blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 15
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 15
Beöið með skerðingar á örorkulífeyri:
Öryrkjar fá frest til áramóta
„Við munum að óbreyttu ekki
stefna lífeyrissjóðunum að svo
stöddu heldur sjá hvað felst í þessu
og hvort hægt sé að ná samkomulagi
og sátt um framhaldið,“ segir Sigur-
steinn R. Másson, formaður Öryrkja-
bandalags íslands.
Lífeyrissjóðirnir 14 sem aðild eiga
að Greiðslustofu lífeyrissjóða ákváðu
í fyrradag að fresta fyrirhuguðum
skerðingum á örorkulífeyri til ára-
móta. Breytingarnar áttu upphaflega
að taka gildi um næstu mánaðamót
en samkvæmt tilkynningu sem sjóð-
irnir sendu frá sér í gær vilja þeir með
þessu koma til móts við bótaþega og
Fagnar ákvörðun
lífeyrissjóðanna
Sigursteinn R. Másson,
formaður Öryrkjabanda-
lags Islands
gefa þeim lengri frest til að skila inn
viðhlítandi gögnum. í tilkynning-
unni ítreka þó sjóðirnir að hér sé ein-
ungis um frestun að ræða og ekki sé
verið að falla frá fyrri ákvörðun um
skerðingu örorkulífeyris.
Öryrkjabandalagið kærði um
síðustu mánaðamót ákvörðun líf-
eyrissjóðanna til fjármálaráðherra
þar sem bandalagið taldi sjóðina
hafa brotið stjórnsýslulög. Þá hefur
Öryrkjabandalagið einnig lýst yfir
þeirri ætlun sinni að fara í mál við
lífeyrissjóðina dragi þeir ákvörðun
sína ekki til baka.
Sigursteinn segist fagna þessari
ákvörðun lífeyrissjóðanna en telur
að meira þurfi að koma til eigi sátt að
nást í málinu. „Við erum fegin því að
menn skuli ætla að staldra við núna
og skoða þetta mál betur. Það hefði
verið mjög slæmt í öllu tilliti ef þetta
hefði komið til framkvæmda eftir
rúma viku.“
Réttindabarátta öryrkja Lífeyrissjóöirnir hafa frestað skerðingu örorkulífey-
ris en öryrkjar vonast til að hætt verði við hana. Mynd/Þorkell
Keflavíkurflugvöllur:
Þróunarfélag
stofnað
Þróunarfélag Keflavíkurflug-
vallar var stofnað í Reykjanesbæ
í gær. Félagið lýtur forræði for-
sætisráðherra og mun leiða þró-
un og umbreytingu á því varn-
arsvæði á Keflavíkurflugvelli
sem koma á í arðbær borgaraleg
not. I því felst meðal annars
nauðsynleg undirbúningsvinna,
svo sem úttekt á svæðinu og á
þróunar- og vaxtarmöguleikum.
Félagið mun á grundvelli
þjónustusamninga við ríkið
annast rekstur, umsjón og um-
sýslu tiltekinna eigna íslenska
ríkisins á svæðinu, svo sem
umsjón með sölu og údeigu
eigna, hreinsun svæða og effir
atvikum niðurrifi mannvirkja.
Stjórn félagsins er skipuð
Magnúsi Gunnarssyni, sem
er formaður stjórnar, Stefáni
Þórarinssyni og Árna Sigfússyni.
Rússland:
Tóku 75 tonn
af fíkniefnum
Mbl.is Lögreglan í Rússlandi
hefur lagt hald á 75 tonn af fíkni-
efnum á þessu ári sem er þrefalt
meira magn en lögreglan náði
að haldleggja í fyrra. Frá þessu
greindi embættismaður hjá rúss-
neska innanríkisráðuneytinu.
„Þessi tala er þrisvar sinnum
hærri en sambærilegar tölur frá
því í fyrra,“ sagði Júrí Alexeyev,
yfirmaður rannsóknarnefnd-
ar innanríkisráðuneytisins.
Hann sagði einnig að glæpir
tengdir fíkniefnum haldi
áfram að aukast í landinu
á sama tíma og skipulögð
glæpastarfsemi heldur áfram
að teygja út anga sína.
„Starfsemi skipulagðra
glæpasamtaka, sem flest eru
mynduð á grundvelli kynþáttar,
er að aukast,“ sagði Alexeyev.