blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 33
blaðió
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 33
Pólitískar hliðar Hafskipsmálsins
Yetrarhefti tímaritsins Þjóðmála
er komið út. Otgáfa Þjóðmála hófst
haustið 2005 og kemur ritið út fjór-
um sinnum á ári — vetur, sumar, vor
og haust.
Meðal efnis í hausthefti Þjóðmála
er viðamikil umfjöllun um pólitískar
hliðar Hafskipsmálsins svonefnda.
Björn Jón Bragason segir þar frá stór-
yrðum stjórnmálamanna í ræðustóli
á Alþingi um stjórnendur Hafskips,
en þau leiddu til Hafskipsmálsins
sem skók íslenskt samfélag á níunda
áratug 20. aldar. {greininni „Gunnar
Gunnarsson var ekki nasisti" birtir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson bréf
frá Gunnari sem taka af allan vafa
um að hann var ekki þjóðernisjafn-
aðarmaður. Ragnhildur Kolka fjallar
um hnignun Sameinuðu þjóðanna
og spillinguna sem þrífst innan þess-
arar alþjóðastofnunar. Árni Björns-
son segir frá tilraunum austurþýsku
leyniþjónustunnar til að veiða hann
í net sitt á námsárum hans í Austur-
og Vestur-Þýskalandi á sjöunda ára-
tug 20. aldar í greininni „Stasi og ég“.
Af öðru efni Þjóðmála má nefna
að Gréta Ingþórsdóttir fjallar um fjár-
málastjórn R-listans í ljósi nýlegrar
skýrslu KPMG. Gísli Freyr Valdórs-
son skrifar um ágalla á framkvæmd
prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík í haust. Björn Bjarnason
ræðir hlerunarmálin í greininni
.Ekkert að fela“. Jónas H. Haralz segir
frá trúnaðarsamtali sem hann varð
vitni að milli Bjarna Benediktssonar
forsætisráðherra og bandaríska sendi-
herrans í Reykjavík hálfum mánuði
áður en Bjarni lést. Bjarni Jónsson
skrifar um hagvöxt og gróðurhúsa-
áhrif. Þá rifjar Hannes Hólmsteinn
Gissurarson upp aldaríjórðungslöng
kynni sín af Milton Friedman í ítar-
legri ritgerð.
I nýjum Þjóðmálum er einnig fjall-
að um jólabækurnar, sagt frá minn-
isblaði Sveins Björnssonar um vald-
mörk forsetaembættisins gagnvart
ÞJÓÐMÁL
Atlaga frá Alþingi
Feysknar *toólr
Samelnuðu þjóöanna
Alþingi og
fjallað um
ný lög um
fjármálstjórn-
málaflokka.
Birt er bæn
eftir Sigur-
björn Einars-
son biskup,
„Á Lögbergi",
og nýtt
kvæði eftir
Matthías Johannessen, „Andspænis
höfuðskepnum, hugsað til Gunnars
Gunnarssonar". Þá er birtur er kafli
úr Haustlitum, minningaþáttum Ás-
geirs Péturssonar, þar sem segir frá
Milton Friedman
föður hans, Pétri Magnússyni, og Ól-
afi Thors. Loks segir Þorsteinn Geirs-
son nokkrar skemmtilegar „Stjórnar-
ráðssögur".
I bókadómum fjallar Björn Bjarna-
son um Haustliti Ásgeirs Péturssonar,
Björg Einarsdóttir skrifar um Níutíu
raddir, greinasafn sjálfstæðiskvenna,
Guðmundur Magnússon rýnir í ævi-
sögu Matthíasar Jochumssonar, Upp
á sigurhæðir, eftir Þórunni Erlu Valdi-
marsdóttur og Glúmur Jón Björnsson
skrifar um bókina An Inconvenient
Truth eftir A1 Gore.
Þjóðmál eru 96 bls. Ritstjóri er Jak-
ob F. Ásgeirsson. Útgefandi er Bókafé-
lagið Ugla.
Jólatónleikar
í Dómkirkjunni
Dómkórinn verður með jólatónleika
í Dómkirkjunni í kvöld klukkan
22.00. Þar gefst tilvalið tækifæri
til að slaka á eftir jólaverslunina
og láta kórinn koma sér f jólaskap.
Á efnisskrá eru mótettur gömlu
meistaranna frá 16. og 17. öld og
jólasálmar í fallegum útsetningum.
Sesselja Kristjánsdóttir syngur ein-
söng en aðgangur að tónleikunum
er ókeypis.
Óperukarókí í
Óperunni á Por-
láksmessukvöld
Á Þorláksmessu iðar miðbærinn
yfirleitt af lífi. Sumir eru að leggja
lokahönd á jólagjafainnkaupin
á meðan aðrir eru búnir að öllu
og njóta þess að rölta um bæinn
og upplifa jólastemninguna. Það
verður án efa gríðarleg jólastemn-
ing í anddyri íslensku óperunnar
þar sem Davíð Ólafsson, óþeru-
söngvari og skemmtikraftur, hefur
umsjón með óperukarókíi á Þor-
láksmessukvöld. Davíð stóð fyrir
samskonar uppákomu í fyrra og
þá ómaði söngurinn út á Ingólfs-
strætið fram eftir kvöldi.
Davíð spilar þekkt lög af geisla-
diskum og býður gestum og
gangandi að taka lagið. Einnig mun
hann fá til sín góða gesti og að
sjálfsögðu tekur hann lagið sjálfur.
Sólon verður með veitingasölu á
staðnum og húsið verður opnað
klukkan 20. Allir velkomnir.
SSSivl£ÍS,UíS.'V,í.^
Baci súkkulaðikossarnirfást í mismunandi umbúðum
sem henta til gjafa við öll tækifæri.
Með hverjum
Baci súkkuiaðikossi fyigja
skemmtileg skilaboð um
ást og vináttu.
mtaðrir IteslilmeUir; Dákkt areDamkka/aDi