið
og skila iitlu
Þrátt fyrir að Islendingar
vinni lengur en margar aðrar
þjóðir er verðmætasköpun á
hverja unna vinnustund tiltölu-
lega lítil hér í samanburði við
önnur lönd samkvæmt frétt
Greiningar Glitnis banka.
Á öðrum ársfjórðungi jókst
framleiðni vinnuafls hér á landi
um o,3% samanborið við 6,i% í
fyrra. Á sama tíma og fram-
leiðni vinnuafls dregst saman
hafa Iaun hækkað, meðal ann-
ars vegna mikillar eftirspurnar
á vinnumarkaði. Þetta samspil
ýtir undir verðbólgu og dregur
úr því að launahækkanir skili
sér í vaxandi kaupmætti.
Falleg - sterk - náttúruleg
Suöurlandsbraut 10 ^ Sr
Slmi 533 5800 V'STROND
www.simnet.is/strond f^5» eht.
Lögreglan að störfum
Ófaglærdir lögreglumenn
þurfa alltaf ad vera i fylgd
með menntuðum
Myntl/Eggert
Lögreglan í Reykjavík:
Margar ómenntaðar löggur
■ Fjölgun stöðugilda hefur skapað vanda ■ Ekki fjárveitingar til að útskrifa fleiri
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@bladid.net
Aldrei hafa hlutfallslega jafn margir
ómenntaðir lögreglumenn verið
við störf í Reykjavík og núna. Yfir-
lögregluþjónn segir þetta fyrst og
fremst stafa af því hve mikið stöðu-
gildum hefur verið fjölgað hjá lög-
reglunni og að Lögregluskóli ríkis-
ins nái ekki að útskrifa í samræmi
við það. Skólastjóri Lögregluskólans
segir aðþarábæhafi menn ekki haft
upplýsingar um þann fjölda sem ráð-
inn hefur verið upp á síðkastið.
Hefur ekki verið svona í mörg ár
„Við erum með um 20 ófaglærða
menn hjá lögreglunni í Reykjavík
eins og staðan er í dag,“ segir Geir
jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá
lögreglunni í Reykjavík. Þetta segir
hann vera nýmæli. „Við höfum ekki
verið með ófaglærða menn í lög-
gæslu síðustu árin en þetta helgast
af því að mikil fjölgun hefur verið í
stöðugildum hjá embættinu en skól-
inn hefur ekki náð að uppfylla þær
þarfir."
Geir Jón vill ekki segja að þetta
komi niður á störfum lögreglunnar.
„Sá ófaglærði starfar með reynslu-
meiri manni og er honum til
hjálpar en er aldrei einn
við störf. Þetta ástand
er nú víðast hvar hjá
embættum landsins/
Geir Jón segir að Lög-
regluskóli ríkisins út-
skrifi lögreglumenn
í desember, en að sá
fjöldi muni ekki nægja
til að bregðast við vandanum.
„Það þyrfti að fjölga nemendum
við Lögregluskólann. Það vantar
ekki að menn séu að sækja um en
þetta ræðst af fjárheimildum.“ Geir
Jón segir að næg atvinna í þjóðfélag-
inu spili líka inn í þetta. „Við erum
að missa menn frá okkur. { svona
árferði vilja menn prófa ýmislegt
annað."
Að mati Geirs Jóns er helsta
ástæðan fyrir þessu ástandi sem nú
ríkir þó fjölgun á stöðugildum.
Þrjátíu hæfum umsækj-
endum vísað frá
Arnar Guðmundsson, skóla-
stjóri Lögregluskóla
ríkisins, segir að það
sé ríkislögreglustjóra
að ákveða fjölda nem-
enda. „Að jafnaðitökum
við 36 nemendur inn í
skólann í hvert skipti.
Það er verið að vinna
úr umsóknum fyrir
næsta ár og þá gerum við einnig
ráð fyrir að taka inn 36“ Arnar
segir að væru heimildir fyrir hendi
væri unnt að taka við fleirum. „Það
sóttu um annað hundrað um síðast
og 65 töldust hæfir til þess að mæta
fyrir valnefnd sem velur nemendur
inn.“ Því má segja að tæplega helm-
ingur þeirra sem standast inntöku-
ferlið komist inn í skólann.
