blaðið - 26.09.2006, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006
blaöiA
blaöið
Útgáfufélag: Árog dagurehf.
Stjórnarformaður: SigurðurG.Guðjónsson
Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson
Ráðherrann ritskoðar
Forsætisráðherra þjóðarinnar, Geir H. Haarde, hefur tekið upp nýja og
áður óþekkta siði í samskiptum við fjölmiðla. Þjóðsögur segja reyndar að
ámóta viðhorf hafi verið meðal ráðamanna um og eftir miðja síðustu öld.
Forsætisráðherrann núverandi veitir helst ekki viðtöl nema vita nákvæm-
lega um hvað verður spurt og hvernig. Hann gengst jafnvel undir að hafa við-
tal við fjölmiðlamenn með þeim skilyrðum að einungis verði spurt um það
sem hann hefur samþykkt og ekki um annað. Undir þetta gangast íslenskir
fjölmiðlamenn, hver af öðrum. Því miður.
Reyndar hafa samskipti fjölmiðla og stjórnmálamanna tekið miklum
breytingum á löngum tíma ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks. Áður var aðgengi að æðstu embættismönnum allt annað og betra.
Þegar Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra var Steingrímur
skráður í símaskrá, rétt einsog flestir þeir sem höfðu síma. Ef ég man rétt
var heimasími Steingríms á þeim tíma 41809. Ráðamenn síðustu ára hafa al-
mennt fært sig fjær fjölmiðlum, þó hafa margir þeirra gefið kost á viðtölum,
ýmist á vettvangi, á blaðamannafundum og einkum að loknum ríkisstjórn-
arfundum, þó þeir séu ekki viljugir til að virða óskir fjölmiðlamanna og
svari helst ekki skilaboðum.
Geir H. Haarde hefur tekið upp nýja siði. Almennir fjölmiðlar ná und-
antekningarlítið ekki sambandi við ráðherrann. Síðast þegar Blaðið freist-
aði þess að ná tali af forsætisráðherra var blaðamaður í stjórnarráðinu að
loknum ríkisstjórnarfundi og óskaði eftir samtali við ráðherrann. Úr varð
að aðstoðarkona ráðherrans spurði við hverju blaðamaður vildi fá svör, sneri
inn til fundar og kom út aftur með afsvör. Spurningarnar voru þess efnis að
forsætisráðherra vildi ekki svara. Hann beitti ritskoðun, hann hafnaði að
eiga samskipti við fjölmiðil sem fjallaði um mál sem var ráðherranum ekki
þóknanlegt þá stundina. í þessu tilfelli þyrsti blaðamanninn í að fá svör
við því hvort forsætisráðherra gæti svarað hverjar varnir fslands væru nú
eftir þær breytingar sem orðið hafa á háttum Bandaríkjahers á Miðnesheiði.
Flóknara var það ekki.
Á sama tíma og ráðherra leyfir sér að reyna að stjórna því hvað sé í fréttum
og hvað ekki segir Baldur Þórhallsson prófessor frá því að hann hafi sætt
hótunum vegna starfa sinna, eða öllu heldur vegna þess að einstaka stjórn-
málamönnum hefur ekki líkað niðurstöður úr rannsóknum fræðimannsins
og þess vegna hafi hann verið varaður við. Ekki eru það bara munnmæli,
því Baldur á bréf frá háttsettum embættismanni sem spurði hvernig Baldur
vogaði sér að fjalla um fsland og Evrópusambandið og að hann væri kom-
inn út í helmyrkur öfga. f helgarviðtali við Blaðið sagði Baldur: „Ég held
líka að margir stjórnmálamenn á íslandi séu haldnir þeim misskilningi að
bæði fræðimenn og blaðamenn hafi pólitískan tilgang með öllu sem þeir
gera. Það er eðlilegt að stjórnmálamenn hafi pólitísk markmið en það er
misskilingur að halda að aðrir hafi það.” Þetta eru góð orð og lýsa svo vel því
andrúmi sem nú er ráðandi.
