blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 blaAiA Brotist inn við Bláa lónið Brotist var inn í kaftiskúr og verkfæragám við Bláa lónið á mánudagsmorgun og ýmiss konar verkfærum stolið. Verðmæti verkfær- anna er talsvert en hjólsög og örbylgjuofn fundust á víðavangi spölkorn frá staðnum. UMFERÐARÓHAPP Velti vörubíl Vörubíll valt í Eyjafjarðarsveit rétt hjá Akureyri á mánudaginn þegar ökumaðurinn var að sturta hlassi af palli bílsins. Svo virðist sem vörubíllinn hafi lent á ójöfnu og farið á hliðina. Klippa þurfti bílstjórann út úr bílnum og kvartaði hann undan eymslum. SKEMMDARVERK Eyðilagði bensíndælu Lögreglan í Vík hafði hendur í hári ökumanns sem skemmdi bensín- dælu við Skaftárskála á Klaustri á síðasta föstudag. Ökumaöurinn var á vöruflutningabifreið og ók á dæluna með þeim afleiðingum að hún stórskemmdist. Atvikið náðist á öryggismyndavél og tókst lög- reglunni í kjölfarið að hafa uppi á honum. Maðurinn játaði sök sína. KOKOS-SISAL TEPPI Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond ^<STRÖND TiLSÖLU... blaöið SMAAUGLYSINGAR Eskifjörður: Rannsaka nauðgun Rannsókn miðar vel að sögn Jónasar Vilhelmssonar, yfirlög- regluþjóns á Eskifirði, en þar var kynferðisafbrot kært um næstsíðustu helgi. Kona á þrítugsaldri kærði tvo menn sem eru á fimmtugs- og sextugsaldri fyrir kynferðisaf- brot. Atvikið átti sér stað heima hjá öðrum manninum. Yfirlög- regluþjónn vill ekki gefa upp hvort um nauðgun sé að ræða. Dúnúlpur Rúskinnsúlpur Leðurjakkar Vattkápur Hattar — Húfur Leðurhanskar Ullarsjöl Góð gjöf Útsöluhorn 50 % afsl. Góðar vörur Mörkinni 6, Sími 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og Iaugardaga frá kl 10-16 B R A S S s ERIE^ •Í2 HÓTEL REYKJAVÍK Villibráð & dekur á Grand Hótel Reykjavík Fordrykkur Fjögurra rétta villibráðarmatseðill Vínflaska: Corona de Aragon Reserva 2000 Gisting fyrirtvo Morgunverður Alls kr. 19.800 fyrirparið Eingöngu matseðill Kr. 12.400 fyrir parið Gildir allar helgar frá 20. okt. - 18. nóv. Bókaðu á netinu www.reykjavikhotels.is eða í síma 514 8000 Pukrið er óhollt fyrir samfélagið Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þing- maður og ritstjóri, furðar sig á því að ekki þurfti rökstuðning til að fá heimild til hlerunar. Vinnusímar Kjartans hleraðir: Hleranir án raka ■ Hvatti til friðsamlegs útifundar ■ Samt hleraður ■ Úrskurður samdægurs Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Þann 12. september 1963 var greint frá því Þjóðviljanum að Samtök her- námsandstæðinga hygðust halda útifund sama dag vegna komu Lynd- ons B. Johnsons, varaforseta Banda- ríkjanna. Hvatt var til að atburður- inn færi fram með fyllstu kurteisi og algerlega friðsamlegu móti. Samt sem áður sendi dómsmálaráðu- neytið beiðni um símahlerun til yf- irsakadómara þar sem ráða mætti af yfirlýstum fyrirætlunum sam- takanna að mögulega yrði stofnað til óspekta. Þessu komst Kjartan Ól- afsson, fyrrverandi ritstjóri og þing- maður, að er hann fékk að sjá gögn frá Þjóðskjalasafninu um hleranir er vörðuðu hann persónulega. „Maður verður auðvitað alveg steinhissa að standa frammi fyrir því að í bréfi frá ráðherranum sé rökstuðningurinn fyrir beiðninni um að hiera síma í rauninni enginn,” segir Kjartan. „1 þessum gögnum kemur fram að beðið var um hleranir á símum á skrifstofum sem ég starfaði á, skrif- stofu Samtaka hernámsandstæð- inga og skrifstofu Sósíalistaflokks- ins. Svo er þarna númer í gögnunum sem ég hafði ekkert með að gera. Það kunna að hafa verið mistök að láta mig sjá það en mig grunar að það sé númerið sem Æskulýðsfylk- ingin hafði.” Þrjár lotur hlerana Sakadómur úrskurðaði í þrígang að hlera mætti vinnusíma Kjartans. í fyrsta skipti 1961 vegna mögulegra truflana á starfsemi Alþingis. I annað skipti 1963 vegna útifundar hernámsandstæðinga og í þriðja skipti 1968 vegna ráðherrafundar Norður-Atlantshafsbandalagsins. Sakadómur úrskurðaði samdægurs í fyrstu tvö skiptin en eftir viku í þriðja skiptið. Kjartan leggur á það áherslu að Samtök hernámsandstæðinga hafi alltaf lagt kapp á að fundir þeirra færu friðsamlega fram. „I eina skiptið sem fylgiskjal fylgdi með beiðni um símahlerun til dómara var um að ræða forsíðu Þjóðviljans þar sem útifundur var kynntur. Yfirstjórn samtakanna, sem kölluð var miðnefnd, hvatti þar til friðsamlegs fundar. Þetta skjal var sent með sem rökstuðningur fyrir hlerunum.” Heimasíminn á nafni eiginkonunnar Kjartan segir að ekki j hafi komið fram í skjöl- unum hvort heimasími hans hafi verið hleraður. „Heimasíminn minn var ekki á mínu nafni, heldur á nafni konunnar minnar. Ég var í þannig störfum á þessum árum að ég vildi hafa svolítinn frið heima hjá mér. Ég fer ekki að leggja mig niður við það að spyrja hvort einkasími kon- unnar minnar hafi verið hleraður. Það er ekki smekklegt.” Kjartan vill fá að sjá öll gögnin um hleranirnar líkt og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Hann segir ekki una því að brotið sé á sér. „Þetta verður dómstólamál og það mjög fljótlega.” „Það er óhollt fyrir samfélagið að vera að pukrast með þessa pappíra,” bætir Kjartan við. „Það verður að létta leyndinni af þessu til að hjálpa okkur við að una betur hvert við annað. Þetta er sagnfræði og getur engan skaðað. Ef menn hafa trúað því í raun og veru að við værum landráðamenn gat þetta verið eðli- legt. Við verðum þá bara að una því og einnig því að einhverjir hafi talið okkur útsendara KGB.” PÖM»- OC KI«K|UMAlAKAÞUNirriO MrA.T W.l. I >r« «ulo> S*tlM I ot r»Uil r.it- r. *r tll rrtkoi aiirttlii k*r«r 4 k*St rlki t.r»e >1 r v*i U>.í<i»tri, «4 Ul {Mtt* v*ríi t«kl* vvl atXe Mytii I »«»k«nrti bvar* t h»or t |A| KA Ut* lllill t M»tol l imrnUa <b.A«MN • urclf•!«!» w ptl. .fBt. t«v, M* »ii jr*io* ko*» *r*! m*. > .------------------- !•.. « Nokkur skjalanna Engar upplýs- ingar voru um hleranirá heima- sima Kjartans. Hann er skráður á eiginkonu Kjartans sem ætlar ekki að spyrja út íhlerun á honum. k X

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.