blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 31
blaðið
MIÐVIKUDj
IBI
3
Uppáhaldslag Yorke
Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar Radiohead, hefur upplýst
aö lagið How To Disappear Completely sé hans uppáhaldslag meö
sveitinni. Lagiö er af plötunni Kid A sem þykir einna tilrauna-
kenndust af plötum sveitarinnar. „Lagiö er það fallegasta sem
við höfum samið," sagði Yorke í viðtali við BBC. >
Ný plata í janúar
Hljómsveitin Bloc Party hefur tilkynnt að nýjasta plata
sveitarinnar, A Weekend in the City, komi út snemma á
næsta ári. Mikil spenna ríkir vegna plötunnar sem fylgir í
kjölfar fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Silent Alarm,
sem sló í gegn þegar hún kom út í fyrra. Æ
tónlist
Þrjár sveitir stóðu upp úr á Airwaves
F
Afram Kanada!
Þrjár framúrskarandi góðar
hljómsveitir lögðu leið sína frá Kan-
ada til íslands til að koma fram á
Iceland Airwaves í ár; Wolf Parade,
Islands og Patrick Watson. Sveitirn-
ar voru í feiknastuði á tónleikum
sínum og heilluðu hátíðargesti upp
úr skónum, hver á sinn hátt.
Islands kom fram í Hafnarhús-
inu á föstudaginn. Sveitin klæddist
öll hvitu og lék við hvern sinn fing-
ur á tónleikunum. Fiðluleikararnir
tveir fóru á kostum og sýndu ótrú-
lega fimi með hljóðfærið, saxófón-
leikarinn blés sig inn í hug og hjörtu
viðstaddra á meðan söngvarinn og
gítarleikarinn Nick Diamonds gaf
sig 110 prósent í hlutverk framlínu-
manns sveitarinnar. Sveitin spilar
framsækið popp af allra bestu gerð
og tónleikar hennar voru hnökra-
laus skemmtun.
Wolf Parade spilaði á Gauknum
seinna sama kvöld. Rólegheit sveit-
arinnar í baksviðsherberginu gáfu
engan veginn til kynna hverju áhorf-
endur áttu von á þegar hún steig
á svið. Eftir smá hljóðvesen var
talið i og þakið rokkað af Gaukn-
um, en það ætti varla að skipta
máli því staðnum hefur aftur
verið lokað. Aldrei hefur
jafnmörgum verið troð-
ið inn á staðinn, en
stemningin var sú
sveittasta sem há-
tíðin bauð upp
á. Wolf Para-
de spilaði lög
af breiðskífu
sinni Apologi-
es to Queen
Mary og gerði
það snilldarlega.
Þá sýndi samstaða
Kanadamannanna sig
þar sem meðlimir Islands
voru mættir á svæðið og nutu tón-
leikanna í botn.
Patrick Watson er minnst þekkti
Kanadamaður hátíðarinnar en kom
allra mest á óvart. Hann kom fram
á laugardag ásamt hljómsveit en
mér tókst að missa af þvi. Á sunnu-
minna á kostum og fór með gaman-
mál milli þess sem hann söng eins
og engill. Nokkrir meðlimir Islands
mættu óvænt á svið og djömmuðu
um stund en hápunktur tónleik-
anna var þegar Watson söng lag án
hljóðnema, sem krafðist þess að al-
gjör þögn væri í salnum. Áhorfend-
ur stóðu á öndinni og fylgdust með
þessum frábæra tónlistarmanni
syngja og ærðust þegar hann hóf
upp raust sína í hljóðnemann á ný.
Enginn átti séns í Kanada um
helgina. Allt það góða sem þú hef-
ur heyrt um tónlist landsins er rétt.
Þetta er ekkert „hæp“ að hætti Breta.
Til fjandans með Arctic Monkeys
- áfram Kanada!
atli@bladid.net
dag fékk
ég svo frá-
bærar fréttir,
Watson ætlaði
að koma fram
á Gauknum
um kvöld-
ið. Þau voru
þung skrefin
þetta kvöld sök-
um þreytu eftir
fjögurra daga sæl-
keraveislu af tónlist. Lof
vina minna á Watson keyrði mig
þó áfram og ég sá ekki eftir neinu.
Tónleikar Watsons voru hreint út
sagt frábærir. Trommarinn fór á
algjörum kostum og verður að telj-
ast einn sá allra besti sem ég sá á
hátíðinni. Watson sjálfur fór ekki
Stendur ekki undir
væntingum
Ég hef nokkrum sinnum verið
þeirrar ánægju aðnjótandi að fá
að sjá hljómsveitina Ælu á sviði.
Um er að ræða einstaklega kröft-
ugt og líflegt sviðsband sem virð-
ist ekki eiga í erfiðleikum með að
rífa upp stemningu á hvaða búllu
sem er.
Það var því með nokkurri eftir-
væntingu sem ég setti frumburð
sveitarinnar, Sýnið tillitsemi ég er
frávik, í geislaspilarann - reyndar
kjósa strákarnir að skrifa tillits-
semi með einu s-i í stað tveggja.
Hvort það sé hluti af pönkinu eða
hrein mistök læt ég liggja á milli
hluta.
Á plötunni eru hvorki fleiri né
færri en fímmtán lög öll vel hrá
og í pönkaðri kantinum. Besta
lagið er þó án efa Óður til hinna
guðdómlegu þar sem seiðandi gít-
arlína innan um hrátt pönk minn-
ir á magadansmeyjar á vigvelli.
Því miður nær platan þó ekki
Æla
Sýnið tillitssemi, ég er frávik
að standa undir væntingum.
Ástæðurnar eru margar en helst
ber að nefna hreinlega of hráan
upptökustíl sem skilar krafti
hljómsveitarinnar ekki nægjan-
lega vel inn í græjurnar.
Þá minnir stíllinn aðeins of
mikið á Purrk Pillnikk, sérstak-
lega söngur Halla Valla.
hoskuldur@bladid.net
á næsta
sölustað
Áskriftarsimi
www.rit.is
Smurþjónusta
Alþríf
Rafgeymar v
Dekkjaþjónusta
www.bilko.is
www.hasso.is
Car-rental / Bílaleiga
VetrardékK^íieílsafsdékK^naglaaékk - loftbóludekk
Betri verð!
Smiójuvegi 34 | Rauö gata | bilko.is | Sími 557-9110