Sigurjón M. Egilsson.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
alla miðvikudaga
Auglýsingasíminn er
510 3744
mAiim
Hl/AR ER BJÖSSI I *
•^ÍTvíWÍÍ) iSLEMSKU LEYKÍtecWL/$TUNA\
Af eilífum orðaflótta
Á fyrri hluta síðustu aldar sinntu
fátækrafulltrúar ómögum. Það má
segja að bæði þessi orð séu nánast
útdauð í málinu. Orðið fátækra-
fulltrúi þótti fljótt heldur neikvætt
og óæskilegt orð sem væri niðr-
andi í garð þeirra sem þyrftu að
leita til hans. Orðið ómagi fékk
smám saman einnig á sig of nei-
kvæðan stimpil og á einhverjum
tímapunkti breyttust ómagar í
skjólstæðinga. Seinna breyttist fá-
tækrahjálpin í félagsmálastofnun,
en það orð varð líka fljótlega of nei-
kvætt og þótti hafa alltof mikinn
stofnanabrag. Þá varð hið vinalega
heiti fjölskylduþjónustan fyrir val-
inu, en þegar það þótti ekki lengur
gott var því breytt í velferðarsvið.
Eg leyfi mér að spá því að eftir fá-
ein ár héðan í frá verði meira að
segja hið ágæta orð velferð komið
með neikvæðan stimpil og þá verði
leitað að einhverju „jákvæðara“ og
svo koll af kolli.
Sömu þróun má sjá varðandi orð
yfir vangefna. Einu sinni voru þeir
kallaðir fávitar sem í sjálfu sér er
gott og gagnsætt orð og skýr and-
stæða við orðið ofviti. Þegar það
fór að þykja neikvætt, var notað
orðið vangefinn, sem er afar fal-
legt orð að mínu mati. Það fór þó
að þykja heldur niðrandi og þá var
talað um þroskahefta, sem síðan
hefur verið breytt í fólk með þroska-
hömlun eða þroskafrávik. Brátt
mun það eflaust þykja ógurlega nei-
kvætt og annarra orða eða nýyrða
verður leitað. Sama virðist uppi á
teningnum með aðflutta útlend-
inga, nú þykja víst bæði orðin inn-
flytjandi og nýbúi alveg ómöguleg
og nýrra orða er leitað. Og heimil-
islausir mega víst ekki lengur heita
það, heldur á að nota orðið húsnæð-
islaus. Fyrir mér er það hreint ekki
það sama að vera heimilislaus og
húsnæðislaus, því maður getur
verið húsnæðislaus án þess að vera
heimilislaus! Maður verður alveg
Margrét Sverrisdóttir
orðlaus - sem er ekki það sama og
að vera mállaus.
Þannig virðist vera í gangi í sam-
félaginu eilífur orðaflótti.
Ekki er langt síðan að á Alþingi
kom fram tillaga sem einmitt snýr
að þessu sama. Það er tillaga þess
efnis að þeir sem þiggi bætur, hvort
sem það eru lífeyrisbætur eða ör-
orkubætur, skuli kallast launþegar
en ekki bótaþegar eins og tíðkast
hefur lengi. Rökin voru á þá leið,
að bæturnar væru raunverulega
laun þessara hópa og því væri rétt
að kalla viðtakendur þeirra laun-
þega. Þetta finnst mér alveg frá-
leitt vegna þess að yrði slík breyt-
ing gerð, myndi það kalla á nánari
skýringu í hverri setningu, þegar
væri verið að ræða um þessa hópa.
Það yrði að segja eitthvað á þá leið
að verið væri að ræða um launþega
sem þægju laun frá bótakerfi ríkis-
ins eða styrkjakerfi hins opinbera,
en ekki um „venjulega“ launþega.
