blaðið - 11.11.2006, Side 32

blaðið - 11.11.2006, Side 32
32 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 hb blaöiö Hef ekki áhuga á að mýkja ímyndina g lít á úrslitin í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins sem góðan varnarsigur. Ég uni þeim vel fyrir sjálfan mig og tel að eins og í pottinn var búið þurfi ég ekki að kvarta. Það var harkalega sótt að mér,“ segir Bjöm Bjarnason dómsmálaráðherra. „Ekki sé ég að menn séu að blanda sér í prófkjör annarra flokka en i aðdraganda próf- kjörs hjá okkur sjálfstæðismönnum voru menn í öðrum flokkum mjög að skipta sér af. Þeir hrósuðu mér kannski í aðra röndina en tilgangur- inn var að draga upp þá mynd að ég væri fremur illmenni en góðmenni. Innan flokksins varð uppákoma hjá stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna vegna tillagna sem ekki höfðu verið lagðar fram og sagt var að ég væri að ráðast á mannrétt- indi og gera hluti sem áttu ekki við nokkur rök að styðjast. Prófkjörs- baráttan sjálf bar þess líka merki að menn börðust hart. Það er óvenju- legt við val á flokkssystkinum á lista að spjótum sé beint gegn einum frambjóðanda um leið og mælt er með öðrum, en það var greinilega gert í þessu prófkjöri." Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að ef þú nœðir ekki öðru sœtinu þá myndirðu hætta stjórnmálaafskiptum? „Ég gerði annað sætið ekki að úr- slitaatriði. Ef ég hefði lent neðarlega á lista hefði það verið skýr skilaboð um að ég ætti að fara að snúa mér að einhverju öðru. En ég fékk sterka kosningu í þriðja sætið, það er síður en svo eins og ég lafi í því.“ Ef flokkurinn fer í ríkisstjórn eftir kosningar gerirðu þá tilkall til ráðherraembœttis? „Á mínum pólitíska ferli hef ég aldrei gert tilkall til ráðherraemb- ættis, það hefur frekar verið leitað til mín og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að taka að mér ákveðin embætti. Það er ekkert óeðlilegt við það að þrír þingmenn menn úr Reykjavík verði ráðherrar og þess vegna fleiri ef góðir menn eru í boði. Annars veit ég ekki frekar en aðrir, hvernig þetta verður." Fjögur ár í senn Veiktist ekki staða þín í Sjálfstœð- isflokknum þegar Davíð Oddsson hœtti stjórnmálaafskiptum? „Ég lít ekki svo á. Við Davíð vorum nánir í stjórnmálum enda héldum við fram ákveðnum sjónarmiðum, skoðunum og viðhorfum sem við viljum að ríki innan Sjálfstæðis- flokksins. Ég tel að innan Sjálfstæð- isflokksins vilji menn að þessi við- horf fái að njóta sín áfram. Ég hef heyrt því haldið fram að vegna brott- hvarfs Daviðs úr stjórnmálum hafi staða mín veikst. Ég hef ekki orðið var við það. Hvers vegna skyldi hún hafa veikst?" Með nýjum foringja koma nýir menn, það er alltaf þannig. „Nýir menn geta ekki farið öllu sínu fram. Það er ekki endilega far- sælt fyrir stjórnmálaflokk að nýir menn ýti öllum öðrum til hliðar. Ég lít svo á að styrkur Sjálfstæðisflokks- ins felist í ákveðnu jafnvægi innan hans. Gæfa flokksins byggist á því, að áfram verði siglt í sæmilegri sátt.“ Ætlarðu að vera langan tíma í stjórnmálum í viðbót? „Ég hef boðið mig fram til fjögurra ára. Enginn veit hvað gerist eftir kosningar frekar en sína ævi fyrr en öll er, en varðandi stjórnmálaþátt- töku hugsa ég eins og áður í grund- vallaratriðum til fjögurra ára.