blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006
blaðið
//
Sjávarlóðin" á Álftanesi
Henrik Thorarensen hefur farið
mikinn í fjölmiðlum undanfarið.
Haft er eftir honum að ég vaði yfir
hann á skítugum skónum og mis-
beiti valdi mínu sem forseti bæjar-
stjórnar Álftaness. HenrikThoraren-
sen hefur aðgang að fjölmiðlavaldi
og hefur valið að leggja málstað sinn
sem almennur borgari fyrir dómstól
götunnar. Fyrir þeim dómi vitnar
hann um að ég sé skrýtinn, siðlaus
maður sem taki ekki rökum og sé
í persónulegri pílagrímsför. Hann
segir að ég hafi með forkastanlegum
hætti misnotað vald mitt, stundað
yfirhylmingar vegna persónulegra
hagsmunamála, reynt að ýta bæjar-
félaginu út í dýrkeypt skaðbótamál,
slegið eign minni á lóð sína, beitt
lygi, frekju og yfirgangi, byggt sund-
Aðsendar greinar
Blaðiö birtir aðsendar greinar frá þeim, sem taka vilja þátt
í þjóðfélagsumræðunni með virkum hætti.
Greinum skal skila inn með tölvupósti til greinar@bladid.net
og er æskilegt að þær séu ekki lengri en 600 orð. Greinum skal fylgja
mynd af höfundi ásamt kennitölu hans og símanúmeri.
Blaðið áskilur sér rétt til að breyta fyrirsögnum og millifyrirsögnum
og getur ekki ábyrgst að greinar birtist á tilteknum tíma.
Eins er birting greina háð því að ritstjórn telji þær innan ramma laga
og almenns velsæmis.
Grand Prix
Verðlaunastóllinn sem var hannaður af
Arne Jacobsen árið 1955. Nú fáanlegur í mjög
takmörkuðu upplagi - og aðeins til 1. mars.
epcil
laug, haldið grillveislur, lætur að
því liggja að ég hafi kveikt í húsum,
grafið skurði, staðið fyrir aðförum,
hótunum og málaferlum vegna
lóðarinnar, lokað aðkomunni með
bílum og svifflugum og sé í broddi
þeirrar stjórnsýslufylkingar sem
brjóti á hinum almenna borgara.
Staðreyndin er að Henrik Thor-
arensen, sem ólmur virðist vilja
verða granni minn, hef ég aldrei
hitt prívat og persónulega eða átt
nokkurn orðastað við. Hugmyndir
hans um mig sem persónu hljóta
því að vera byggðar á afspurn og ég
hef velt því fyrir mér hvaðan hann
hefur sínar heimildir. Henrik Thor-
arensen bíður eftir úrlausn frá sveit-
arfélaginu Álftanesi vegna lóðar
sem hann festi kaup á þrátt fyrir
að byggingarleyfi lægi ekki fyrir.
Það er staðreynd að meirihluti sjálf-
stæðismanna, sem hélt um stjórn-
artaumana á Álftanesi þangað til sl.
vor, afgreiddi ekki byggingarleyfi
vegna Miðskóga 8 fyrir kosningar.
Hvers vegna ekki? Henrik Thorar-
ensen fullyrðir að ég sé valdamikill
og stjórni öllu hér. Hann hefur þó
ekki sýnt fram á með haldbærum
rökum eða gögnum að ég hafi með
óeðlilegum hætti beitt valdi mínu
sem forseti bæjarstjórnar Álftaness,
enda hef ég ekki gert það.
Einhverra hluta vegna velur Hen-
rik Thorarensen að vega að heiðri
mínum með aðferð sem bendir fyrst
og fremst til þess að hans málstaður
sé á sandi byggður. Vissulega svíður
undan slíkum svívirðingum, ekki síst
þegar maður leggur sig fram um að
sinna störfum sínum á heiðarlegan
hátt. Eftirfarandi ummæli Henriks
Thorarensen eru ekki sannleikanum
samkvæm eða á rökum reist:
1. Henrik Thorarensen: „Kristján
hefur persónulega staðið í mála-
ferlum vegna eignarhalds á lóðinni
árum saman“. Athugasemd: Engin
málaferli hafa enn farið fram vegna
eignarhalds. Ég stefndi sýslumanni
vegna þinglýsingar á lóðinni þar
sem eigendur jarðarinnar, og þar
með ég sem á um 2,5% af henni, afsöl-
uðu sér aldrei lóðinni til þeirra sem
þinglýstu henni á sig. Lóðin er því
sjálftökulóð. Þarna voru gerð þing-
lýsingarmistök sem að mati dómara
voru fyrnd.
