blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 22
kolbrun@bladid.net Afmælisborn dagsms JÓHANN STRAUSSTÓNSKÁLD, 1825 GEORGE BIZETTÓNSKÁLD, 1838 ■A A Ein til frásagnar JPV útgáfa hefur sent fra sér bókina Ein til frásagnar eftir Immaculée llibagiza og Steve Erwin. Þetta er einstæð frásögn konu sem lifði af helförina í Rúanda. Immaculée llibagiza ólst upp í landinu sem hún unni í faðmi ástríkrar fjölskyldu. En árið 1994 hrundi friðsæl veröld hennar til grunna þegar hryllilegt blóðbað brast á í Rúanda. Fjölskylda Immaculée var miskunnarlaust brytjuð niður í morðæði sem stóð í þrjá mánuði og kostaði líf nærri einnar milljónar landsmanna. Þótt ótrúlegt megi virðast lifði Immaculée blóðbaðið af. i 91 dag sat hún ásamt sjö öðrum konum þögul í hnipri í þröngri þaðherbergiskytru sóknar- prests nokkurs meðan hundruð morðingja með sveðjur á lofti leituðu þeirra. Immaculée lliþagiza er fædd í Rúanda og lagði stund á rafmagnsverkfræði í Háskóla Rúanda. Hún missti flesta fjöl- skyldumeðlimi sína í helförinni 1994 en fluttist fjórum árum síðar til Bandaríkjanna og hóf störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hún hefur sett á laggirnar stofnun til að hlúa að þeim sem líða af völdum þjóðarmorða og styrjalda. Hún býr ásamt manni sínum og tveimur börnum á Long Island. Ný bók um Kaf- tein Ofurbrók JPV útgáfa hefur sent frá sér nýtt skáldverk um Kaftein Ofurbrók eftir Dav Pilkey. Hún heitir Kafteinn Ofurbrók og líftæknilega horskrímslið. Seinni hluti: Fáránlegu slím- klessurnar. Nú lenda Ge- org og Haraldur í virkilega klístruðum aðstæðum. Nýjasta prakk- arastrikið þeirra fer svo mjög í taugarnar á aðal- gáfnaljósi skólans, Sófusi séní, að hann brennur í skinninu að hefna sín. Bækurnar um Kaftein Ofurbrók hafa tvívegis hlotið Bókaverð- laun ársins sem besta þýdda barnabókin á vegum Borgar- bókasafns Reykjavíkur. Skrímsli gráta ekki Hjá Máli og menningu er komin út bókin Stór skrímsli gráta ekki eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Guettler og Rakel Helms- dal. Bókin kemur samtímis út í fjórum löndum: íslandi, Svíþjóð, Færeyjum og Danmörku. Allt sem litla skrímslið gerir er ógurlega fínt. Allt sem stóra skrímslið gerir er voðalega klaufalegt. Stóra skrímslið verður sífellt sorg- mæddara en hvað er til ráða? Allir vita að stór skrímsli gráta ekki... S&NáJ Skrifaði þjóðina í hæðir LJPP. \ SKil RH.FÐIR SaÓ Á V A'ITHÍASAH jiHH'M.-.SCNAK eint á síðustu öld var ég fengin til að skrifa kristnisögu 19. aldar í fjögurra binda verki í tilefni af þúsund ára kristni í landinu. Þegar ég vann að því verki las ég mér til um Matthías Jochumsson og komst að því hversu mikill uppreisnarmaður hann var í sinni kristni, en hann varð fyrstur til að kynna frjálslynda guðfræði á Islandi. í kjölfarið vaknaði áhugi minn og ég heillaðist af honum,“ segir Þórunn Valdimarsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, sem hefur sent frá sér bókina Upp á sigurhæðir sem er ævisaga prests- ins, þýðandans, leikritaskáldsins, ritstjórans og þjóðskáldsins Matthí- asar Jochumssonar. „í trúmálum þurfti Matthías að sigla á móti straumnum og sög- ur tóku að myndast um hann. I dagbók á Barðaströnd var sagt að hann væri mikill guðlastari. Ég reyni í verkinu að gera trúarþætt- inum sem best skil því hann skiptir miklu máli í lífi og starfi Matthíasar og sögu þjóðarinn- ar. Samkvæmt skoð- anakönnunum eru hátt í 90 prósent íslendinga trúaðir en einungis rúm 40 prósent á hinum Norðurlöndun- um sem stafar mjög trúlega af því að frjálslynda guðfræðin sem Matt- hías innleiddi náði undirtökum á fyrri helmingi 20. aldar,“ segir Þór- unn. Lærði„the hard way" Þegar Þórunn er spurð hvernig maður Matthías hafi verið segir hún: „Hann var mjög fylginn sér og feikiduglegur. Það tók tíma fyr- ir persónuleika hans að mótast eins og ég rek í bókinni. Af eldri bréfum hans má merkja að hann átti til kvik- indisskap. í ungæðisskap, í bréfi til Steingríms Thorsteinssonar, gerði hann til dæmis grín að gömlum forljótum manni sem hann sá í lest í Danmörku. Síðan hvarf þessi galgopaskapur og hann sá til þess að engin kerkniskvæði varðveitt- ust eftir sig. Það hafði hent hann Þorunn Valdimarsdottir. „Með skaldskap sínum. þýðingum og öllu sínu lifi gerði hann sitt til að byggja þjóðina upp.