blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 14
blaðið
14 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006
HVAÐ MANSTU?
1. Hver var forseti Alþingis á árunum 1991 til 1995?
2. Hver gegndi formannsembætti sænska Jafnaðarmannaflokks-
ins á undan Göran Persson?
3. Hverjar er þrjár stærstu borgir Frakklands?
4. Hver var 16. forseti Bandaríkjanna?
5. Hvað heita borgarhlutarnir fimm í New York?
GENGI GJALDMIÐLA
Svör:
o3 'cz o o tz
O > —I O)
C « o E s ° °
p“ c ? C c
.5 cnj o ro c ^ 2
lö £ j? ^^§omo
COÍ2‘-ro<c^oa>co
.'OO^r . ■ v— r~ —
r ‘DOS^IOCQi—
as
Bandarikjadalur
Sterlingspund
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Evra
KAUP
68,44
127,92
11,50
10,24
9,31
85,77
SALA
68,76
128,54
11,57
10,30
9,37
86,25
Japan 1.233 dýr Noregur 647 dýr Grænland 193 dýr Rússland 126 dýr Bandaríkin 68 dýr Ísland39dýr
Kanada 1 dýr
13 langreyðarog
180 hrefnur
5 búrhvallr,
100sandreyðar,
50 skorureyðar og
1.078 hrefnur.
68 norðhvalir
647 hrefnur
124 sandlægjurog
2 norðhvalir
39 hrefnur
1 hnúfubgkur
Byggt á tölum frá Alþjóða hvalveiðiráðlnu. Um er ræða frumbyggjaveiðar og veiðar i vísinóaskyni. Aðeins Norðmenn stunduðu veiðar i atvinnuskyni á siðasta ári.
Langreyður verkuð
í hvalstöðinni í Hvalfirði
Hvalveiðar isiendinga
hafa vakið hörð viðbrögð
víðs vegar um heim.
HVALVEIÐAR ANNARRA ÞJOÐA ARIÐ 2005
Hvalveiðar í atvinnuskyni eftir rúmlega tuttugu ára hlé
Ferðaþjónustan skaðast Óvissa um markað fyrir hvalkjöt Erlend ríki gagnrýna Islendinga
Islensk stjórnvöld heimiluðu hvalveiðar í
atvinnuskyni á ný í síðustu viku eftir nærri
tuttugu ára hlé. Síðan þá er óhætt að segja
að atburðarásin hafi verið hröð og nú þegar
hefur Hvalur 9, hvalveiðiskip útgerðarfyrir-
tækisins Hvals hf„ skotið tvær langreyðar.
Veiðarnar hafa verið harðlega gagnrýndar af
erlendum stjórnvöldum og náttúruverndar-
samtökum. Á mánudaginn höfðu yfir 20 þús-
und mótmælabréf borist utanríkis- og sjávar-
útvegsráðuney tinu og von er á fleiri bréfum á
næstu dögum. Ferðaþjónustan hefur lýst yfir
áhyggjum vegna hvalveiðanna og að þær geti
skaðað ímynd íslands.
Skiptar skoðanir
„Okkar langstærstu viðskiptaþjóðir eru
mjög mótfallnar hvalveiðum,“ sagði Erna
Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar, í samtali við Blaðið. „Við
þurftum að hafa töluvert fyrir því að halda
okkur inni í kynningarbæklingum í Þýska-
landi og annars staðar eftir að vísindaveiðar
byrjuðu. Við höfum meiri áhyggjur af at-
vinnuveiðum og það breiðist eins og eldur í
sinu um heimsbyggðina þegar einhver byrjar
að veiða hvali."
Það var á þriðjudaginn í síðustu viku sem ís-
lensk stjórnvöld afléttu banni við hvalveiðum
í atvinnuskyni eftir rúmlega tuttugu ára
hlé. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs-
ráðherra tilkynnti ákvörðun ríkisstjórn-*?^
arinnar i utandagskrárumræðu á Al-
þingi en nokkrum klukkustundum áður
hafði Hvalur 9, hvalveiðiskip Hvals hf„
haldið af stað úr Reykjavíkurhöfn í átt
að miðunum.
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar-
innar verður leyfilegt að veiða 9 langreyðar
og 30 hrefnur á yfirstandandi veiðiári.
Skiptar skoðanir voru meðal þingflokk-
anna um hvalveiðar á ný og lýstu Samfylk-
ingin og Vinstri grænir yfir andstöðu á
meðan sjálfstæðismenn, framsókn-
armenn og frjálslyndir fögnuðu
ákvörðuninni.
Gagnrýni
Viðbrögð létu ekki á sér standa og strax
sama dag og ákvörðunin var tilkynnt sendu
bresk yfirvöld frá sér yfirlýsingu þar sem
henni var mótmælt. 1 yfirlýsingunni kom
ennfremur fram að ákvörðunin gæti haft
neikvæð áhrif á ímynd íslands á Bretlandi
og breskur almenningur myndi eiga í erfið-
leikum með að skilja nauðsyn þess að hefja
hvalveiðar á ný.
