blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 1
DAGSKRÁ » siða 47 M KOLLA OG KULTURINN Pórunn heillaöist af uppreisnar- manninum í Matthíasi Jochums r syni og hefur því skrifað um :|y hann bók ■ ORÐLAUS Þorvaldur Þórsson stundar ísklifur og segir jökulís ekki eins skemmtilegan til klif- urs og annan ís | SlÐfl 42 233. tölublaö 2. árgangur miðvikudagur 25. október 2006 FRJALST, OHAÐ Tyra a Tyra fæddist í Los Angeles árið 1973. Á æskuárum þótti hún líkleg til að eiga framtíð fyrir sér sem fyrir- sæta, en hefur gert gott betur en að koma sér í hóp þeirra bestu. Hún er rithöfundur, framleiðandi, tónlistar maður og spjallþátt- arstjórnandi. Erlend námskona í Reykjavík þáði far ókunns manns sem ók með hana á afskekktan stað: Bauð konu far og nauðgaði ■ Fimm nauðgara leitað ■ Þrjár hrottalegar nauðganir í Reykjavík á hálfum mánuði Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Rúmlega tvítugri erlendri námskonu var nauðgað í nágrenni Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins. Konan hafði skömmu áður þegið bílfar af ókunnugum manni þar sem hún var gangandi niður Laugaveg. í stað þess að aka konunni heim eins og hann hafði lofað, ðk hann út fyrir borgarmörkin, réðst á konuna og kom fram vilja sínum þrátt fyrir baráttu hennar til að koma í veg fyrir glæpinn. Að nauðguninni lokinni ók hann aftur til Reykjavíkur þar sem hann sleppti konunni lausri. Hún kærði glæp- inn samstundis. Samskipti þeirra fóru fram á ensku, en það er ekki staðfesting á að nauðgarinn sé ekki ís- lenskur. Konan telur hann vera þrjátíu til fjöru- tíu ára gamlan, hann var á hvítum bíl, fólksbíl eða skutbíl. Lögregla hefur mögulega myndir af bílnum úr öryggismyndavélum. Lögreglan rannsakar þetta mál sem og tvö önnur nauðgunarmál. f báðum þeim tilfellum réðust tveir menn að stúlkum, fyrri glæpurinn var framinn við Menntaskólann í Reykjavík og seinni nauðgunin var framin við Þjóðleikhúsið. Sjá einnig síðu 4 FRETTIR » síða 6 Pukrið óhollt fyrir __. s; „Þaö er óhollt fyrir samfélagiö aö vera aö pukrast með þessa pappíra,” segir Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóöviljans, um gögn um pólitískar hler- anir á tímum kalda stríösins. Hann hefur fengið afhent gögn um sig og undrast hversu lítinn rökstuöning þurfti til aö fá dómsúrskurö um hleranir. Hann vill aö opnað verði fyrir aðgang að skjölunum. „Það verður aö létta leyndinni af þessu til að hjálpa okkur viö aö una betur hvert viö annað. Þetta er sagnfræöi og getur engan skaðað,“ segir Kjartan um máls- gögn. „Ef menn hafa trúaö því í raun og veru aö viö værum landráöamenn gat þetta verið eðlilegt. Viö verðum þá bara aö una því og einnig því að einhverjlr hafi taliö okkur útsendara KGB.” Kjartan fékk upplýsingar um hleranir á þremur símanúmerum, tveimur á skrifstofum sínum og eitt númer sem hann grunar aö hafi verið símanúmer Æskulýðsfylkingarinnar. Hann fékk ekki upplýsingar um hvort síminn á heimili hans væri hleraöur. Sá sími var og er enn skráður á eiginkonu hans. „Ég fer ekki að leggja mig niður viö það aö spyrja hvort einkasími konunnar minnar hafi verið hleraöur. Þaö er ekki smekklegt.” Vill aögang að meiri gögnum Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og Þjóðviljaritstjóri, vill aðgang að fleiri gögnum en hann hefur fengið í sínar hendur. Hann segir brotið á sér og boðar dómsmál til að fá frekari aðgang að gögnum um hleranir á tímum Kalda stríðsins. » síða 36 Saman út í Nýútskrifaðir hönnuðir frá LH( hafa stofnað hönnunarstúdíóið Grettisborg. Oddný IVIagnea er ein af hönnuðunum: „Við erum mjög bjartsýn með að láta reyna á samstarfið.” VEÐUR Slydda Austan- og norðaustan- átt, 10 til 18 og slydda eða snjókoma sunnan- lands en talsvert hægari og stöku él norðanlands. Frost 0 til 7 stig. »síða2 I BORN » síður 19-30 8ÖRN-06 UPPLLDI svan)tx,,ni Microsoft & Swyx: Ráðstefna um IP Símkerfi Á undanförnum mánuðum hefur ný IP símkerfatækni frá þýska fyrirtækinu Swyx vakið verulega athygli á mörkuðum beggja vegna Atlantsála. Ástæðuna má einkum rekja til byltingarkenndar grunnhugsunar Swyx á notkun hreinnar IP símtækni sem leiðirtil einföldunar og hagræðingar meðal fyrirtækja. Hér á landi hafa nú þegar mörg fyrirtæki tekið símkerfi frá Swyx í notkun og má meðal annarra nefna Íslensk-Ameríska, Alfesca, Hugvit, íslenska getspá, Öryggismiðstöð íslands og fleiri. Á morgun,fimmtudag 26. október, halda fyrirtækin Microsoft, sem tækni Swyx byggist á, og Svar tækni ehf, umboðsaðili Swyx á íslandi, tvær ráðstefnur í húsa- kynnum Microsoftvið Engjateig 7 I Reykjavík, þar sem IP tækni Swyx verður kynnt meðal stjórnenda og tæknimanna fyrirtækja. Af því tilefni koma til land- sins erlendir aðilar frá Swyx til að kynna tæknina. Skráning á ráðstefnuna stendur yfir en allar frekari upplýsingar niá finna á vefsíðunni www.Swyx.is eða í síma 510-6000. Aðgangur er ókeypis.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.