blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 25
blaðið MIÐVIKUDAGUR Um þessar mundir stendur yfir sýning á myndum Rúnu K. Tetz- schner á Bókasafninu í Hveragerði. Sýningin ber yfirskriftina Óféti og undraverur upp um alla veggi og stendur til 9. nóvember Ævintýraveröld ófétanna birtist fyrst í Ófétabörnunum, skáldsögu Rúnu sem kom út í fyrra. BOK/tVEISLA FJÖLVA Bond á gelgjunni Unglingabókin Þrumufleygur eftir Bretann Anthony Horo- witz er spennusaga um njósna- raunglinginn Alex Rider en bókaröð um njósnarann unga hefur slegið í gegn á alþjóðavettvangi. Bókin er í þýðingu Ævars Arnar Jósepssonar rithöfundar. Bókin fjallar 1 stuttu máli um enska skólapiltinn Alex Rider. Frændi hans og forráðamaður lætur Ufið í dular- fullu bílslysi sem verður til þess að tilvera Alex kemst í uppnám. Alex taldi frændann starfa í banka en í ljós kemur að hann var ofurnjósnari og dauða hans bar að með óeðlilegum hætti. Alex er beinlínis neyddur til að ganga í þjónustu hennar hátignar. Honum er gert að njósna um vellauð- ugan Líbana sem ætlar að gefa ensku lífshættu. Sagan er spennusaga skrifuð fyrir unglinga. Frásagnarstíllinn hraður. Uppbygging sögunnar er í raun ná- kvæmlega eins og meðalgóð spennu- mynd um frægasta njósnara veraldar - James Bond. Helstu gallar sögunnar eru klisjurnar. James Bond-myndirn- ar eru þekktar fy rir einsleita handrita- uppbygginu og bókin fellur í sömu gryfju. Hvergi er reynt að hrófla við forminu. Sifellt og skyndilega kemur í ljós að Alex er sérfræðingur í öllum þeim aðstæðum sem hann lendir í. A afar veikan og ósannfærandi hátt er reynt að sýna fram á að frændi aðalsöguhetjunnar hafi þjálfað hann leynt og ljóst sem njósnara en Bókin er hröð og skemmtileg. Leiddist aldrei við lestur hennar. Hún er fullklisjuleg og minnir meira á meðalgóöa Bond- kvikmynd. ÞRUMUFLEYGUR ANTHONY HORffWlTZ *..M. >\ u Þrumufleygur Eftir Anthony Horowiz Bækur ★★★* það verður bara aldrei sannfærandi. Tækifærin eru vissulega til staðar þar sem hægt er að blanda saman skringi- legum heimi unglingsins og hinsveg- ar njósnaheiminum. Svo virðist sem Alex stökkvi fram sem fullmótaður njósnari. Helsti kostur bókarinnar er reyndar líka sá að bókin er klisja. Hún virkar og gott betur. Frásögnin er hröð og spennandi og því leiðist manni aldrei við lestur á ævintýrum Alex. Einnig vekur dálitla athygli að uppeldisgildin eru ekki fyrirferðar- mikil í bókinni því hún er gegnsýrð af töffaraskap og ofbeldi. Þýðing Ævars er ágæt en allt of oft sér mað- ur glitta í ensku brandarana i þýðing- unni. Lokaniðurstaðan hlýtur samt að vera sú að bókin er bráðskemmti- leg og það þarf engan að undra að bókin skuli vera vinsæl á heimsmæli- kvarða. James Bond á gelgjunni er stórskemmtileg lesning. valur@bladid.net NÚ Á AÐ TÆMA LAGERINN! Smiðjuvegi 4, Kópavogi, græn gata Missið ekki af einstöku tækifæri til að gera reyfarakaup á frábærum bókum. Bækur fyrir alla fjölskylduna: Barnabækur - Teiknimyndasögur - Landakort - Tímarit o|o Listaverkabækur - Heilsubækur - Ljóðabækur qSj ’ . Skáldsögur - Ævisögur - Ferðabækur 09 margt fleira Allir sem kaupa fá bók í kaupbæti! Allir sem kaupa 3 eða fleiri Tinnabækur fá Tinnabol í kaupbæti! Opnunartími: Virka daga kl. 12-18 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 Ljóðabókaflóð á Næsta bar I kvöld, miðvikudagskvöldið 25. október klukkan 20.00, verður haldin Ijóðahátíð á Næsta bar þar sem lesið verður upp úr þessum nýju dúndurPókum. Ingunn Snædal les úr bók sinni Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. ÓskarÁrni Óskarsson les úr bókinni Loftskip, en Óskar Árni hlaut fyrr á þessu ári Ljóðstaf Jóns úr Vör. Sérlegur fulltrúi Bjarts mun lesa upp úr bók Vésteins Lúðvíkssonar; Sumir láta einsog holdið eigi sér takmörk, en Vésteinn er búsettur í Asíu. Tveir skáldsagnahöfundar Bjarts taka þátt í hátíðinni. Steinar Bragi, sem sendir í haust frá sér skáld- söguna Hið stórfenglega leyndar- mál heimsins, ætlar að hefja leika með léttum lestri úr eldri Ijóðum sínum og sérlegur kynnir er hinn góðkunni útvarpsmaöur, og höf- undur skáldsögunnar Undir himn- inum, Eiríkur Guðmundsson. ’oix.; Hann er fallegur, hann er góður, hann er hagkvæmur og svo fæst hann í mörgum útgáfum. Sjálfskiptur og beinskiptur. Með bensínvél eða díselvél. Fjórhjóladrifinn eða framdrifinn. Og verðið er lyginni líkast. ...er lífsstill! Suzuki bílar hf. Skeifunni 17. Sími 568 5t-db

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.