blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 20
„ 32 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006
blaðið
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Stendur á stæðunum?
„Koma má til móts við aukna eftirspurn eftir bílastæðum
með fleiri bílageymslum í miðbænum."
Yngvi Pétursson,
rektor Menntaskólans í Reykjavík
Mikill skortur er á bílastæðum fyrir nemendur Menntaskólans í Reykjavík
og Kvennaskólans í Reykjavík.
Byrjaði að hreyfa sig eftir
áskorun frá systrum sínum
HEYRST HEFUR...
Að Quentin Tarantino sé
á leið til landsins í byrjun
nóvember. Á sama tíma hefjast
tökur á Hostel 2, mynd Eli Roth,
en Quentin er einn af framleið-
endum myndarinnar. Quentin
var mjög hrifinn af Islandi eftir
síðustu dvöl sína og fór hann
mikinn í þætti Conan O'Brien
eftir ferðalagið. Þar talaði hann
um mjög drukknar íslenskar
ofurfyrirsætur og ópaldrykk
sem hann sagði vera versta
drykk sem hann hefði smakkað.
Hostel 2 á að gerast í Slóvakíu en
verður að mestu tekin upp hér á
landi. Söguþráður myndarinnar
er svipaður fyrri myndinni
nema núna eru aðalsöguhetj-
urnar þrjár bandarískar konur.
Fjölmiðlamaðurinn Sigmar
Guðmundsson
er mikill húmo-
risti auk þess að
vera næmur á
hið spaugilega
í daglegu lífi. Á
síðu hans www.
sigmarg.blogspot.
com lýsir hann hinum dæmi-
gerða vísitöluframbjóðanda
sem flestir ættu að kannast við.
Þetta er kómísk lýsing á vanda
hinna hefðbundnu frambjóð-
enda sem allir leggja áherslu á
það sama en vilja alls ekki kann-
ast við málefnin hver hjá öðrum.
í lok færslunnar klykkir Sigmar
út með að Ástþór Magnússon
hefði að minnsta kosti sérstöðu
en sérstaða er einmitt það sem
marga frambjóðendur skortir.
Avef Steingríms Sævarrs
Ólafssonar, www.saevarr.
blog.is, skúbbar hann hverri
fréttinni á fætur annarri. Þar
má til dæmis líta
hið umtalaða
bréf sem ónafn-
greindir aðilar
sendu formanni
Sjálfstæðisflokks-
ins og öðrum en í
því má sjá alvarlega ásakanir.
Sóley Tómasdóttir, varaborgarfull-
trúi Vinstrihreyfingarinnar-græns
framboðs, hefur verið dugleg að
hreyfa sig undanfarið en fyrir hálfu
ári hefði hún frekar misst af strætó en
að hlaupa á eftir honum.
„Ég er einmitt að breyta um hreyf-
ingu núna, er að fara úr sumarfas-
anum og yfir í vetrarfasann en ég
keypti mér kort í líkamsræktarstöð
í gær. Ég byrjaði að hreyfa mig í maí
en fyrir það hafði ég ekki hreyft mig.
Systur mínar skoruðu á mig í ein-
hverja vitleysu í maí en við ákváðum
að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkur-
maraþoni Glitnis. Fyrir það hefði ég
frekar misst af strætó en að hlaupa á
eftir honum. Ég hljóp því eins og vit-
leysingur í sumar en núna er orðið
svo kalt að ég nenni því ekki lengur."
Erfiðara að hlaupa á bretti en úti
Sóley segist hafa fundið fyrir tölu-
verðri breytingu eftir að hún byrjaði
að hreyfa sig. „Þetta er allt annað líf.
Það er ótrúlegur munur á mér og núna
er ég alveg ómöguleg ef ég fæ ekki að
hreyfa mig. Ég var búin að prófa ým-
islegt, til að mynda Boot Camp sem
hentaði mér engan veginn. Ég ákvað
að prófa JSB en ég hafði heyrt vel af
þeim látið. Þar eru bara konur en alls
konar konur og maður getur hreyft
sig á eigin forsendum sem mér finnst
alveg frábært. Það er ofboðslega góð
aðstaða þar, hreint og fallegt. Ég fer
klukkan 7.30 á morgnana sem mér
finnst mjög gott, þá er maður búinn
að þessu og getur tekist á við önnur
verkefni. Ég er í eróbikktímum og svo
ætla ég líka að hlaupa eitthvað á brett-
inu til að halda mér við og gera eins
mikið og ég get,“ segir Sóley og bætir
við að henni finnist miklu erfiðara
að hlaupa inni á bretti en að hlaupa
úti. „Mér finnst svo gott að fara út
að hlaupa og vera ein með sjálfri mér.
Ég er aldrei ein, ég er alltaf innan um
fullt af fólki og alltaf í samskiptum
við alls konar fólk. Þetta er eini tím-
inn sem ég hef fyrir sjálfa mig og ég
næ að hugsa sem er rosalega gott.“
svanhvit@bladid.net
Skorað á mig í vitleysu
Sóley Tómasdóttir: „Systur
mínar skoruðu á mig í einhverja
vitleysu í mai en við ákváðum
að hlaupa 10 kílómetra ÍReykja-
víkurmaraþoni Glitnis. Fyrir það
hefði ég frekar misst af straetó
en að hlaupa á eftir honum."
Bimmki
COOPEFt
TlFieS
Gúmmívinnustofan
SPdekk
POIAR
VETRARDEKK
JEPPLINGADEKK
POLAR RAFGEYMAR
GÚMMÍVINNUSTOFAN
Skipholti 35 105 RVK
Sími: 553 1055
www.gummivinnustofan.is
Opið: Mán - fös 8-18 • Lau 9-15
blaði
FHJALST, ÓHÁO & ÓKEYPISl
eftir Jim Unger
Kemur frúin aftur, herra?
12-13
© Jim Unger/dist. by United Media, 2001
Á förnum vegi
Hver stórnar heima
hjá þér?
Einar Árnason, nemi
Það eru líklega bara foreldrar
mínir. Ég stjórna eiginlega engu,
nema kannski mínu herbergi.
Katrín Ösp Þorsteinsdóttir,
nemi
Mamma stjórnar heima hjá mér
og meira að segja með harðri
hendi. Ég fæ nú samt að stjórna
smá, en bara pínu.
Birna Björg Níeldóttir, hús-
móðir
Ég stjórna heima hjá mér og ég
mundi segja að ég væri frekar
grimmurstjórnandi. Ég stjórna
börnunum mínum og þau láta
frekar vel að stjórn.
Lovísa María Kristinsdóttir,
nemi
Mamma stjórnar heima hjá mér
og ég fæ ekki að ráða neinu.
Pabbi fær samt að stjórna sjálf-
um sér.
Kristín Sigurmundsdóttir,
verslunarstarfsmaður
Ég stjórna heima. Ég laða fram
það besta í öllum og tekst það yf-
irleitt. Ég hef stjórn á börnunum
en maðurinn er erfiðari.