Menn vilja i
skólann en
komast ekki inn
t Geir Jón Þórisson
yfirlögregluþjónn hjá í lögreglunni i Reykjavik
„Fjárheimildir til inntöku nýnema
hafa ekkert verið auknar," segir
Arnar. Hann segir að þegar ákveðið
sé hve margir fái inngöngu sé byggt
á þeim upplýsingum sem fyrir
liggja þegar ákvörðunin um fjölda
nýnema er tekin. „Við auglýsum á
vorin fyrir komandi ár. Það var að
vísu vitað að þetta myndi ekki alveg
duga í þetta skiptið, en við höfðum
ekki upplýsingar um allan þann
fjölda sem lögreglan i Reykjavík
hefur verið að ráða á síðustu vikum,“
segir Arnar Guðmundsson. „Þetta
er fyrst og fremst ákvörðun æðstu
yfirvalda um hversu mörgum er
hleypt inn, með tilliti til þess hvað
það kostar.
Sló mann á skemmtistað:
Tvö ár fyrir að bana manni
Loftur Jens Magnússon var
dæmdur í tveggja ára óskilorðs-
bundið fangelsi i Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær fyrir að slá mann
á sextugsaldri með þeim afleið-
ingum að sá lést. Atvikið átti sér
stað á skemmtistaðnum Ásláki í
Mosfellsbæ í desember árið 2004.
Loftur hafði verið að skemmta sér
á Ásláki ásamt vinum en allir voru
þeir í grimubúningum og var Loftur
í jólasveinabúningi. I dómsorði segir
að Loftur hafi verið nokkuð æstur
fyrr um kvöldið og lenti meðal
annars í átökum við kunningja
sinn sem var klæddur sem gulur
kjúklingur. Eftir stympingarnar fór
hann á barinn og ræddi þar málin
við mann í kanínubúningi og var
heitt í hamsi samkvæmt dómsorði.
Síðar lét hann öllum illum látum og
sparkaði í stól við barinn.
Síðar um nóttina ætlar hann út af
staðnum en þá var Ragnar Björnsson
ásamt konu sinni í innganginum en
þar hafði glas brotnað. Eiginkona
nzo
lb m
Héraðsdómur Reykjavíkur Loftur
Jens Magnússon hlaut tveggja ára
fangelsisdóm fyrir að verða manni
að bana.
Ragnars var að sópa upp glerbrotin
og varnaði Ragnar Lofti útgöngu
vegna þessa. Þá sló Loftur manninn
í hálsinn með þeim afleiðingum að
hann féll aftur fyrir sig og skall á höf-
uðið í gólfið. Lögreglan var kvödd á
staðinn og Loftur var handtekinn.
Ragnar var fluttur á sjúkrahús þar
sem hann lést samdægurs.
1 dómnum kemur fram að Loftur
eigi sér engar málsbætur og því er
hann dæmdur í tveggja ára óskil-
orðsbundið fangelsi en níu daga
gæsluvarðhald dregst þar frá.
Á síðasta ári var kveðinn upp
dómur yfir Scott Ramsay. Hann var
dæmdur í átján mánaða fangelsi
fyrir að slá mann í Keflavík með
þeim afleiðingum að hann lést.
Dómur hans var skilorðsbundinn
til fimmtán mánaða og því hlaut
hann þriggja mánaða fangelsisvist.
Athygli vekur að þegar dómur er
kveðinn upp þá er tekið tillit til þess
sem í dómsorði segir, „hve óvægna
umfjöllun ákærði hefur sannan-
lega hlotið fyrir atlöguna hjá ein-
stökum fjölmiðlum, þrátt fyrir að
sök hans teljist ósönnuð til þessa
dags,“ en dóminn kvað upp Jónas
Jóhannsson.
Ekki er vitað hvort Loftur hyggist
áfrýja dómnum.