blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 43
blaðið
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 43
Geðheilbrigðis-
átak
Á sextándu milljón króna hefur
safnast í söfnunarátaki Spari-
sjóðsins til styrktar átta frjálsum
félagasamtökum til verkefna við
uppbyggingu, fræðslu og þróun í
geðheilbrigðismálum. Átakinu lýkur
á aðfangadag.
Pað kostar ekkert fyrir viðskiptavini
Sparisjóðsins að taka þátt í söfn-
uninni þar sem þeir þurfa aðeins
að velja eitt af verkefnunum átta
á heimasíðu hans (spar.is) eða í
heimabanka og hlýtur það verkefni
sem valið er þúsund króna styrk.
Hægt er að leggja fram viðbótar-
framlag auk þess sem allir lands-
menn geta tekið þátt með því að
hringja í söfnunarsímann 901 1000.
Nánari upplýsingar um verkefnin er
að finna á heimasíðu Sparisjóðsins.
Heilsurúm frá Lattoflex Winx-
heilsurúm eru komin á markað hér
á landi.
Ný heilsurúm
Eirberg ehf. hefur hafið sölu á Winx-
heilsurúmum frá þýska fyrirtækinu
Lattoflex sem hefur lengi verið í
fararbroddi í þróun heilsurúma.
Winx-heilsurúmin eru talin uppfylla
fjögur skilyrði sem eru forsenda
rétts stuðnings við bak og þess að
fólk vakni endurnært og úthvílt að
morgni.
Rúmin bæta blóðflæði með vöðva-
slakandi örhreyfingum fyrir tilstilli
sérhannaðra vængja sem virkja
eðlilegar hreyfingar f svefni og skila
hreyfiorkunni mjúklega til líkamans.
Axla- og mjaðmasvæði eru mýkri
til að halda bakinu beinu og losa
sþennu. Þrískipt fjöðrunarkerfi
stuðlar að endurnærandi svefni og
Winx-vængirnir veita líkamanum
breytilegan stuðning óháð þyngd.
Þá eru álagspunktar hverfandi
vegna vængjanna sem Lattoflex
hefur þróað ásamt Evo-dýnum
sem eru hannaðar með tilliti til lög-
unar líkamans.
Rúmin eru að auki stillanleg undir
baki og öxlum eftir breytilegum
þörfum hvers og eins, og þau fást
einnig með slakandi nuddkerfi.
SMÁAUGLÝSINGAR
blaöiöa
SMAAUQLYSINGAR@BLADID.NET
Morgunmatur
og einkunnir
Því er oft haldið fram að morgun-
matur sé mikilvægasta máltíð dags-
ins og ekki að ástæðulausu. Það
hefur sýnt sig að þá sem ekki nærast
vel áður en þeir halda til vinnu eða
skóla skortir oft úthald og einbeit-
ingu. Það á ekki síst við um börn og
unglinga.
Nemendur sem ekki borða morgu-
mat fá lélegri einkunnir samkvæmt
niðurstöðum nýlegrar norskrar
rannsóknar. Þá virðist það einnig
hafa áhrif á andlega líðan nemend-
anna hvort þeir sleppa morgunmatn-
um eða ekki.
Um 7.500 norskir nemendur í tí-
unda bekk tóku þátt í rannsókninni
sem vísindamenn við Óslóarháskóla
stóðu að. Rannsóknin leiddi í ljós að
aðeins 55 prósent stúlknanna og 66
prósent drengjanna borðuðu morg-
unmat daglega. Hún leiddi enn
fremur í ljós að sterk tengsl voru
milli þess hve oft nemandi borðar
morgunmat og einkunna. Þeir sem
sleppa morgunmatnum eru í tvisv-
ar sinnum meiri hættu á að fá lé-
legar einkunnir en hinir. Þá virðist
það hafa meiri áhrif á andlega líðan
drengja að borða ekki morgunmat
en stúlkna. Þeir virðast vera í þrisv-
ar sinnum meiri hættu á að upphfa
kvíða eða þunglyndi en drengir sem
borða reglulega morgunmat.
Skötuveislan
er byrjuð hjá okkur. Komdu og skoðaðu
fiskborðið okkar fullt af ilmandi
tindabykkju og skötubörðum, hnoðmör,
hamsatólg og þrumara með.
Ævintýralegar fiskbúðir
fiskisaga.is
Hamraborg 14a • Skipholti 70 • Höfðabakka 1 • Vegamótum (Nesvegi 100) Sundlaugavegi 12 • Háaleitisbraut 58-60