blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 33

blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 33
blaðió FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 33 Pólitískar hliðar Hafskipsmálsins Yetrarhefti tímaritsins Þjóðmála er komið út. Otgáfa Þjóðmála hófst haustið 2005 og kemur ritið út fjór- um sinnum á ári — vetur, sumar, vor og haust. Meðal efnis í hausthefti Þjóðmála er viðamikil umfjöllun um pólitískar hliðar Hafskipsmálsins svonefnda. Björn Jón Bragason segir þar frá stór- yrðum stjórnmálamanna í ræðustóli á Alþingi um stjórnendur Hafskips, en þau leiddu til Hafskipsmálsins sem skók íslenskt samfélag á níunda áratug 20. aldar. {greininni „Gunnar Gunnarsson var ekki nasisti" birtir Hannes Hólmsteinn Gissurarson bréf frá Gunnari sem taka af allan vafa um að hann var ekki þjóðernisjafn- aðarmaður. Ragnhildur Kolka fjallar um hnignun Sameinuðu þjóðanna og spillinguna sem þrífst innan þess- arar alþjóðastofnunar. Árni Björns- son segir frá tilraunum austurþýsku leyniþjónustunnar til að veiða hann í net sitt á námsárum hans í Austur- og Vestur-Þýskalandi á sjöunda ára- tug 20. aldar í greininni „Stasi og ég“. Af öðru efni Þjóðmála má nefna að Gréta Ingþórsdóttir fjallar um fjár- málastjórn R-listans í ljósi nýlegrar skýrslu KPMG. Gísli Freyr Valdórs- son skrifar um ágalla á framkvæmd prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í haust. Björn Bjarnason ræðir hlerunarmálin í greininni .Ekkert að fela“. Jónas H. Haralz segir frá trúnaðarsamtali sem hann varð vitni að milli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og bandaríska sendi- herrans í Reykjavík hálfum mánuði áður en Bjarni lést. Bjarni Jónsson skrifar um hagvöxt og gróðurhúsa- áhrif. Þá rifjar Hannes Hólmsteinn Gissurarson upp aldaríjórðungslöng kynni sín af Milton Friedman í ítar- legri ritgerð. I nýjum Þjóðmálum er einnig fjall- að um jólabækurnar, sagt frá minn- isblaði Sveins Björnssonar um vald- mörk forsetaembættisins gagnvart ÞJÓÐMÁL Atlaga frá Alþingi Feysknar *toólr Samelnuðu þjóöanna Alþingi og fjallað um ný lög um fjármálstjórn- málaflokka. Birt er bæn eftir Sigur- björn Einars- son biskup, „Á Lögbergi", og nýtt kvæði eftir Matthías Johannessen, „Andspænis höfuðskepnum, hugsað til Gunnars Gunnarssonar". Þá er birtur er kafli úr Haustlitum, minningaþáttum Ás- geirs Péturssonar, þar sem segir frá Milton Friedman föður hans, Pétri Magnússyni, og Ól- afi Thors. Loks segir Þorsteinn Geirs- son nokkrar skemmtilegar „Stjórnar- ráðssögur". I bókadómum fjallar Björn Bjarna- son um Haustliti Ásgeirs Péturssonar, Björg Einarsdóttir skrifar um Níutíu raddir, greinasafn sjálfstæðiskvenna, Guðmundur Magnússon rýnir í ævi- sögu Matthíasar Jochumssonar, Upp á sigurhæðir, eftir Þórunni Erlu Valdi- marsdóttur og Glúmur Jón Björnsson skrifar um bókina An Inconvenient Truth eftir A1 Gore. Þjóðmál eru 96 bls. Ritstjóri er Jak- ob F. Ásgeirsson. Útgefandi er Bókafé- lagið Ugla. Jólatónleikar í Dómkirkjunni Dómkórinn verður með jólatónleika í Dómkirkjunni í kvöld klukkan 22.00. Þar gefst tilvalið tækifæri til að slaka á eftir jólaverslunina og láta kórinn koma sér f jólaskap. Á efnisskrá eru mótettur gömlu meistaranna frá 16. og 17. öld og jólasálmar í fallegum útsetningum. Sesselja Kristjánsdóttir syngur ein- söng en aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Óperukarókí í Óperunni á Por- láksmessukvöld Á Þorláksmessu iðar miðbærinn yfirleitt af lífi. Sumir eru að leggja lokahönd á jólagjafainnkaupin á meðan aðrir eru búnir að öllu og njóta þess að rölta um bæinn og upplifa jólastemninguna. Það verður án efa gríðarleg jólastemn- ing í anddyri íslensku óperunnar þar sem Davíð Ólafsson, óþeru- söngvari og skemmtikraftur, hefur umsjón með óperukarókíi á Þor- láksmessukvöld. Davíð stóð fyrir samskonar uppákomu í fyrra og þá ómaði söngurinn út á Ingólfs- strætið fram eftir kvöldi. Davíð spilar þekkt lög af geisla- diskum og býður gestum og gangandi að taka lagið. Einnig mun hann fá til sín góða gesti og að sjálfsögðu tekur hann lagið sjálfur. Sólon verður með veitingasölu á staðnum og húsið verður opnað klukkan 20. Allir velkomnir. SSSivl£ÍS,UíS.'V,í.^ Baci súkkulaðikossarnirfást í mismunandi umbúðum sem henta til gjafa við öll tækifæri. Með hverjum Baci súkkuiaðikossi fyigja skemmtileg skilaboð um ást og vináttu. mtaðrir IteslilmeUir; Dákkt areDamkka/aDi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.