blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 blaðið INNLENT UMFERÐARLAGABROT Hraðakstur við Grindavík Ökumaður mældist á 122 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi á mánudaginn en leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómetra hraði. Þá var annar ökumaður einnig stöðvaður á of miklum hraða sama dag. HLERANIR Ragnar vill líka gögn Ragnar Arnalds, fyrrverandi þingmaður og formaður Alþýðubandalagsins, ætlar að óska eftir gögnum frá Þjóðskjalasafninu. Hann grunar að símar hans hafi verið hleraðir á sjöunda ára- tugnum. Útvarpið greindi frá. EFNAHAGSMÁL Enn aukast útlán Töluvert hefur dregið úr vexti útlána frá síðasta ári en útlán aukast þó ennþá mikið. (frétt frá Greiningardeild Landsbankans segir að útlán hafi aukist um 42 prósent í september miðað við sama tíma í fyrra. Það er þó talsvert minna en aukningin í apríl þegar útlán voru 58 prósent meiri en árið áður. Akranes: Kennari með barnaklám Grunnskólakennari á sextugs- aldri hefur verið rekinn úr starfi eftir að upp komst að hann hafði mikið magn barnakláms undir höndum. Maðurinn vann við Brekkubæjarskóla á Akranesi um aldartjórðungsskeið. Fréttastofa NFS og Stöðvar 2 greindi frá þessu. Upp komst um manninn eftir að annar kennari við skólann fann barnaklámsmynd í skólanum. Sá kennari lét skólastjórann vita sem hafði samband við lögreglu. Kenn- arinn með barnaklámið var þá handtekinn f skólanum og gerð húsleit heima hjá honum. Lögregla fann fjölda barna- klámsmynda heima hjá . kennaranum, bæði í útprentum og í tölvu hans. Haft var eftir lögreglumanni að ekki sé talið að maðurinn hafi leitað á börn þrátt fyrir að safna að sér barnaklámi. Samkvæmt upplýsingum Blaðsins kom þetta börnum í umsjónarbekk mannsins og for- eldrum þeirra i opna skjöldu og átti fólk erfitt með að trúa þessu. Eftir að málið komst upp og kennarinn var laus úr haldi fór hann til Reykjavíkur og leitaði sér aðstoðar hjá sérfræðingi. MEGA OMGGA-3 1300mg 80 ftylki heilsa -haföu þaö gott Óvenjumargar kynferðiS' árásir Enn einni stúlkunni var nauðgad aðfaranótt sunnudags en þá eru fórnarlömbin orðin þrjú á tveimur vikum. Lögregla leitar fimm nauðgara: Þriðja nauðgunin á tveimur vikum ■ Óvenju fólskulegar árásir ■ Keyrð út fyrir bæjarmörk og nauðgað ■ Engin árásanna þriggja hefur enn verið upplýst Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Rúmlega tvítugri stúlku var nauðgað með harkalegum aðferðum aðfara- nótt sunnudags. Maðurinn gengur laus. Þetta er þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögregl- unnar í Reykjavík á aðeins tveimur vikum. Enginn gerendanna hefur náðst og unnið er að rannsókn málanna af fullum krafti. Það var að hafa verið á hvítum eða ljósum fólks- bíl eða skutbíl. Stúlkan telur hann vera 30 til 40 ára gamlan. Þetta er þriðja nauðg- MJÓLKURVÖRUR ( SÉRFLOKKI w vörur m m FLOKKI snemma morgni sunnu- dags að stúlka, sem var á heimleið eftir skemmtana- hald nætur- innar, átti leið niður Laugaveg að maður bauð henni far heim Stúlkan þáði farið, en í slað þess að aka henni heim fór hann með hana út fyrir borg- armörkin þar sem hann nauðgar henni á sérlega ofbeld- isfullan hátt, samkvæmt því sem réttargæslumaður stúlkunnar segir. Eftir að maðurinn hafði lokið sér af ók hann stúlkunni aftur til borg- arinnar. Hún kærði athæfið strax. Stúlkan