blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 blaðiö VEÐRIÐ í DAG Slydda eða snjókoma Austan- og norðaustan átt, 10 til 18 metrar á sekúndu. Slydda eða snjókoma sunnanlands. Frost allt að sjö stigum en hlánar með suðurströndinni. Á MORGUN Snjókoma Austan- og suðaustanátt 10 til 15 metrar á sekúndu. Snjó- koma sunnan- og vestanlands. Frost ailt að sex stigum. VÍÐA UM HEIM 1 Algarve 21 Amsterdam 13 Barcelona 24 Berlín 15 Chicago 01 Dublin 13 Frankfurt 15 Glasgow 11 Hamborg 13 Helsinki 06 Kaupmannahöfn 13 London 12 Madrid ‘ 20 Montreal 04 New York 08 Orlando 11 Osló 06 Palma 26 París 14 Stokkhólmur 06 Þórshöfn 04 Óljósar varnir íslands: Ónýtur varnar- samningur „í nýgerðum plöggum um varnir íslands reynist ákaflega lítið innihald. É g get ekki lesið annað út úr þessu samkomulagi en að Bandaríki rmenn staðfesti vináttu sína,“ segir Össur Skarp- héðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um varnar- samstarf Islands og Bandaríkj- anna sem undirritað var í Wash- ington ellefta þessa mánaðar. Óssur bendir á að ýmislegt sé enn óljóst í samstarfi þjóðanna, til dæmis hvernig samstarfi lög- regluembætta verði háttað.„Sá samningur sem gerður var milli þjóðanna er handónýtur. Miðað við þá leynd sem hvílt hefur yfir er ekki hægt að gefa sér neinar forsendur um að í lagi sé með varnir landsins,“ segir Össur. Bandaríkin: Ógnaði þjálf- ara sonar síns Wayne Derkotch, faðir sex ára fótboltakappa í Philadelp- hiu í Bandaríkjunum, dró upp byssu og ógnaði þjálfara sonar sins um helgina vegna þess að honum þótti sonurinn ekki fá næg tækifæri í liðinu. Talsmaður lögreglunnar staðfestir að komið hafi til líkamlegra átaka milli föðurins og þjálfarans áður en hinn fyrr- nefndi dró upp byssu og ógnaði þjálfaranum. Engin meiðsli urðu á fólki en Derkotch reyndi að flýja áður en lögreglan náði honum. Hann bíður nú ákæru. Trúnaður hindrar afhjúpun Samkvæmt heimildum fór fram eftirlitsstarfsemi allan sólarhringinn i herbergi sem fáir út- valdir starfsmenn Útlendingaeftirlitsins höfðu aðgang að. nummki Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net 1 samtölum við heimildarmenn Blaðs- ins kemur fram að allt fram til dagsins í dag haldi lögreglan utan um félaga- skrá hinna ýmsu félagasamtaka þar sem safnað er saman upplýsingum og ljósmyndum um félagsmenn. Samkvæmt heimildarmönnum hefur iðulega verið fylgst með hópum og samtökum sem staðið hafa í mót- mælum hér á landi. Þannig hafi verið hleraðir símar, einstaklingar ljósmyndaðir og óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með félags- mönnum Falun Gong-samtakanna og andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar. Ragnar Aðalsteinsson hæstarrétt- arlögmaður telur grafalvarlegt ef umræddir hópar hafa verið hleraðir án leyfa. „Grunur leikur á um að víð- tækar hleranir hafi átt sér stað gagn- vart þeim aðilum sem ekki voru sam- mála stefnu stjórnvalda,“ segir Ragnar. „Ég óttast að staða þessara mála sé mun alvarlegri heldur en maður átti von á því allt eru þetta refsiverð brot. Núna fer um menn hjá lögreglunni og í gang fer hreingerning á skjölum og gögnum.“ Starfsemi allan sólarhringinn Heimildarmaður Blaðsins segir að lögreglumenn á næturvakt hafi stöðugt orðið varir við mannaferðir í herbergi þar sem meintar ólöglegar hleranir áttu sér stað. Þar hafi ekki átt að vera nein starfsemi að næturlagi en þannig hafi það hins vegar verið. „Leyniherbergið var til og þangað mátti enginn koma inn. í litla herberg- inu þar inn af voru alls konar græjur og dót til hlerunar. Ég veit að eitt og annað fór þar fram sem heimildir voru ekki fyrir.