blaðið - 11.11.2006, Page 17

blaðið - 11.11.2006, Page 17
blaöiö LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 17 Útrás Framsóknarflokksins tekur á sig margvíslegar myndir: Mikið framsóknarfylgi á Kanaríeyjum Framsóknarflokkurinn virðist eiga fylgi að fagna erlendis þó það tætist af honum hér. Framsóknar- félagið á Kanaríeyjum var stofnað á Klörubar í síðasta mánuði. Sturla Þórðarson, stofnandi framsóknarfélags eyjarskeggja, segir að félagið hafi slegið í gegn, því á stofnfundinum hafi verið 17 fundargestir en á öðrum fundinum sem var haldinn viku seinna voru 47 þátttakendur. Sturla, sem býr á Kanaríeyjum, segir að stefnt sé að því að halda fundi í allan vetur á Klörubar á laugardögum. Hann segist hafa saknað stjórnmálaum- ræðunnar eftir að hann flutti út og því tekið höndum saman við Karl Arason, sem býr á eyjunum yfir veturinn, um að setja félagið á laggirnar. Á síðasta fundi voru fundarmenn í beinu símasambandi við Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra og voru menn ánægðir með það. Vonir standa til að hægt verði að fá einhverja þingmenn eða ráðherra til að mæta á fundina. Sturla segir að tilgangur félagsins sé að skapa umræðugrundvöll fyrir málefni að heiman og segir hann að fram til þessa hafi góðar umræður verið á fundunum. Hann bætir þó við að líklega séu ekki allir fundarmenn hliðhollir Framsókn en það skapi bara heitari og betri umræður. Sturla segir alla velkomna á þessa fundi óháð því til hvaða flokks þeir hneigjast. Á eyj- unam eru um það bil 70 Islendingar með fasta búsetu en þó eru fleiri sem búa á eyjunum yfir vetrartímann. Svo eru tvö þúsund íslendingar þar á viku hverri á sumrin. Ungir jafnaðarmenn: Átján ára fái að kaupa vín Mbl.is Ungir jafnaðarmenn hvetja þingmenn til að beita sér fyrir því að áfengiskaupaaldur á léttvini og bjór verði lækk- aður til samræmis við önnur borgaraleg réttindi í 18 ár. f tilkynningu segir, að fyrir . tveimur árum hafi 23 þingmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðis- flokki, Framsókn og Frjálslynda flokknum lagt fram frumvarp til laga um málið, sem fékk þvf miður ekki afgreiðslu úr nefnd. Skora Ungir jafnaðarmenn á þessa 23 þingmenn að fá a.m.k. níu aðra í lið með sér til viðbótar og drífa málið í gegn áður en kjörtímabilinu lýkur. Kaupir bíl til gegnumlýsinga Mbl.is Samþykkt var á ríkis- stjórnarfundi í gær að tillögu fjármálaráðherra að embætti tollstjórans í Reykjavík verði falið að leita tilboða í gegnumlýsing- arbifreið. Markmiðið er að efla aðgerðir gegn fíkniefnasmygli og auka öryggi vöruflutninga. Farið verður fram á 120 milljónir króna í þessu skyni í frumvarpi til íjáraukalaga fyrir árið 2006. Leiðrétting Guðjón Hjörleifsson.þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi, var í frétt Blaðsins í gær sagður stefna á önnur sæti en hann hefur sett stefnuna á. Hann gefur kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri flokksins í dag. HRINGUR TANKADOS EFTIR DANBROWN FRA HOF DA VINCIL' OUMDEILDUR MEISTARi HINNAR UTHUGSUÐU SPENNUSOGU „Heimurinn sem Hringur Tankados lýsir er því miður ekki; fjarri raunveruleikanum." - MacDonnell Ulsch, forstjóri Öryggisráðs Bandaríkjanna OSYNILEGIR GLÆPIR EFTIR XS&*XX A METSOLUUSTUM UM ALLAN HEIM. PLANETA BOKMENNTAVERÐLAUNIN IARGENTINU. „Stærðfræði og morðgáta. Þú færð ekki betri kokkteil." - Guardian M78 r BJARTUR

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.