“ Mynd/Frikki að gera í kvæði grín að Jens Hjaltalín skóla- bróður sínum í latínuskólanum og Jens orti hatursfulla ákvæðavísu til Matthíasar á móti: Brjótirþú fót við eggjagrjót Ami þérgrös oggrundir Gapi þérjörðin undir. Matthías tók þessa vísu ekki alvar- lega fyrr en hann fótbrotnaði og var þá búinn að missa tvær eiginkonur, báðar ungar, úr umgangspestum. Segja má að áhrínisorð séra Hjalta- lín hafi komið fram enda er sagt að enginn hafi þorað að espa hann upp eftir þetta af ótta við forneskju hans. Eftir fótbrotið hvarf allur kvikindis- skapur úr heimildum um þjóðskáld- ið. Séra Matthías var sem sagt ekki fæddur góður og göfugur í gegn frek- ar en við hin. Hann lærði „the hard way“ - eins og hann hefði sagt því hann sletti ensku. Er hann fótbrotn- aði ofan í það að jörðin gapti undir 4^ honum í tvígang við konumissi átt- aði hann sig á því hvað það getur kostað að meiða fólk.“ Upp á Sigurhæðir Um skáldskap Matthíasar segir Þórunn: „Með skáldskap sínum, þýðingum og öllu sínu lífi gerði hann sitt til að byggja þjóðina upp. Hann orti fólk upp með huggun- arsálmum og í öðrum kveðskap, í blaðagreinum og leikritum orti hann þjóðina til dáða. Eftir að Matthías hætti prestskap og varð at- vinnuskáld byggði hann fjölskyldu sinni fínt hús á Akureyri sem gár- ungar kölluðu Sigurhæðir eftir gam- alli vísuhendingu hans: „ógurleg er andans leið upp á sigurhæðir“. Skáldið flutti því upp á Sigurhæðir í bókstaflegri merkingu auk þess sem hann skrifaði þjóðina í hæðir trúarlega, þjóðernislega og bók- menntalega.” í bókinni reyni ég að endurskoða dóma um hann sem ljóðskáld og sýni fram á hvernig sömu umsagn- irnar ganga aftur. Hann fékk ýmsa upp á móti sér því hann var áberandi skáld og af lágu fólki komin. Alþýð- an elskaði hann og það var ástæða þess að hann fékk varanleg skálda- laun frá Alþingi fyrstur manna því þingmenn eru fulltrúar alþýðunn- ar. Þá mótmælti Grímur Thomsen og spurði: Af hverju hann en ekki Benedikt Gröndal og Steingrímur Thorsteinsson? Menningarpólitíkin var í fullum gangi þá, eins og alltaf. Það er ótrúlegt að skoða þau mál og grimma bókadómana, útgáfuvand- ræðin og prentvillupúkana og sjá hvað heimurinn hefur lítið breyst. Ég naut þess að vinna þessa bók en þetta hefði aldrei orðið gaman nema vegna þess að ég fékk til þess góða styrki. Ekki má gleyma mik- ilvægi fjármagnsins. Að minnsta kosti tveir menn höfðu byrjað að skrifa sögu Matthíasar en gáfust upp gagnvart magninu. Ég hefði orðið úti með verkið ef ég hefði ekki fengið styrki til að vinna að því í fimm ár samfleytt.“ menningarmolinn Fæðing Picassos Á þessum degi árið 1881 fæddist á Spáni Pablo Picasso, einn frægasti og áhrifamesti listamað- ur 20. aldar. Myndlist- arhæfileikar Picassos komu snemma í ljós og hann hélt fyrstu mynd- listarsýningu sína 13 ára gamall. Á ferli sem spannaði áttatíu ár gerði hann rúmlega 50.000 málverk, teikningar, tréristumyndir, högg- myndir og keramíkverk og skipti margoft um stíl. Picasso hafði gríðar- lega sterkan persónuleika. Einkalíf hans var alla tíð tíð- indamikið, enda var hann mikill kvennamaður. Ellin dró ekkert úr afköstum hans, hvorki á listasviði né í kvennamálum. Hann var afkastamikill allt til dauða- dags árið 1973. Hann var 91 árs þegar hann lést.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.