blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 8
HVlTA HÚSIÐ / SlA - 5090
8 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006
blaðið
UTAN ÚR HEIMI
Varar við samsæri
Ajatollah Ali Khameini, æðstiklerkur og
valdamesti maður (rans, varaði múslíma víða
um heim við svikulum ráðagerðum Bandaríkja-
manna og Israela og sagði að allt það sem væri
gott fyrir þá væri skaðlegt málstað múslíma.
Einelti á vinnumarkaði landlægt
Samkvæmt nýrri könnun hefur fimmti hver Breti orðið
fyrir einelti og áreiti á vinnustað. Einelti gegn fötluðum
og öðrum minnihlutahópum er algengast en 37 prósent
fatlaðra segjast hafa orðið fyrir slíku áreiti og 29 pró-
sent þeirra sem eru af afrísku eða asísku bergi þrotnir.
N-Kóreumenn báðust ekki afsökunar
Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins neitar því að Kim
Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi beðið Kínverja afsökunar á
kjarnavopnatilraun á dögunum. Suðurkóreskir fjölmiðlar höfðu
haldið því fram. Hinsvegar staðfestir talsmaðurinn að stjórnvöld
í Pjongjang hyggist ekki gera fleiri tilraunir að sinni.
Sven-Ingvars:
Söngvarinn
í fangelsi
Sven-Erik Magnusson, söngv-
ari sænsku hljómsveitarinnar
Sven-Ingvars, var dæmdur
í tveggja mánaða fangelsi
fyrir ölvunarakstur í gær.
Magnusson var stöðvaður af
lögreglu skammt frá Karlstad,
heimabæ sínum, í maí og mæld-
ist með 1,74 prómill alkóhólmagn
í blóði. Þegar hann var tekinn af
lögreglu var hann á leið heim úr
áfengismeðferð sem hann hafði
gengist undir á Skáni. Hann
hyggst ekki áfrýja dómnum.
Hljómsveitin Sven-Ingvars
hefur verið ein vinsælasta
hljómsveit Svíþjóðar með-
al eldra fólks um árabil.
Gómsæt kjúklingalæri í hunangssós
- eða 3 mínútumU örbylgjuofi
ósuzáflS iÉÉnúium
íéÉ
' ^ * ,
Mikill óstöðugleiki í írak:
Hægt að
ná árangri
■ írakar taki við stjórn öryggismála
■ Bretar vilja herinn heim
Zalmay Khalilzad, sérstakur
sendimaður bandarískra stjórn-
valda í Irak, segir að hægt sé að ná
fram stöðugleika og draga úr of-
beldi í írak þrátt fyrir að trúarátök
í landinu séu mikil. „I ljósi blóð-
baðsins undanfarið hafa fjölmargir
Bandaríkjamenn haft efasemdir
um hvort hægt sé að ná árangri. Ég
tel svo vera og markmiðið er enn að
koma á stöðugleika í Irak þar sem
fólk af mismunandi þjóðernum og
ólíkrar trúar geti lifað saman í sátt
og samlyndi."
Þetta kom fram á fréttamanna-
fundi í Irak með herforingjum
Bandarikjahers í írak og íröskum
ráðamönnum í gær.
Khalilzad sagði að stjórnvöld í
írak hafi samþykkt tímaáætlun sem
ætlað er að draga úr ofbeldi I land-
inu á næstu tólf mánuðum. Vissar
aðlaganir verði gerðar í hernaðar-
áætlun Bandaríkjanna og að menn
geri enn betur til að árangur náist.
Þá sagði hann að írakar þyrftu
sjálfir að leggja sig harðar fram um
að taka á auknu ofbeldi í landinu.
George Casey, yfirmaður banda-
rfska hersins í írak, hélt því fram
að von væri á breytingum í aðferða-
fræði Bandaríkjahers í írak. Hann
sagði að Bandaríkjamenn ættu að
halda áfram að draga úr fjölda her-
manna í landinu, þó að hann myndi
ekki hika við að senda eftir fleiri her-
mönnum ef nauðsyn krefði. Casey
taldi að írakskar öryggissveitir ættu
að geta tekið að fullu við stjórn ör-
yggismála í landinu eftir tólf til
átján mánuði. Hann sagði að íranar
og Sýrlendingar hafi gert þeim erf-
itt fyrir í baráttunni og ýjaði að
því að stjórnvöld í þessum löndum
hefðu stutt við bakið á uppreisnar-
mönnum í Irak.
Skoðanakönnun sem gerð var
fyrir bandarísku sjónvarpsstöð-
ina CNN nýlega bendir til þess að
einungis tuttugu prósent Banda-
ríkjamanna telji að Bandaríkjaher
og bandamenn þeirra séu að hafa
betur í írak. Fyrir ári var hlutfallið
fjörutíu prósent.
Samkvæmt könnun The Guardian
vilja sextíu prósent Breta að breski
herinn verði kallaður heim frá Irak
fyrir lok þessa árs. Þriðjungur að-
spurðra sagðist hins vegar styðja
stefnu Tonys Blairs forsætisráð-
herra og vilja að herinn verði áfram
í írak eins lengi og þörf krefur.
Utgjöld til lögreglumála aukast verulega:
Kostnaður meira
en tvöfaldast
Kostnaður ríkisins vegna löggæslu-
mála hefur meira en tvöfaldast frá
því embætti ríkislögreglustjóra var
stofnað árið 1997. Þetta kemur fram
í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á
embætti ríkislögreglustjóra. Er talið
að ný viðfangsefni lögreglu vegna
breyttra aðstæðna valdi því að kostn-
aðurinn hafi aukist verulega.
Frá stofnun hefur starfsmanna-
fjöldi Rikislögreglustjóra þrefaldast
og raunkostnaður fjórfaldast.
Ríkisendurskoðun telur æskilegt
að farið verði yfir stjórnskipulag lög-
reglunnar í heild og hlutverk ríkislög-
reglustjóra innan hennar. Er meðal
annars vísað til þess að kostnaðar-
þróun innan embættisins bendi til
Lögreglumenn mynda heiður-
svörð Starfsmannafjöldi embættis
ríkislögreglustjóra hefur þrefaldast
síðan 1998.
þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með
að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk
þess og þróun verkefna frá ári til árs.