blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 40
40
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006
blaöiö
Ingrid Bergman fæddist
árið 1915 í Stokkhólmi. Hún
var þriggja ára þegar þýsk
móðir hennar lést úr lifrar-
sjúkdómi. Ingrid ólst upp
hjá föður sínum, var mið-
punktur lífs hans og hann
örvaði listgáfur hennar og einstak-
lingseinkenni. Hann lést úr krabba-
meini þegar hún var þrettán ára.
Föðursystir Ingridar tók við uppeld-
inu en hún lést sex mánuðum síðar.
Ingrid flutti þá til frænda síns og
fjölskyldu hans. Hún var feiminn
og viðkvæmur unglingur og lok-
aði sig inni tímunum saman og
lék ímynduð hlutverk í huganum.
Þegar hún hafði aldur til fór hún
í Konunglega leiklistarskólann en
hætti leiklistarnámi til að gerast
kvikmyndaleikkona. Hún giftist
tannlækni, Petter Lindström, en
hann varð seinna læknir.
Hollywoodstjarna
Tuttugu og þriggja ára gömul
hafði Ingrid leikið í ellefu myndum.
Hún fékk tilboð frá Hollywood og
fluttist með eiginmanni sínum og
Piu dóttur þeirra til Los Angeles og
lék á næstu árum í fjölda mynda.
Frægust er Casablanca en Ingrid
fékk Óskarsverðlaun fyrir leik
sinn í myndinni Gasljós og vakti
einnig mikla athygli í myndum
Alfreds Hitchcocks, Spellbound og
Notorious.
Ingrid varð ekki einungis ein
þekktasta kvikmyndaleikkona
Bandaríkjanna heldur einnig sú
virtasta. Hún þótti skera sig úr
hópi leikkvenna í Hollywood fyrir
fegurð og tilgerðarleysi og varð
ímynd hinnar hreinlyndu og sak-
lausu konu. Opinberlega lék hún
hina trygglyndu eiginkonu en raun-
veruleikinn var allur annað. Hjónin
áttu lítið sameiginlegt og Ingrid
leiddist í hjónabandinu. Hún átti í
fjölmörgum ástarsamböndum, þar
á meðal við leikstjórann Victor
Fleming, leikarann Gary Cooper og
ljósmyndarann Robert Capa.
Örlagaríkt bréf
Árið 1948 skrifaði Ingrid ítalska
leikstjóranum Roberto Rossellini
og sagðist vilja gera mynd með
honum. Rossellini hélt til fundar
við hana í Bandaríkjunum og bauð
henni hlutverk í Stromboli sem var
tekin upp á samnefndri ítalskri eyju.
Ingrid og Rossellini urðu ástfangin
og Ingrid skrifaði manni sínum og
bað um skilnað. Hún hikaði við að
senda bréfið og það var Rossellini
sem þreif það af henni til að koma
því í póst áður en hún sýndi vinum
sínum það. Þannig láku fréttirnar
af skilnaði til ítalskra blaða. Hafnir
Stromboli fylltust af bátum með
blaðamönnum og ljósmyndurum.
Fjölmiðlar ærðust síðan þegar frétt-
ist að Ingrid væri barnshafandi.
Ingrid náði ekki að skilja við eig-
inmann sinn áður en hún fæddi
son þeirra Rossellinis. Fordæm-
ingaralda skall á henni. Hún hafði
verið ímynd hreinleikans í hugum
kvikmyndahúsagesta en var nú
fallin kona, talin siðferðilega gjör-
spillt. Þingmaður kvaddi sér hljóðs
á Bandaríkjaþingi og fordæmdi
Ingrid fyrir að hafa yfirgefið mann
sinn og dóttur og sagði að henni
ætti aldrei framar að leyfast að stíga
á bandaríska jörð. Á tæpu ári voru
rúmlega 38.000 blaðagreinar skrif-
aðar í Bandaríkjunum um skilnað
Ingridar og samband hennar við
Rossellini.
Lindström fékk forræði yfir
Piu dóttur þeirra. Úrskurðurinn
var kveðinn upp eftir að Pia sagði
dómara að hún vildi vera hjá föður
sínum. Hún sagðist ekki elska
móður sína heldur kunna vel við
hana og saknaði hennar ekki.
„Ég hef ekki séð nægilega mikið
af henni til að geta raunverulega
elskað hana. Pabbi hefur aðallega
séð um mig. Ég var mest með
honum,“ sagði Pia.
Skilnaður og endurkoma
Ingrid og Rossellini gengu í
hjónaband og eignuðust tvíbura-
dætur. Önnur þeirra, Isabella, varð
fræg fyrirsæta og leikkona sem
erfði fegurð móður sinnar. Hjónin
bjuggu á Italíu og unnu saman að
sex myndum sem allar fengu slaka
dóma og dræma aðsókn. Ingrid
sagði seinna að þessar myndir
væru síst merkilegri en nokkrar
þeirra mynda sem hún hefði leikið
„Maður hreifst affeg-
urð hennar en manni
fannst eins og hún hefði
aldrei lesið bók. Hún
hafði engan áhuga á
þjóðfélagsmálum.
í á Hollywoodárum sínum. Fjár-
hagur hjónanna var slæmur og
Rossellini bannaði Ingrid að vinna
með öðrum leikstjórum en honum.
Hann var ráðríkur í sambandi
þeirra og afar mislyndur. Auk þess
var hann sjúklega afbrýðisamur og
var henni ekki trúr.
í óþökk ráðríks eiginmanns
ákvað Indrid að taka að sér hlut-
verk Anastasíu í samnefndri kvik-
mynd um rússnesku keisaradóttur-
ina, sem átti að hafa sloppið lifandi
frá bolsévíkum. Ingrid fékk Óskars-
verðlaun fyrir leik sinn.