blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 35
blaðið MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 47 Jennifer Aniston tók þátt i leiksmiðju á Broadway á mánudaginn sem fólst i hugmyndavinnu, skrifum, æfingum og siðar flutníngi, allt á sama deginum. Aniston þótti standa sig eins og hetja þótt hún væri þvi alls óvön að leika á leiksviði og hlaut mikið hrós frá mótleikaranum Rosie Perez. Tyra Banks. Tyra hefur viðurkennt að hún sé sjúklega hrædd við höfrunga. Tyru Banks var strítt vegna útlits RÚV kl. 23.05 Veronica Villaroel Sópransöngkonan Veronica Villaroel frá Chile er af verka- fólki í Santiago komin og varð ung að hætta í skóla og fara að vinna fyrir sér. Hún uppgötv- aði það fyrir tilviljun - í sturtu, hvar annars staðar - að hún hafði sérstaka rödd og drýgði fátæklegar tekjur sínar með því að syngja í leikhúsi. Árið 1984 stakk vinur hennar upp á því að hún sækti um í kór Borgar- leikhússins í Santiago og hún var ráðin þótt hún hefði ekki hlotið neina skólun í tónlist og læsi ekki nótur. Söngkonan fræga, Renata Scotto, hreifst af rödd hennar og útvegaði henni styrk til náms. I myndinni er skyggnst á bak við tjöldin í hinum alþjóðlega óperuheimi og fylgst með Veronicu víða um heim. Hún lærir óperuhlut- verk á ýmsum tungumálum. En við fáum líka að sjá hana með vinum sínum og samstarfs- mönnum: Jose Cura og Dmitri Hvorostovsky á æfingum fyrir II trovatore (London. Tyra Banks er ekki við eina fjöl- ina felld. Þessi bandaríska ofur- fyrirsæta er aðeins 33 ára gömul en hefur á stuttri ævi sinni getað kallað sig fyrirsætu, rithöfund, framleiðanda, tónlistarmann og spjallþáttarstjórnanda. Tyra Lynne Banks, eins og hún heitir fullu nafni, fæddist í Los Angeles árið 1973, þar sem hún gekk í kaþólskan einkaskóla. Á æskuárum þótti hún ekki líkleg til að eiga framtíð fyrir sér sem fyr- irsæta en henni var strítt í skóla vegna þess hversu há, mjó og álappaleg hún var, sem hún hefur viðurkennt í viðtölum í seinni tíð að hafi valdið sér sjálfsmyndar- vandræðum sem ungri konu. Á unglingsaldrinum tók líkami hennar stökkbreytingum og sautján ára gömul landaði hún sínum fyrsta samningi við skrif- stofuna Elite. Sjálf hefur Tyra sagt að hún hafi ekki gert sér miklar vonir um frama í fyrirsætubrans- anum heldur hugsað með sér að með fyrirsætustörfum gæti hún borgað skólagjöld ( háskóla. Það fór þó ekki svo, og næstu tíu til fimmtán árin var hún ein vinsæl- asta fyrirsæta heims, eða þar til hún ákvað að hætta að sitja fyrir árið 2005. Árið 2003 hóf hún framleiðslu á þáttunum America’s Next Top Model sem hafa notið gríðarlegra vinsælda í hinum vestræna heimi og eru á sínu sjö- unda tímabili. Hún hefur gefið út geisladisk, stjórnað sínum eigin spjallþætti: The Tyra Banks Show auk þess að hafa leikið í fjölda sjónvarpsmynda og þátta. RÚV kl. 20.55 Fréttahaukar Fréttahaukar er bresk gam- anþáttaröð um fréttastöðvar í sífelldri leit að stórfréttum til að fylla út í dagskrá sína sem rúllar allan sólarhringinn alla daga. En vegna skorts á stórtíðindum snýst fréttaflutn- ingurinn kannski meira um spádóma, getgátur, upprifjanir og að glugga í blöð morgun- dagsins, eða gærdagsins, eða bara síðasta fimmtudags. Þetta eru stöðvar sem eru ekki til en gætu verið til og þær segja fréttir af atburðum sem hafa ekki gerst en gætu þó gerst, hugsanlega, ef.... Meðal leikenda eru Benedict Cumber- batch, Darren Boyd, Claudia Christian, Indira Varma, Steve Toussaint, Colin Stinton, Carli Norris, Sharon Horgan, Kevin Day og Phil Nichols. Mtpi America’s Next Top Model Dramadrottningarnar fara á flakk og taka þátt í óvenjulegri myndatöku á framandi slóöum Fylgstu meö á SKJÁEINUM í kvöld kl. 21.00. SKJÁREINN næst i gegnum Skjáinn og Digital island i'i ■ ■ Bnf ji - f, s fwmTWImi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.