1 kjölfarið hafa fleiri lönd gagnrýnt hval-
veiðarnar, þar á meðal Svíþjóð, Ástralia,
Bandaríkin og Nýja-Sjáland. Haft var eftir
Ian Campbell, umhverfisráðherra Ástraliu, í
fjölmiðlum að Islendingar hefðu gefið alþjóða-
samfélaginu fingurinn og héðan í frá væri
ekki hægt að taka þá alvarlega hvað varðar
umhverfismál.
Martin Norman, talsmaður Grænfriðunga
í Noregi, sagðist i samtali við Blaðið vera
undrandi yfir ákvörðun íslenskra stjórnvalda
og taldi nokkuð víst að hún myndi draga úr
komu erlendra ferðamanna hingað til lands.
„Ég þekki sjálfur nokkra sem nú þegar hafa
hætt við.“
Þá hafa einstaklingar viðs vegar um heim
lýst yfir andstöðu sinni við veiðarnar með
því að senda mótmælabréf í gegnum
Netið til íslenskra
sendiráða
og ráðu-
neyta. Á mánudaginn höfðu um 20 þúsund
mótmælabréf borist utanríkis- og sjávarút-
vegsráðuneytinu, flest frá Bretlandseyjum.
Að sögn Grétars M. Sigurðssonar, ráðuneyt-
isstjóra hjá utanrikisráðuneytinu, er gert ráð
fyrir þvi að fleiri bréf berist á næstu dögum og
vikum. „Þetta virðist vera svona pakkapóstur
sem einstaklingar senda í gegnum vefsíður er-
lendra samtaka. Við munum eftir bestu getu
reyna að svara öllum bréfum," sagði Grétar.
Svara mótmælum
í ræðu Einars K. Guðfinnssonar á Alþingi á
þriðjudaginn (síðustu viku kom fram að ríkis-
stjórnin hefði undirbúið sig sérstaklega til að
svara mótmælum og gagnrýni vegna ákvörð-
unarinnar. Sagðist hann ennfremur ekki vilja
draga fjöður yfir það að veiðarnar kynnu að
hafa neikvæð áhrif út fyrir landsteinana. „Við
höfum verið að búa okkur undir þetta með
því að leggja heilmikla vinnu i hvers konar
upplýsinga- og gagnasöfnun. Undirbúningur-
inn snýr að þvi að svara þessu og vekja með já-
kvæðum hætti athygli á málstað Islendinga,"
sagði ráðherra.
Nokkuð ljóst er að aukin kynning kosti
ríkið töluverða fjármuni. Samkvæmt svari
;> sjávarútvegsráðherra við fyr-
irspurn Kol-
brúnar
....
\
Kristján Loftsson, útgerðarmaður
Telur lítið mái að selja hvalkjót
:
Einar K. Guðfinnsson,
sjávarútvegsráðherra
Bjóst við mótmælum
Hösluldur
Kári Schram
Skrifar um hvalveiðar
Fréttaljós
hosluldur@bladid.net
Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna,
eyddu stjórnvöld rúmum 200 milljónum i
kynningu á málstað íslendinga vegna hval-
veiðimála á árunum 2001 til 2005. Kolbrún
telur Hklegt að i ár verði kostnaðurinn ekki
undir 50 milljónum.
Fáir markaðir
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur einnig
verið gagnrýnd á þeim forsendum að hún sé
illa undirbúin og hefur sjávarútvegsráðherra
sjálfur viðurkennt að lagaumhverfi hvalveiða
sé úrelt. „Lagaumhverfið í kringum hval-
veiðarnar er gamalt. Ég stefni hins vegar að
því að leggja fram frumvarp í vetur þar sem
þetta lagaumhverfi verður sett í nútímalegri
búning.“
Þá hefur verið dregið í efa að nægur mark-
aður sé fyrir hvalaafurðir og í raun alls ekki
mögulegt að koma þeim í verð. I hinum svo-
kallaða CITES-samningi, sem kveður á um
verslun með dýr í útrýmingarhættu, er
öll verslun með hvalkjöt bönnuð nema
með sérstökum undanþágum. Aðeins
örfá lönd hafa gert fyrirvara við þetta
atriði í samningnum þar á meðal Nor-
egur og Japan. Markaður með hval-
kjöt takmarkast því nánast eingöngu
við þessi lönd en þar eru markaðir að
fullu mettir.
Kristján Loftsson útgerðarmaður
sagðist þó i samtali við Blaðið ekki hafa
áhyggjur af eftirspurn á markaði. „Ég
hef engar áhyggjur af því að geta ekki
selt kjötið enda er næg eftirspurn á
markaðinum."
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
ÍSamtaka ferðaþjónustunnar
Óttast slæmar afleiðingar hvalveiða á
ferðaþjónustuna