er af erlendum uppruna og er námsmaður hérlendis. Nauðg- arinn talaði ensku við stúlkuna, en ekki er víst hvort hann er íslend- ingur eða útlendingur. Hann mun Er mikið álai í skólanum? LCG+ er fyrirbyggjondi vörn! :? óþekktum mönnum við Mennta- skólann í Reykjavík þegar hún var á leiðinni heim að næturlagi. Annar mannanna hélt henni niðri á meðan hinn nauðgaði henni. Tveimur vikum síðar var sláandi líknauðgun framin við Þjóðleik- húsið. Þar voru einnig tveir menn að verki. í báðum tilfellunum gátu stúlk- urnar gefið afar tak- markaða lýsingu á ofbeldismönn- unum. I seinna Streita og kviði, skyndibitafæði, sætindi, stopular máltíðir - allt þetta dregur úr innri styrk og einbeitingu, veldur þróttleysi og getur raskað bæði ónæmiskerfinu og meltingunni. LGG+ er sérstaklega þróað til að vinna gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. unin sem er kærð á tveimur vikum og önnur um síðustu helgi. Allar nauðganirnar eru óvenju fólsku- legar og í öllum tilvikum eru ger- endurnir ókunnugir fórnarlömb- unum. Fyrir tveimur vikum var tvítugri stúlku nauðgað af tveimur tilvikinu, við Þjóðleikhúsið, . munu menn- irnir ekki hafa hulið andlitin. Ekki er talið að um sömu menn sé að ræða í árás- unum við Þjóð- leikhúsið og við Menntaskólann í Reykjavík. Hugsanlegt er að myndir úr öryggis- myndavélum hafi náðst afbíl mannsins sem nauðg- aði erlendu stúlkunni en i gærkvöld var ekki búið að hand- taka hann. Lögreglan er hinsvegar litlu nær hvað varðar nauðganirnar við Þjóðleikhúsið og Menntaskól- ann en lýsing á mönnum er lítil sem engin og engin vitni hafa gefið sig fram. Öll málin eru í rannsókn. Eins og fyrr segir voru árásarmennirnir fimm ófundnir í gærkvöld. Héraðsdómur: Skipti á verðmiðum Kona á sextugsaldri var í gær dæmd í eins og hálfs mánaðar skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir íjársvik með því að blekkja starfsmann Hagkaupa. Brotið átti sér stað í desember á síðasta ári í verslun Hagkaupa í Skeifunni en þá framvísaði konan vísvitandi vörum með röngum verðmiðum við af- greiðslukassa. Hafði hún þá tekið verðmiða af ódýrari vörum og sett á dýrari og ætlað að spara sér þannig nokkra þúsundkalla. {dómnum kemur einnig fram að konan hafi áður komist í kast við lögin vegna skjala- fals og umferðarlagabrota. Verðlaun: Avion Group gerir það gott Avion Group hefur verið valið annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu af Europe’s Entrepr- eneurs for Growth. Til þess að fyrirtæki séu gjaldgeng til þessara verðlauna þurfa þau að uppfylla ströng skilyrði um stöð- ugan vöxt undanfarin þrjú ár. f tilkynningu frá samtök- unum segir að stjórnendum Avion Group hafi tekist að búa til framsækið fyrirtæki sem hafi náð góðum árangri. Verð- launin verða veitt formlega í Ungverjaland: Þjóðin brennd Mbl.is Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, sakar stjórnarandstöðuna um að hafa staðið fyrirmótmælum á 50 ára afmæli uppreisnarinnar gegn kommúnismanum. Hann segir stjórnarandstöðuna hafa leikið sér að eldinum og brennt þjóðina. Hreint ehf. var stofnað árið 1983 og er eitt elsta og stærsta ræstingarfyrirtæki landsins. Er HREINT hjá þínu fyrirtæki Hreint býður upþ á ókeypis ráðgjöf Hreinfc Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, simi 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.