blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 blaðið HVAÐ MANSTU? 1. Hvað heitir flutningaskipið sem strandaði rétt utan við Sandgerði á þriðjudaginn? 2. Hvert er heimsmet Sergei Bubka í stangarstökki karla utandyra? 3. Hverjir skipa annað sætið á listum Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar? 4. (hvaða landi eru Englafossar, hæstu fossar í heimi? 5. Hvaða hljómsveit gaf út plötuna Don’t Believe the Truth í fyrra? Svör: GENGIGJALDMIÐLA § E É o,-° 'co ai = 2L 1 .!= 3 £ SS g(0 05£í >0 • 'O — t— cm co -o o m Bandaríkjadalur Sterlingspund Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Evra 68,95 135,86 12,23 11,17 10,13 91,16 SALA 69,27 136,52 12,30 11,24 10,19 91,68 Noregur: Drekka sem aldrei fyrr Áfengisneysla Norðmanna hefur aukist verulega síðustu tuttugu ár. Samkvæmt nýjum tölum frá Lýðheilsustofnun í Noregi hefur neyslan aukist um 25 prósent frá árinu 1973. Því hafði oft verið haldið fram að áfengismenning Norðmanna hefði þróast í átt að þeirri sem tíðkast sunnar í álfunni en tölurnar sýna hið gagnstæða. Áfengisneyslan á föstudögum og laugardögum af heildarneyslu yfir vikuna hefur aukist úr 46 prósentum árið 1973 í 62 prósent. Sérfræðingar telja að aukning- una megi fyrst og fremst rekja til aukinnar neyslu kvenna og aukins umfangs heimabruggs og tollfrjálsrar verslunar. Mýrar: Bilun á versta tíma Rafmagnslaust varð í hluta Borgarbyggðar í um 3 klukku- stundir á þriðjudagskvöldið vegna línubilunar. Rafmagn fór ekki af í Borgarnesi en raf- magnið þar flökti þó eitthvað. Bilunin kom á versta tíma fyrir bændur í héraðinu því rafmagnsleysið stóð yfir á sama tíma og mjaltir og þurftu því margir bændur að hverfa til eldri vinnubragða og hand- mjólka kýr sínar. Faerri stúlkubörn Munurá fjölda stúlkna og drengja hef- uraukist eftirað auðveldara varð að kyngreina fóstur. Indverskir foreldrar láta drepa stúlkubörn: Tíu milljón stúlkur deyddar á tveimur áratugum ■ Ráöherra líkir ástandinu viö þjóðarhörmung ■ 933 stúlkur á móti hverjum þúsund drengjum Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Sjö þúsund færri stúlkubörn fæð- ast á hverjum degi í Indlandi en gera mætti ráð fyrir samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. Ástæðan er sögð vera sú að fóstrum er eytt eftir kyngreiningu og stúlkubörn eru drepin strax eftir fæð- ingu. Renuka Chowd- hury, jafnréttismála- ráðherra Indlands, segir þetta vera skelfilegar tölur og líkir þessu við þjóðarhörmung. Stúlkubörn eru af fjölmörgum Ind- verjum álitin vera dragbítur á fjölskyld- una, ekki síst þar sem enn viðgengst að for- eldrar brúðar skuli borga heimanmund í formi pen- inga og vara til fjölskyldu brúðgumans. I landinu er heim- anmundur brúðar bannaður með lögum en þrátt fyrir það viðgengst hefðin meðal Indverja. Mun fleiri karlmenn eru auk þess fyrirvinnur heimilanna og fordómar meðal Geföu golffatnað É m. 4 Hvaleyri Herra- og dömubuxur Setberg Herra- og dömustakkur Hvaleyrl Herra- og dömujakki NORÐUR ^'dbrauni 11 Garöa0® þjóðarinnar meina konum oft að mennta sig og fá störf. I fyrirlestri Chowdhury í Háskól- anum i Delí í síðustu viku sagði hún að indverska þjóðin hefði misst tíu milljónir stúlkubarna síð- 'V ustu tuttugu árin. „Hver \ hefur drepið þessi stúlku- ' börn? Jú, foreldrar ^ þeirra. í sumum hér- \ uðum hafa börnin verið með drepin \ því að foreldrarnir ' hafa fyllt nasir þeirra og munn af sandi eða tób- ; akssafaþannigað þau kafna,“ segir Chowdhury og vísar þar til tilfella í eyðimerkurhérað- inu Rajasthan. „Þau leggja börnin lifandi í krukkur og grafa svo krukkurnar," segir Chowdhury. „Þau setja tóbak í munn stúlknanna. Þau hengja börnin á hvolf líkt og verið sé að þurrkja blóm. Ástríða Þau grafa bömin iifandi Renuka Chowdhury okkar fyrir tígrisdýrum er meiri en fyrir stúlkubörnum í þessu landi. Við erum með fólk sem berst fyrir réttindum flækingshunda, á meðan stórir hópar fólks drepa stúlkubörn." Samkvæmt manntalinu 2001 voru 933 stúlkur á móti hverjum þúsund drengjum í landinu, en í Punjab-hér- aði, þar sem ástandið er verst, voru 798 stúlkur á móti hverjum þúsund drengjum. Bilið hefur breikkað frá árinu 1991 eftir að auðveldara og ódýrara varð að kyngreina fóstur. Ráherrann segir að ástandið hafi skapað mikinn vanda í landinu. Skortur er á kvenmönnum í sumum héruðum landsins og tók hún dæmi um fjóra bræður í Haryana sem allir neyddust til að giftast sömu konunni. (Sögu jólanna er fjallað á itarlegan hátt um jólahátíðina fyrr og síðar. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, lýsir því hvernig kirkjan breytti jólahaldi og mótaði nýtt helgihald, höfðingar svölluðu og almúginn dansaði en allir reyndu að tjalda því þesta sem til var á hverju heimili. Gerð er grein fyrir hugmyndum fólks um jólavættir í myrkrinu. Sérstaklega er hugað að þróun hátíðarinnar síðustu hundrað árin sem hefur skipað henni svo sterkan sess í hugum okkar nútimafólks. Bókin er 300 bls í stóru broti, öll í lit, og skiptist í 17 kafla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.