blaðið - 26.09.2006, Side 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006
blaðið
ferðir
ferdir@bladid.net
Góö regla
Þegnr verið er að pakka fyrir ferðina miklu er góð regla að taka aðeins
með sér þær flikur sem maður mun vera í þrisvar sinnum eða oftar.
Þanr.ig tekur maður ekki of rnikiö með sér.
Netið er öflugt
hjálpartæki
Netið er orðið öflugt hjálp-
artæki neytenda til að leita
að ferðalögum sem hentar
hverjum og einum. Sífellt færri
kaupa pakka sem innihalda
flug og gistingu þar sem oft er
ódýrara að leita sjálfur að hóteli.
Auk þess er þá auðveldara að
finna hótel á þeim stað sem
hentar best. Það er lítið mál að
leita að hóteli á Netinu. Best er
að fara á www.google.com eða
svipaða vefi og slá inn lýsingar-
orð sem hæfa því hóteli þar sem
á að gista. Sem dæmi má nefna
cheap hotels in London, Luxus
hotel in Japan, Hotel and Spa
in Barcelona og svo framvegis.
Með kort sér til aðstoðar er yfir-
leitt auðvelt að sjá hvar hótelið
er og flest hótel er hægt að bóka
á Netinu.
Fyrsta flokks
veitingastaðir
í St. John's
Hópferðamiðstöðin Vest-
fjarðaleið hefur undanfarin átta
ár flogið með íslendinga til St.
John’s, höfuðborgar Nýfundna-
lands, sem er austasta fylki
Kanada. Ferðirnar hafa notið
geysilegra vinsælda og ekki skað-
ar að flugtíminn er einungis
þrjár til þrjár og hálf klukku-
stund. St. John’s hefur ekki að-
eins vakið athygli fyrir hagstætt
verð í verslunum heldur má þar
líka finna fyrsta flokks hótel og
veitingastaði, spennandi afþrey-
ingu og skemmtilega stemningu.
St. John’s er falleg og lífleg borg
á stærð við Reykjavík en hún er
töfrandi blanda gamla og nýja
heimsins sem má sjá í aðlaðandi
bvggingarstíl og menningu.
íttBIKí
biiítE!
rrrrTJI
rtrirp:
Gömul hús viö ána Luneburg á séryfir 1.000 ára sögu og þar er aö finna mörg heilleg hús frá fyrri öldum.
iWiTwr/i
Fagurlega skreytt hús Fallegt hand-
verk, útskurður og skraut setur svip
sinn á mörg gömlu húsin íborginni.
Ráöhúsiö í Lúneburg Ráöhús borg-
arinnar sem þykir eitt hið fallegasta
íþessum hluta landsins var byggt í
áföngum frá 1230 til 1720.
Miðaldaborgin Liineburg hefur upp á margt að bjóða
Ferð langt aftur í aldir
Ef menn hafa í hyggju að
fara í frí til Hamborgar er
ekki úr vegi að bregða sér
í dagsferð til borgarinnar
Luneburgar. Borgin er
um 50 kílómetra suðaustur af Ham-
borg og tekur aðeins rúman hálftíma
að fara þangað með lest eða í bíl.
Um 70.000 manns búa í Luneburg
en hún er þéttbýl og því auðvelt
að fara um hana fótgangandi. Þar
er margt að sjá og lengi er hægt að
ganga um götur og torg og dást að
götumyndinni og fagurlega skreytt-
um húsunum.
Þá jafnast fátt á við það að setjast
niður á einhverju kaffihúsinu og
virða fyrir sér iðandi mannlífið.
í Ltineburg er fjöldi spennandi
veitingastaða og áhugaverðra safna
auk þess sem borgin er eins og safn
í sjálfri sér.
Tíminn stendur í stað
Öfugt við ýmsar aðrar þýskar borg-
ir slapp Lúneburg tiltölulega vel við
eyðileggingu í síðari heimsstyrjöld-
inni og er því vel varðveitt og heilleg.
