blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 blaöiö UTAN ÚR HEIMI RÚSSLAND Óttast að írak liðist í sundur Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, varaði við því í gær að ef ekkert verði gert til að efla þjóðarein- ingu í írak liðist ríkið í sundur og klofni í þrjú aðskilin ríki súnníta, sjíta og Kúrda. Lavrov segir hættuna vera yfirvofandi og því þurfi að þregðast fljótt við henni. Blaðamanni rænt Fjórir palestínskir vígamenn rændu Emilio Mor- enatti, fréttaljósmyndara AP-fréttastofunnar, á Gaza í gær. Mörgum fréttamönnum hefur verið rænt á heimastjórnarsvæðinu. (ágúst var tveimur starfsmönnum Fox rænt og haldið í tvær vikur. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Ætlar að binda enda á trúverðugleikavanda Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu og verðandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heitir að binda enda á „trúverð- ugleikavanda” SÞ og brúa þær gjár sem nú eru milli aðildarríkja þeirra. Moon segir að óeining og skortur á trausti hamli starfi SÞ um þessar mundir. Svíþjóð: Frumvarp um að afnema einkarétt apóteka: Nýir ráðherrar Vilja nikótínlyf í búðirnar Fredrik Reinfeldt. forsætisráð- J J Fredrik Reinfeldt, forsætisráð herra Svíþjóðar, kynnti í gær nýja ráðherra eftir afsagnir tveggja ráðherra. Lena Adel- sohn Liljeroth tekur við embætti menn- ® ingarmálaráð- herra og Sten Tolgfors við embætti við- skiptaráðherra. Sænskir fréttamenn spurðu nýju ráðherrana hvort þeir hefðu greitt afnotagjöld sænska ríkissjónvarpsins. Liljeroth sagði að það hefði hún ekki gert, hún sagði mann sinn fá að sjá um þau útgjöld. „Það er einkennilegt að fólk geti gengið út í hvaða búð sem er og keypt sér tóbak en ekki nikótín- tyggjó," segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það er spurning um heilbrigðismál að gefa öllum kost á að selja þessi nikótínlyf." I frumvarpi um breytingu á lyfjal- ögum sem Katrín hefur lagt fram á Alþingi er lagt til að sala á nikótín- lyfjum verði gefin frjáls þannig að allir þeir sem hafa leyfi til sölu á tób- aki geti einnig selt lyfin. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að í Svíþjóð hafi verið uppi tillögur um sama efni og von- ast er til þess að með auðveldara aðgengi kjósi fleiri reykingamenn nikótínlyf í stað tóbaks. „Þetta eru vanú- meðfarnar vörur“ Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju Heilbrigðismál að gefa sölu nikótínlyfja frjálsa Katrín Júlíus- dóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Sigurbjörn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Lyfju, er ekki sam- mála frumvarpinu og bendir á að núna gildi strangar reglur um sölu lausasölulyfja. „Ef menn ætla að fara að selja þetta hvar sem er þá er það stefnubreyting. í dag eru það sérfræðingar sem eru að afgreiða þessi lyf og við teljum ekki að nik- ótínlyf eða önnur lyf eigi að vera eins og hver önnur búðarvara. Þetta eru vandmeðfarnar vörur.“ Gríptu tækifærið! Santa Fe, Terracan og Getz bílaleigubílarnir komnir í sölu! Tilboðsdagar frá 25.okt til 28.okt. cngin atbo*g«n tn^> no% \an Verðdæmi HYUNDAITERRACAN Turbo dísel, beinskiptur. Árgerð 2005, ek.42 þús. Ásett verð kr. 3.050.000 -» TILBOÐ kr. 2.650.000 kr. 37.900 á mánuði* cng\n ötbo*é“n 100% 'an Fng\n útboýéun Engioo% 'an ® J HYUNDAI GETZ GLS, beinsklptur. Árgerð 2005, ek.42 þús. AmH varð kr. 1.230.000 -> TILBOÐ kr. 980.000 kr. 14.000 á mánuði* Verðdæml HYUNDAI SANTA FE, beinskiptur. Árgerð 2005, ek.52 þús. Á.att varð kr. 2.550.000 -> TILBOÐ kr. 2.150.000 kr. 30.900 á mánuði* *Bílasamningur: Engin útborgun og mánaöarlegar greiðslur í 84 mánuði. Afborganir háðar breytingum á vöxtum og gengi erlendra mynta. *Bílar á mynd eru einungis dæmi. Grjóthálsi 1, Reykjavík 575 1230. Opið virka daga frá kl. 10 -18 og á laugardögum frá kl. 12 -16. bilaland.is Fíkniefnamál: Fimm mán- aða fangelsi Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa haíf undir höndum rúmlega 8o grömm af amfetam- íni og um 230 grömm af hassi sem fannst við húsleit. Maðurinn játaði brotin en neitaði að hafa ætlað efnin til sölu. Hann hefur áður gengist undir dómsátt og brýtur þar með skilorð. Dómur hans er því óskilorðsbundinn. Norðurskautsráðiö: Valgerður í Rússlandi Mbl.is Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra tekur þátt í ráðherraíundi Norður- skautsráðsins í Salekhard í Norður-Rússlandi á morgun. í ávarpi sínu á fundinum mun utanríkisráðherra fjalla um helstu viðfangsefni á dagskrá ráðsins, svo sem áhrif loftslags- breytinga og breytinga á náttúru- fari norðursins. I því samhengi mun ráðherrann meðal annars vekja athygli á vaxandi auðlinda- nýtingu og skipaflutningum og nauðsyn þess að aðildarríki bregðist við þessum breyting- um með viðeigandi hætti. Þjónusta: Frakkar erfiðir fyrir Japana mbl.is Árlega fá tólf japanskir ferðamenn alvarleg taugaáföll vegna þeirrar þjónustu og þess viðhorfs sem þeir mæta í París, höfuðborg Frakklands. Tveir af hverjum þremur þ^irra ná sér að fullu en þriðjungur á upp frá því við langvarandi geðræn vandamál að striða. „Viðkvæmir ferðamenn geta brotnað saman þegar glansmynd- ir þeirra af ákveðnu landi stand- ast ekki í raunveruleikanum,“ segir danski sálfræðingurinn Herve Benhamou. Hann segir slik tilfelli verða æ algengari og að þeim hafi nú verið gefið nafnið „Parísar-einkennið".

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.