blaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 19
blaöiö
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 31
Er þá náttúruverndarstefnan bara hentistefna?
Athyglisvert er það að þeir aðilar
erlendir sem gagnrýna hvalveiðar
okkar gera það út frá röngum fullyrð-
ingum. Þeir fullyrða að við séum að
veiða hvali sem séu á varúðarlistum
og þoli ekki veiði. Þetta er rangt.
Veiðar okkar eru langt innan við öll
varúðarmörk. Sjálfbær veiðiskapur
og vel rúmlega það. í rauninni er
það hryggilegt að fulltrúar stór-
þjóða eins og Breta og Ástrala skuli
fara með svona fleipur. Þeir eiga að
vita betur. Gögn um langreyði og
hrefnustofna við Island eru haldbær.
Hafa farið í gegnum mat vísinda-
nefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og
NAMMCO, sem geta borið um að
stofnarnir eru í góðu ásigkomulagi.
Þegar fulltrúar svo stórra þjóða
sem vilja njóta álits á alþjóðavett-
vangi fara með fleipur, þegar þeir
eiga að vita betur, vakna ótal spurn-
ingar. Getur verið að sannleikurinn
skipti þá ekki meira máli en þetta?
Skáka ráðherrar þessara landa í
skjóli þess að almenningur í þessum
löndum veit ekki betur? Það er alveg
augljóst mál. Þeir eru að nýta sér
fáfræði almennings á sviði sem er
honum hulið eðlilega. Það er ómerki-
legur leikur sem er þeim til mikillar
skammar.
Hér á landi dettur hins vegar
engum í hug að tala svona. Hér er
almenningur svo vel upplýstur um
hvalveiðimál hér við land að engum
tjóaði að reyna að ljúga sig áfram
í málflutningnum. Menn þekkja
stærð hrefnustofnsins og langreyð-
arstofnsins. Og jafnvel þeir sem ekki
styðja hvalveiðar gera helst lítið úr
veiðum okkar með því að vísa til
þess að veiðarnar séu svo takmark-
aðar að þær hafi engin áhrif. Þeim er
með öðrum orðum ljóst að hvalveið-
arnar eru ekki ógnun við stofninn.
Þarna eru sumsé hvalveiðiand-
stæðingar í algjörri andstöðu hvorir
við aðra. Einn hópurinn talar um
stofn í útrýmingarhættu, annar um
að stofninn sé svo risastór að veiði á
honum hafi engin áhrif.
En „röksemdafærslur" hvalveiði-
andstæðinga - þó ólíkar séu - leiða
Veiðar okkar
eru langt
innan við öll
varúðarmörk
Umrœðan
Einar K. Guöfinnsson
samt til hins sama. Þær fela í sér
andstöðu við hvers konar nýtingu
náttúruauðlinda, í samhengi við
hugmyndafræði hinnar sjálfbæru
þróunar. Hugmyndafræðin felur í
sér að sumar náttúruauðlindir megi
alls ekki nýta; jafnvel þó nýtingin
skaði ekki lífríkið.
Og þá hlýtur að vakna hin óhjá-
kvæmilega spurning. Hvenær á hug-
takið sjálfbær auðlindanýting við?
Er það bara notað við hentugleika?
Hefur það enga almenna meiningu?
Eða telja hinir sjálfskipuðu gæslu-
menn náttúrunnar sig hafa einka-
rétt á að teygja og toga það hugtak
eftir því sem hentugast er hverju
sinni? Er þá náttúruverndarástin
bara eins og hver önnur hentistefna
sem brúkist eftir þörfum?
Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Úthlutun fer
fram tvisvar
áári, 15.
janúar og 15.
september
Umrœðan
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
Styrkir Bjargar
Símonardóttur
Björg Símonardóttir var kona,
sem vildi að komandi kynslóðir
gætu notið þess, sem hún fékk
ekki að njóta. Hún ánafnaði Fé-
lagi heyrnarlausra andvirði af sölu
fasteignar sinnar og ósk hennar
var að erfðagjöfin yrði notuð til að
texta innlent efni, túlka/texta leik-
sýningar og gera þar með íslenska
menningu aðgengilega fólki sem
ekki heyrir eða er heyrnarskert af
ýmsum orsökum.
Stórmannleg gjöf hennar varð
til þess að Félag heyrnarlausra
stofnaði sérstakan sjóð, Styrktar-
sjóð Bjargar Símonardóttur. í 4.
grein skipulagsskrár sjóðsins sem
samþykkt var 14. ágúst 2003 segir
meðalannarsumtiíganginn: „Til-
gangur sjóðsins er að styrkja tákn-
málstúlkun og textun á íslensku
menningaréfni hvort sem er í sjón-
varpi, kviknryndahúsum eða í leik-
húsum. Úthlutun fer fram tvisvar
á ári, 15. janúar og 15. september.
Stjórn sjóðsins ber að auglýsa um-
sóknarfrest um styrki 1. nóvember
og 1. júlí ár hvert. Umsóknir skulu
hafa borist sjóðstjórn fyrir 1. ágúst
og 1. desember.“
Það er okkur, sem í stjórn sjóðs-
ins sitjum, sönn ánægja að kynna
þennan sjóð fyrir framleiðendum
innlends sjónvarpsefnis og ís-
lenskra kvikmynda, stjórnendum
leikhúsa og leikstjórum, rekstrar-
aðilum kvikmyndahúsa og frarn-
leiðendum auglýsinga, heimildar-
og fræðslumynda tilvist þessa
sjóðs. Með textun á íslensku efni
er hægt að gera viðfangsefnið að-
gengilegt öllum.
Á heimasíðu Félags heyrnar-
lausra www.deaf.is er hægt að
finna krækju sem hefur að geyma
hagnýtar upplýsingar um sjóð-
inn eins og skipulagsskrá sjóðs-
ins ásamt úthlutunarreglum og
umsóknareyðublaði. Hvetjum
við þá sem telja viðfangsefni sitt
vera meðal mögulegra styrkþega
að hika ekki við að sækja um og
leyfa þar með öllum að njóta þess
í samræmi við ósk Bjargar Simon-
ardóttur og stórmannalega gjöf
hennar.
Höfundur situr í stjórn Styrktarsjóðs
Bjargar Símonardóttur
Fljúgandi hálka?
Á veturna er allra veðra von. Við hjá Póstinum beinum þeim
vinsamlegu tilmælum til þín að halda aðgangi greiðum að húsinu
þegar snjóar og strá saltúeða sandi á hálkubletti. Aðstoð þín og
titlitssémi auðvelda okkur að koma póstinum til þín hratt og
örugglega hvernig sem viðrar.
Með fyrirfram þökk
www.postur.is