blaðið


blaðið - 26.09.2006, Qupperneq 6

blaðið - 26.09.2006, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 blaAiö INNLENT ÁREKSTUR Valtari keyrði á bíl Valtari keyrði á bíl á laugardaginn þegar gatnaframkvæmdir stóðu yfir í Reykjavík. Dekk á bílnum sprakk og bretti brotnaði. í Ijós kom að ökumaður valtarans hafði ekki tilskilin leyfi til þess að aka honum. ÞJÓFNAÐUR Óheppinn bifreiðareigandi Einstaklega óheppinn bifreiðareigandi kom að bílnum sínum á laugardaginn fyrir utan verslunarmiðstöð en þá var búið að brjóta rúðu í honum og stela síma mannsins. Einnig hafði einhver keyrt á bílinn hans. FÍKNIEFNI Dóp í leggöngum Kona á fertugsaldri var handtekin er hún kom í heimsókn á Litla- Hraun síðastliðinn laugardag. Ástæðan var grunur um að hún ætlaði að smygla fíkniefnum inn í fangelsið. Konan var að auki grunuð um að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Fíkniefnin fund- ust í leggöngum konunnar en þau voru örvandi töflur og amfetamín. Fræðimenn við Háskóla íslands verða fyrir utanaðkomandi þrýstingi: Stjórnmálamenn eru haldnir ofsóknaræði * Fræðimenn setja sig í hættu með umfjöllun sinni ■ Stjórnmálamenn þurfa að fara varlega með völd sín ■ Rannsóknir mestmegnis með eðlilegum hætti Landsbankinn: Kaupir banka á Guernsey Opinberir eftirlitsaðilar á íslandi og Bretlandi samþykktu í gær kaup Landsbankans á breska bankanum Cheshire Guernsey Ltd. en gengið var frá samningum vegna kaupanna í síðastliðnum ágústmánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Kaupin voru fjármögnuð með eigin fé Landsbankans en kaup- verð fæst ekki uppgefið. Búðahnupl: Stolið fyrir þrjá milljarða Verslunareigendur á íslandi þurfa að hækka vöruverð í versl- unum sínum til að mæta kostn- aði sem hlýst af þjófnuðum í verslunum. Að mati Samtaka verslunar og þjónustu tapa versl- anir þremur milljörðum á ári vegna þjófnaðar starfsmanna og viðskiptavina. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu samtakanna. Þar kemur einnig fram að þjófnaðir í verslunum hafi færst í vöxt á síðustu árum og að þeir séu orðnir skipulagðari. Þjófnaður barna og unglinga er sérstakt vandamál að mati samtakanna en að jafnaði eru um 4% barna á aldrinum 15 til 19 ára kærð til lögreglu fyrir þjófnað. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@þladid.net „Þegar einhver valdamikill aðili fer að kvarta undan þér þá verða flestir skelkaðir. Stjórnmálamenn þurfa að fara varlega með völd sín,” segir Gunnar Helgi Kristins- son, prófessor við Háskóla Islands, aðspurður um afskipti stjórnmála- manna af fræðistörfum fræði- manna við Háskóla íslands. í við- tali við Blaðið um helgina greindi Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla íslands, frá óbeinum hót- unum stjórnmálamanna í formi tölvupósta, einkabréfa, símtala og tiltals í kokteilboðum. „Ég fór eitt sinn í Kastljóssþátt þar sem Evrópumál bar á góma. Eftir þáttinn fékk ég einkabréf frá hátt- settum ráðamanni í þjóðfélaginu. Þetta bréf var með ólíkindum,” segir Baldur. „Þar var spurt hvernig ég vogaði mér að fjalla um ísland og Evrópusambandið, ég væri kominn út í helmyrkur öfga og innihalds- lausra upphrópana og væri fullur af ofstæki.” Viðkvæmir stjórnmálamenn Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla íslands, vakti athygli á því fyrir nokkru að áhrifamenn úr Sjálfstæðisflokknum hafi reynt að hafa áhrif á fræðistörf sín og segir töluverða umræðu innan stofnunar- innar um þessi mál. „Stjórnmálamenn eiga ekki að vera viðkvæmir fyrir umfjöllun. Ef um- fjöllun fræðimannsins hefur augljós svör þá eiga stjórnmálamenn ekki að vera í vandræðum með að koma með málefnaleg rök,” segir Stefán. „Fræðimenn verða að geta tjáð sig með frjálsum hætti. Þeir setja sjálfa sig í faglega hættu með því að vera með röklausan málflutning.” Óveruleg áhrif Gunnar Helgi telur utanaðkom- andi afskipti ekki hafa mikil áhrif á fræðistörf innan stofnunarinnar en vissulega þurfi stjórnmálamenn að gæta sín. „Rannsóknarmönnum er misvel tekið og stjórnmálamenn eru sumir haldnir ofsóknaræði varðandi ákveðin málefni. Ég held að fáir upp- lifi þessi afskipti sem hótanir,” segir Gunnar Helgi. „Mestan partinn tel ég rannsóknir hér á landi frjálsar og fræðimenn eru að rannsaka það sem þeim þykir mikilvægt og með þeim hætti sem þeim þykir eðlilegt.” Aðspurður tekur Stefán undir og segir flesta ekki láta utanaðkom- andi afskipti hafa áhrif á störf sin. Hugsanlegt sé þó að fræðimenn hafi hagsmuna að gæta í einhverjum til- fellum og slíkt geti leitt til þess að þ'eir forðist ákveðin viðfangsefni. „Oft er reynt að hafa áhrif á fræði- menn með ýmsum hætti og slíkt er líka gert við fjölmiðlamenn. Sem betur fer láta ekki margir kúga sig,” segir Stefán. „Einhverjir hafa hins vegar hagsmuna að gæta og hægt að sjá merki þess að fræðimenn forðist ákveðin viðfangsefni.”

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.