2. Henrik Thorarensen: „Vegna
aðgerða Kristjáns hefur málið í tví-
gang verið sent til umsagnar Skipu-
lagsstofnunar undanfarin misseri
og í áliti stofnunarinnar kemur
fram að fyrirhuguð bygging brýtur
ekki í bága við náttúruverndarlög“.
Athugasemd: Skipulagsstofnun
hefur gefið út þrjú álit. í fyrsta álit-
inu kom fram að deiliskipuleggja
þyrfti lóðina upp á nýtt áður en hún
fengi byggingarleyfi. Að kröfu D-list-
ans var kallað eftir nýju áliti sem var
þvert á hið fyrra. Ég kallaði þá eftir
endurskoðun á þessu nýja áliti þar
sem fjölmörg efnisatriði þar voru
beinlínis röng hjá Skipulagsstofnun.
Niðurstaðan varð sú sama og athuga-
semdum mínum lítt svarað. Nú
hefur komið í ljós að aðilar vensl-
aðir málinu komu með formlegum
hætti að seinni álitunum. Það rýrir
trúverðugleika álitanna og skýrir
hugsanlega vinkilbeygju Skipulags-
stofnunar. Stofnunin gaf eingöngu
út það álit að deiliskipulagið væri
í gildi. Það er skáldskapur hjá
Henriki að stofnunin hafi vitnað í
náttúruverndarlög.
3. HenrikThorarensen: „Við Skóg-
tjörn standa mörg hús í svipaðri af-
stöðu til tjarnarinnar og fyrirhugað
hús“. Athugasemd: Þetta er rangt
hjá Henrik. Ekkert hús stendur nær
fjörubakka en um 12 -15 metra á
meðan fyrirhugað hús hans stendur
um 1 metra frá sjávarborði á flóði.
Um 1/3 lóðarinnar er neðan fjöru-
kambs og einnig þarf að koma fyrir
göngustíg meðfram fjörunni. Er í
einhverjum tilvikum réttlætanlegt
að leyfa byggingu íbúðarhúss svo
nálægt friðlýstri fjöru?
Eðlilega máls-
meðferð fremur
en dómstól
götunnar
Kristján Sveinbjörnsson
Það er hlutskipti Henriks Thor-
arensen að ná fram byggingarleyfi
á lóð sem hann keypti þrátt fyrir
að hún fari að þriðjungi undir sjó
á flóði. Það verður honum vart
til framdráttar að hafa uppi per-
sónulegan óhróður um mig eða
verða uppvís að ósannsögli æ ofan
í æ. Hef ekki ástæðu til að ætla
annað en að Henrik Thorarensen
hafi verið að fullu upplýstur um
vafasama stöðu lóðarinnar áður
en hann festi kaup á henni. Hann
kaus að taka áhættuna og reynir
nú með andstyggilegum hætti
að réttlæta sinn málstað. Við ein-
falda vettvangsskoðun er augljós-
lega ekki pláss fyrir hús á lóðinni
nema með því að fylla upp í hluta
Skógtjarnarinnar. Teikningum
hans var hafnað vegna þess að þær
standast ekki skilmála. Ekki hefur
verið tekið af skarið með heimild
til að byggja hús á svæðinu sem
nefnthefur verið Miðskógar 8 enda
málið mjög umdeilt og viðkvæmt
vegna stöðu minnar, sem ég hef
þó aldrei misnotað á nokkurn hátt.
Hugsanlegt er að úrskurðarnefnd
skipulagsmála og dómstólar skeri
úr um málið. Það er eðlilegur far-
vegur ef menn eru ekki sáttir. Það
sæmir ekki heiðarlegu fólki að
leita til dómstóls götunnar með
þeim hætti sem gert hefur verið
síðustu vikur.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
á Álftanesi.
Skeifunni 6 / Sími 568 7733 / Fax 568 7740 / epal@epal.is / www.epal.is