Steini lagðar götur og gömul bind-
ingshús úr rauðum múrsteini mynda
heildstæða og fallega götumynd sem
hefur tekið litlum breytingum í gegn-
um aldirnar.
Ef ekki væri fyrir bíla, reiðhjól og
önnur ummerki nútímans mætti
halda að maður væri kominn aftur í
tímann þegar rölt er um göturnar.
Ráðhús borgarinnar sem reist var
í áföngum frá 1230 til 1720 þykir eitt
hið fegursta í Norður-Þýskalandi.
Þrjár glæsilegar miðaldakirkjur eru
í Lúneburg auk margra glæsilegra
íbúðarhúsa aðalsmanna frá 16. og 17.
öld.
Háir gaflar gamalla pakkhúsa
gnæfa yfir götum og torgum og víða
má enn sjá volduga dráttarbita og
hlera undir mæni. Tíminn hefur sett
mark sitt á mörg þessara húsa sem
tekin eru að skekkjast og virðast jafn-
vel að hruni komin.
Auður hvíta gullsins
Miklar saltnámur eru í nágrenni
Ltineburgar og fyrr á öldum byggð-
ist auður hennar og velsæld á „hvíta
gullinu“. Saltvinnslu var að endan-
lega hætt í nágrenni Lúneburgar í
byrjun níunda áratugar síðustu ald-
ar en þá hafði vægi hennar minnkað
til muna.
Nú á dögum blómstrar verslun
og margvíslegur iðnaður í borginni
Ltineburg og nágrenni hennar. Auk
þess sem þar er öflugur háskóli og
mikið af námsmönnum spóka sig
þvi um í bænum.
eimr.jonsson@bladid.net
„Söngurinn göfgar
Innritun stendur yfir á átta kvölda söngnámskeið
í raddbeitingu og öndun sem hefst 2. október.
Kennarar Marta Guðrún Halldórsdóttir og John Speight.
Skráning og upplýsingar í síma 568 5828
eða á tsdk.ismennt.is fyrir 28. ágúst.
aÓNSKÓLI
SKJURSVEINS D. KRISTINSSONAR
Skynsamlegur ferðamáti
Margir ferðamenn taka orð-
ið meira tillit til umhverfis og
heimafólks á viðverustöðum
sínum og slíkt kallast hagferða-
iðnaður (ecotourism). Það er
kannski ekki skrýtið þegar litið
er til þess að regnskógar á stærð
við Manhattan eru eyðilagðir á
hverjum degi og yfir 50 prósent
af kóralrifjum heimsins eru í
hættu vegna mannlegra afskipta.
Hagferðalag er ábyrgt ferðalag á
náttúrleg svæði sem miðar að því
að vernda umhverfið og bæta vel-
ferð heimafólksins. Hagferðalag
er einfaldlega ein tegund ferða-
laga sem miða að því að hafa lítil
áhrif á umhverfi og menningu á
sama tíma og hjálpað er til við
að skapa tekjur, atvinnu og ýtt er
undir verndun umhverfis. Það er
því hægt að vera hagferðalangur
með því að fara eftir þessum ein-
földu reglum:
• Sparið vatnið, slökkvið ljósið,
notið sömu handklæðin oft-
ar en einu sinni og slökkvið á
sjónvarpinu. Sjónvarp sem er
í biðstöðu notar 60 prósent af
því rafmagni sem það notar
þegar horft er á það.
• Ekki henda rusli úti í náttúr-
unni, heimafólkið þarf ekki að
vita að þú varst á staðnum.
• Hjólaðu eða labbaðu, það er
betra fyrir umhverfið og þig.
• Þegar þú velur skoðunarferð
skaltu velja fyrirtæki sem sér
heimafólkinu fyrir atvinnu.
Verndun Þaö eykst að ferðalangar
leggi sitt af mörkum til aö vernda
umhverfiö og bæta velferö heima-
fólksins á ferölögum sinum.