“ Eftirlit um nætur Arnþrúður Karlsdóttir, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, þekkir umrætt leyniherbergi. Hún staðfesti jafnframt að fáir aðilar hafi haft þar aðgang og slíkt hafi verið umtalað meðal lögreglumanna. „Ég starfaði aðallega á næturvöktum hjá Útlend- ingaeftirlitinu á sínum tíma. Þá vann ég við að fylgjast með fólki á kvöldin og um nætur, óeinkennisklædd og á ómerktum bíl.“ Arnþrúður segir trúnað ríkja hjá lögreglumönnum sem leiði til þess að hún geti ekki tjáð sig um þá sem hún fylgdist með eða hvort íslendingar voru þeirra á meðal. Á heima í réttarkerfinu Böðvar Bragason, lögreglustjórinn í Reykjavík, telur útilokað að hler- anir án heimilda hafi átt sér stað í sinni starfstíð. Hann er hvatamaður þess að málin verði upplýst og telur óeðlilegt að heimildarmenn komi ekki fram undir nafni. „Ég vil að allar heimildir Blaðsins verði færðar til ríkissaksóknara enda eiga þær heima í réttarkerfinu," segir Böðvar. „Það verður eitthvað að fara hreyfast í þessum málum og til þess þurfa dæmin að koma fram.“ Klár lögbrot Ragnar bendir á að í fjölda tilvika brjóti lögreglan lög varðandi símhler- anir, þrátt fyrir að dómsúrskurðir liggi fyrir. Samkvæmt lögum er lögreglunni skylt að veita aðila sem hleraður er upplýsingar um hlerun eftir að hún hefur verið gerð. „Lög- reglan hefur logið því til að slíkt sé gert. Það er bara ekki rétt og dóm- arar hafa vakið athygli mína á því,“ segir Ragnar. Böðvar tekur undir að í sumum tilvikum hafi tilkynningar borist seint til þeirra sem hleraðir voru og ítrekar að ástand þessara mála sé almennt í þokkalegu lagi. Ég vann við að fylgjast með fólki á kvöldin og um nætur Arnþrúður Karlsdóttir Fyrrverandi rannsóknar- lögreglumaöur Allar heimildir Blaðsins verði færðar til rikissaksóknara Böðvar Bragason Lögreglustjórinn í Reykjavík Engin leynd Böðvar býður fjölmiðlum að koma og mynda umrætt leyniherbergi en þar situr nú við störf lögfræðingur á vegum lögreglunnar. Upptökubún- aður lögreglunnar er þar ekki lengur. „í herberginu er að finna borð, stól og bókahillu. Tæknibúnað lögregl- unnar er þar ekki að finna lengur enda liggur hann ekki fyrir opnum dyrum,“ segir Böðvar. Aðspurður vildi Böðvar ekki veita heimild til að mynda núverandi eftirlitsherbergi lögreglunnar. Æ ii ÍSLANDS NAUT <5tolt kjötmeutáráTU íslendingur sem slapp frá banatilræði í Danmörku dæmdur: Kraftaverkamaðurinn lamdi varðstjóra Haraldur Sigurðsson var dæmdur í ellefu mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær fyrir að skalla lögregluvarðstjóra þannig að hann hlaut heilahristing. Einnig hótaði hann lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Haraldur komst fyrst í fréttirnar þegar hann var í Danmörku en þá hrinti maður honum fyrir lestí Kaup- mannahöfn. Hann datt á miðja tein- ana um leið og lest kom aðvífandi. Honum tókst á undraverðan hátt að beygja sig niður áður en lestin fór yfir hann. Lögreglan í Danmörku sagði að svo virtist sem engill héldi verndarhendi yfir honum þvi það er afar ólíklegt að lifa slíkt af. Slúð- urblöðin í Danmörku kölluðu hann Kraftaverkamanninn og í kjölfarið tók NFS viðtal við hann á götum Kaupmannahafnar. Hann var at- vinnulaus á þeim tíma og heimilis- laus. Hann lifði á götunni og lýsti erfiðu lífi heimilslausra fíkla á götum Kaupmannahafnar. Þegar hann skilaði sér aftur heim var hann hnepptur í gæsluvarðhald og þurfti að dúsa þar í viku í október. Samkvæmt dómsorði hefur Har- aldur margsinnis komist í kast við lögin síðan hann var ungur maður. Kraftaverki líkast Götublöðin í Kaupmannahöfn kölluðu Harald Kraftaverkamanninn en hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás á lög- reglumann.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.