“ Hef oft verið dómharður Manni finnst stundum að sam- skipti þín og fjölmiðlamanna séu stormasöm. Erþað rétt tilfinning? „Frá árinu 1995 hef ég haldið úti heimasíðu minni bjorn.is, raunar eigin fjölmiðli. Þar skrifa ég reglu- lega og hef oft verið dómharður. Ég les þau skrif ekki eftir á nema ég þurfi á því að halda að fletta upp ein- hverju sem ég hef sagt, en ég er viss um að mörgum hefur sviðið undan „í sjónvarpsumræðum og blaðaskrifum eru svokallaðir álitsgjafar oft lireinlega úti að aka og þá má velta þvífyrir sér hvaða forsenáur þeir hafi fyrir mörgu því sem þeir segja í dómum um menn og málefni. Tilfinningasveiflur geta ráðið skoðun þeirra, ábyrgðarleysi, þekkingarskortur eða einfaldlega óvild Má ég ekki gera athugasemdir við slíkan málflutning? Sjóntækjafræðingur með réttindi tii sjónmælinga og linsumælinga Greiðslukjör í allt að 36 mánuði §Gleraugað Bláu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík i (visa/euro) Engin útborgun gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is blaöiö LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 33 „Ef það er mönnum fjötur umfót að hafa ákveðnar skoðnir og svarafyrir sig þá telst sennilega heppilegra að hafa mjúka ímynd og vera skoðanalaus. Þá kemst viðkomandi áfram afþví að hann ergoodyguy.Éghef ekki tileinkað mér þetta viðhorf." skrifunum. Ég er ekkert að friðmæl- ast við menn. Menn geta spurt: Er skynsamlegt fyrir stjórnmálamann að agnúast út í fjölmiðlamenn á eigin vefsíðu? Fær hann ekki fyrir vikið fjölmiðla- menn upp á móti sér? Ég hef vafa- laust kallað á þau viðbrögð, enda fjölmiðlamenn líklega viðkvæmari fyrir sjálfum sér en stjórnmála- menn. Á hinn bóginn er það liður í því að vera stjórnmálamaður að segja skoðun sína og svara fyrir sig. I sjónvarpsumræðum og blaða- skrifum eru svokallaðir álitsgjafar oft hreinlega úti að aka og þá má velta því fyrir sér hvaða forsendur þeir hafi fyrir mörgu því sem þeir segja í dómum um menn og mál- efni. Tilfinningasveiflur geta ráðið skoðun þeirra, ábyrgðarleysi, þekk- ingarskortur eða einfaldlega óvild. Má ég ekki gera athugasemdir við slíkan málflutning? Ég leitast við að gera það aldrei nema með rökum og helst beinum tilvitnunum. Spyrja má af hverju ég sé að elta ólar við þetta. Stundum geri ég það vissu- lega sjálfur. En er það ekki liður í heilbrigðum skoðanaskiptum, að menn láti í sér heyra, ef þeim þykir aðrir segja bölvaða vitleysu, oft um hin mikilvægustu mál? Sumir halda því fram, að sem ráðherra megi ég ekki nota ákveðin orð til að lýsa skoðunum mínum. Málum hefur meira að segja verið skotið til dómstóla vegna orða sem ég hef notað á vefsíðunni. Nú er ég sagður vænisjúkur, af því að ég nota orðið „andstæðingur“. Þetta er pólit- ísk rétthugsun sem er komin langt út fyrir það sem eðlilegt er.“ Framhald á nœstu opnu dúnsœngur & koddar náttborð verð 9.800. rafmagnsrúm verð frá 84.510 eldhússtólar barstólar eldhúsborð sjónvarpsherbergið borðstofa svefnsófar sófasett & hornsófar stólar / casper 39.000 www. toscana. is SMIÐJUVEGI 2. KOP S : 5 8 7 6090 HÚSGÖGNIN FAST EINNIG ; HÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.