blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 24
3 6 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 Valgerður sýnir Einkasýning á verkum Valgerðar Hauksdóttur stendur nú yfir í öllum sýningarsölum Hafnarborg- ar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Sýningin stendur til 30. október. blaðið Rjómi íslenskra hönnuða Katrín Pétursdóttir Young er ein tuttugu og fjögurra áliugaverðustu hönnuða landsins. Hún kynnir verk sín á hátíðinni Rjómanum á tíu mínútum milli klukkan tvö og þrjú á laugardag í Hafnarhúsinu, rétt eins og fimm aðrir vöruhönnuðir. Nemendur Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Islands vinna sam- eiginlega að verkefni um íslenska hönnun, þar sem rjómi íslenskrar hönnunar verður dreginn fram í dagsljósið. Einnig kynna sex arkitektar, sex grafískir hönnuðir og sex fatahönnuðir verk sín. Hsszmhe Blómabörnin fá frítt í leikhúsið Þjóðleikhúsið býður öllum sem heita blómanafni á leiksýningu í kvöld, miðvikudagskvöld, því þá eru liðin 62 ár frá tónleikum Flor- ence Foster Jenkins í Carnegie Hall í New York. Florence Foster hefur stundum ■ ♦ verið kölluð versta söngkona allra tíma. Fiún naut samt umtalsverðra vinsælda á fjórða og fimmta áratugnum í New York og fengu færri en vildu aðgang að árlegum tónleikum hennar á Carlton-Ritz hótelinu. Á ferli sínum hélt Jenkins aðeins þessa einu tónleika í Carnegie Hall 25. október 1944 fyrir troðfullu húsi en hún lést mánuði síðar. Tónleikar Florence voru ávallt hin mesta skrautsýning en hún hann- aði sjálf litríka og ofhlaðna búninga sem hæfðu tónlistinni hverju sinni. Þjóðleikhúsið frumsýnir á föstu- dag leikritið Stórfengleg eftir Peter Quilter sem byggir á ævi Florence. Þjóðleikhúsið býður því þeim með blómanafn að vera viðstaddir æfingu. Þeir sem gefa sig fram við miðasölu og uppfylla skilyrðin geta fengið að sitja á æfingu á miðvikudagskvöldið 25. október. Sýningin hefst klukkan 20.00. inarstúdiö opnað x Reykjavik Hanna allt frá mat til atburða ýtt hönnunarstúdíó verður opnað í vikunni í Reykjvík. Hönnuðirnir sem standa að baki stúd- íóinu eru allir nýútskrifaðir frá vöruhönnunardeild Listaháskóla íslands. „Hugmyndin er að við verðum öll með okkar vinnuaðstöðu hér, þar sem við vinnum að okkar eigin verkefnum sem og tökum að okkur verkefni sameiginlega,“ segir Odd- ný Magnea Arnbjörnsdóttir, ein af hönnuðunum. „Við vorum mjög samrýndur bekkur í skólanum og höfum unn- ið mikið saman og það hefur allt- af gengið mjög vel, þannig að við erum mjög bjartsýn með að láta reyna á samstarfið.” Stúdíóið hefur fengið nafnið Grettisborg og það hefur aðsetur í bakhúsi sem áður hýsti prent- smiðju að Grettisgötu 5ia. Það eru fjölbreytt og ólík verk- efni sem meðlimir Grettisborgar vinna að. Oddný er sjálf að vinna áfram með lokaverkefni sitt en það eru konfektmolar sem eru steyptir í form líkamsparta. Aðrir meðlim- ir Grettisborgar vinna meðal ann- ars að vegvísum fyrir Isafjarðarbæ, hönnun á stöndum fyrir Appelbúð- ina og að gera stigahús Sjónarhóls, sem er húsnæði fyrir langveik börn, Oddný f stúdíóinu Oddný M. Arnbjörnsdót- tir hefur opnað hönnun- arstúdíó með fétögunum. aðgengilegra og áhugaverðara fyrir börnin. „Við erum opin fyrir alls konar verkefnum og tökum að okkur allskyns hönnunartengd verkefni. Við getum hannað allt frá mat til atburða, gerum vörur og störfum með arkitektum og við erum opin fyrir spennandi verkefnum. Við er- um ólík og saman skipum við fjöl- hæfan hóp ungra hönnuða," segir Oddný og hvetur sem flesta til að kíkja við á Grettisborg klukkan 17.00 á föstudaginn og kynna sér það sem þau hafa upp á að bjóða. Kraftlaust verk í Borgarleikhúsmu Leikritið Amadeus sem Borgar- leikhúsið hefur tekið til sýningar hefst á eilítið rokkaðan hátt með innkomu Hilmis Snæs Guðnason- ar í hlutverki Antonio Salieri. Á sviðinu stendur líkkista í dimmum kirkjugarði hulin reyk. Skyndilega flýgur lokið af og upp stígur Salieri. Mættur til að afhjúpa syndir sínar fyrir mönnum og guði. Það sem á eftir fylgir er hins veg- ar ein gegnumgangandi and-stíg- andi. Það sem byrjar með hvelli endar því miður með snökti. Verkið Amadeus, eftir enska leik- skáldið Peter Shaffer, segir frá sam- skiptum Salieri, hirðtónskálds aust- urríska keisarans, og tónskáldsins Mozarts. Samnefnd kvikmynd var gerð eftir verkinu á miðjum níunda áratugnum, hlaut mikla athygli og fékk meðal annars átta Óskarsverð- laun. 1 uppsetningu Borgarleikhúss- ins er megináherslan lögð á per- sónu Salieri sem fékk það erfiða hlutskipti í lífinu að standa í skugg- anum af Mozart. Hilmir er ansi sannfærandi sem hinn lævísi en jafnframt kaldlyndi Salieri sem smám saman verður beiskjunni og hatrinu að bráð. Áherslan á Salieri verður hins vegar til þess að aðrar persónur fá minna vægi og þar á meðal Mozart sjálfur, leikinn af Víði Guðmunds- syni. Möguleikar Víðis til að skapa heildstæða persónu úr Mozart eru afar takmarkaðir og leikur hans ber þess merki. Persónan verður hálfkjánaleg og nær aldrei að öðl- ast dýpt og þar af leiðandi samúð hjá áhorfendum. Lokasena verks- ins þegar Mozart berst við halda Amadeus Borgarleikhúsið Eftir: Peter Shaffer Þýðing: Valgarður Egilsson og Katrín Fjeldsted Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd: Þórunn S. Þorgrímsdóttir Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Víðir Guðmundsson, Birgitta Birgisdóttir, Ellert Ingimundarson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir, Orri Huginn Agústsson, Pétur Einarsson, Theodor Júlíusson og Sigrún Edda BJörnsdóttir. Leikhús ★★ í sér í lífinu til klára sálumessuna verður því bara ótrúlega langdreg- in og jafnvel yfirdrifin í dramatík svo ekki sé fastara að orði kveðið. Birgitta Birgisdóttir sem leikur Konstönsu, konu Mozarts, er undir sama hattinn sett og nær aldrei að verða meira en einhvers konar inn- gangur að persónu. Þrátt fyrir góða spretti nær verk- ið því ekki að hrífa mann með sér inn í þennan heillandi heim tónlist- ar og snilligáfu. Þarna er allt fyrir hendi til að skapa prýðisgott íeik- verk en niðurstaðan verður hins vegar hálf flatneskjuleg og lang- dregin á köflum. hoskuldur@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.