Orðið bótaþegi er ljómandi gott og
fallegt orð sem einmitt aðgreinir
þennan hóp frá þeim sem eru venju-
legir launþegar. Það er varla hægt
að gera það á einfaldari máta en
gert er með þessu eina forskeyti:
bóta-. Er neikvætt að vera öryrki
eða aldraður og fá slíkar bætur?
Það á alls ekki að vera það, þetta
eru sannarlega laun sem þessir
hópar eiga fullan rétt á að fá og þeir
fá þessi laun í bætur vegna þess að
þeir standa ekki jafnfætis öðrum á
vinnumarkaði.
Þá var mér allri lokið nýverið
þegar ég heyrði í umræðu um ófag-
lært starfsfólk að það væri ómögu-
legt og neikvætt að tala um ófag-
lærða og að réttara væri að kalla
það sérhæft starfsfólk! Mér finnst
hugtakið ófaglærður afar gagnsætt
og skýrt í málinu, en með þessu
framhaldi endar líklega með því
að ófaglærðir verða sérfróðir! Þá
er óhætt að segja að hinir síðustu
verði fyrstir og allir megi vel við
una.
Höfundur er varaborgarfulltrúi og
áhugamaður um íslenskt mál.
Klippt & skorió
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, sendi
Morgunblaðinu athugasemd til birt-
ingar í laugardagsblaðinu |
ogkvartarþarundanþeim
glósumsemhonumfinnst j
hann hafa mátt þola
dálkum skyldum þessum
í Mogga. Sér í lagi ábend-
ingumumglötuðtækifæri I
til sameiningarvið Sjálfstæðisflokkinn. „Til að
taka af allan vafa er rétt og skylt að taka fram
að Frjálslyndi flokkurinn hefur mér vitanlega
aldrei verið í umræðum um sameiningu við
aðra flokka," segir Addi. En síðan þarf ekki að
lesa nema tíu línum lengra til þess að formað-
urinn upplýsi hvernig Nýtt afl, með sín 1.791 at-
kvæði, sé fyrir tilmæli forystumanna sinna að
renna saman við Frjálslynda flokkinn. Nýtt afl
gæti þannig hæglega aukið fylgi frjálslyndra
um liðlega tiund, ekki síst á höfuðborgar-
svæðinu. En það er náttúrlega ekki sameining,
heldur eitthvað allt annað.
Fréttablaðið setti nýtt met í fyrirsagna-
smíð á laugardag, en á forsíðu blaðsins
trónaði aðeins eitt orð: „Kakkalakkafar-
aldurshætta". Er ekki að efa að lesendur Frétta-
blaðsins hafi þegar gripið til ráðstafana til þess
að verja heimili sín fyrir þessari aðsteðjandi vá,
sem dunið getur yfir landsmenn þegar minnst
varir. En það er ekki sami sláttur í öllum fyr-
irsögnum. Daginn áður átti Morgunblaðið
þannig einhverja minnst spennandi fyrirsögn
mánaðarins og það á siðu 2: „Ræddu ástand
og horfur i Afganistan". Klippari las raunar
ekki lengra, þannig að hann veit ekki hvort þar
undir leyndist frétt. Kannski eru fréttirnar oft
litlar og leiðinlegar, en þurfa fjölmiðlar virki-
lega að keppast við að segja frá því að mögu-
legur stuðningurvið hugsanlegtframboð aldr-
aðra aukist í réttu hlutfalli við aldur?
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
hefur verið framarlega í umræðunni
undanfarna mánuði, fyrst og fremst
vegna tillagna og aðgerða í
löggæslumálum, en einnig
hefur hann lagt orð í belg
umvarnarmál. Um helgina
sáu menn þó allt aðra hlið
á Birni sakir starfa hans
Þingvallanefnd. Nefndin
hefur undir formennsku Björns kynnt tillögu
að nýrri brú yfir Öxará, sem tæpast er vanþörf
á, en ekki vakti síður athygli fordæming Björns
á groddalegum veiðiaðferðum á stórurriðanum
íÞingvallavatni.
andres.magnusson@bladid.net