blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 34
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 Hlxi fyrstu jól Jólatónleikar sönghópsins VoxFox verða á morgun kl. 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Flutt verða jólalög við huggu- lega stemningu og kertaljós, bæði innlendar og erlendar jólaperlur sem allir þekkja. VoxFox er sex manna söng- hópur sem sérhæfir sig i flutningi verka a cappella, eða án undirleiks. Hópurinn leggur mikið upp úr vönduðum og krefjandi útsetningum. Efnisskrá er afar fjölbreytt, popp, rokk, djass og klassík. Hópurinn hefur víða komið fram. menmn Frelsun litarins Listunnendur mega ekki missa af sýningunni Frelsun litarins á Listasafni íslands en þar getur að líta verk franskra meistara expressjónismans. Aðgangur að safninu er ókeypis. Ljónalandiö Um síðustu helgi frumsýndu ungir Hafnfirðingar leikritið Ljónalandið eftir Brigitte og Herwig Thelen, í þýðingu og leikstjórn ívars Helgasonar í Jaðarleikhúsinu. Þetta er fjör- ugur söngleikur sem gerist á sléttum Afríku þar sem hin ógurlega silfurs- langa leggst yfir landið og veldur ýmsum óskunda. Dýr sléttunnar þurfa því að taka til sinna ráða og berjast gegn þessari nýju hættu sem ógnar lífi þeirra. Jað- arleikhúsið var stofnað í byrjun janúar á þessu ári en markmið þess er tvíþætt, að gefa ungum listamönnum tækifæri til þess að prófa sig áfram með list sína og að stuðla að menningarlegum samskiptum. Næstu sýningar á Ljónalandinu eru 23. og 30. des- ember. Upplestur í Animu galleríi Það verður kátfí höllinni í Animu galleríi fimmtudagskvöldið 21. og föstudagskvöldið 22. desember því þá munu skáld og fjármála- spekúlantar lesa upp úr bók- menntaverkum (galleríinu. í kvöld mun Silja Aðalsteinsdóttir lesa úr nýrri þýð- ingu sinni á Wut- hering Heights eftir Emily Bronte. Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvar- innar, les úr nýju smásagnasafni sínu Borðaði ég kvöldmat í gær og Sindri Freysson les úr nýrri Ijóðabók sinni (M)orð og myndir. Föstudagskvöldið 22. desember mun Ásgeir Jónsson, forstöðu- maður Greiningardeildar KB banka, lesa úr Ljóðmælum Jóns Arasonar sem hann stóð fyrir út- gáfu á. Hjörtur Pálsson tekur þátt í upplestrinum með Ásgeiri og í tengslum við hann mun Gerður Bolladóttir, sópransöngkona og eiginkona Ásgeirs, syngja lög af geisladiski sem þau hjónin gáfu út í sameiningu árið 2004 og ber nafnið Jón Arason In Memorian. Einar Már Guðmundsson setur svo endapunktinn á kvöldið með lestri úr nýrri ijóðabók sinni Ég stytti mér leið framhjá dauðanum. Dagskráin hefst bæði kvöldin klukkan 20. Ljósaskipti í Kling og Bang Mikið verður um dýrðir í Kmg og Bang á föstudaginn en þá opna listamennirnir Hekla Dögg Jóns- dóttir, Daníel Björnsson, Sirra Sigrún Sigurðar- dóttir og Asdís Sif Gunnars- dóttir sýninguna „Ljósaskipti-Jóla- sýning Kling og Bang“. A sýningunni er að finna verk sem eiga best heima í myrkri. (frétta- tilkynningu segir að sýningunni megi líkja við „aldingarð sem er fylltur af handverki byggðu á vísindakerfi, gosbrunnum, varðeldi, sykri, blikkandi Ijósum, rjómatertum, frosti, hvirfilbyl og sólkerfi.“ Opnunin hefst klukkan 18, föstudaginn 22. desember, með gjörningi fluttum af Daníel Björnssyni, Hildi Björgu Yeoman, Auxpan, Valdimar Jóhannssyni og Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Dómur alþýðunnar Kristján Freyr Halldórsson Valdi sjálfur Eitur fyrir byrjendur sem bestu íslensku skaldsöguna þetta áriö. að vekur ætíð töluverða athygli þegar starfsfólk bókaverslana útnefnir sínar eftirlætisbækur fyrir jólin en í vikunni voru niðurstöður þessarar skemmti- legu kosningar birtar með pomp og prakt. Þetta er í sjöunda sinn sem starfsfólkið stendur fyrir þessari kosningu og hafa verðlaunin unnið sér fastan sess í menningarlífinu fyrir jólin þar sem bækur eru óneit- anlega í aðalhlutverki. „Starfsfólk bókaverslana leggur mikla áherslu á að kynna sér bækurnar um leið og þær koma út. Metnaður bókaút- gefenda í því að kynna starfsfólk- inu bækurnar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Við fáum allar bæk- ur á bókasafn verslana okkar og keppumst við að lesa áður en mesta jólaösin byrjar í verslunum. Við- skiptavinir okkar ætlast vitaskuld til þess að við þekkjum bækurnar sem við erum að selja og getum að- stoðað þá við valið,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, verslunarstjóri Eymundsson.is. Bragi bestur Að þessu sinni stóð Bragi Ólafs- son með pálmann í höndunum en skáldsaga hans Sendiherrann þótti bera af í flokknum besta islenska skáldsagan. „Við glödd- umst mjög yfir orðum Braga þegar við börðum að dyrum hjá honum og afhentum honum blómavönd. Við það tækifæri sagði hann að Besta íslenska skáldsagan: 1. Sendiherrann - Bragi Ólafsson 2. Tryggöarpantur - Auöur Jónsdóttir 3. Konungsbók - Arnaldur Indriöason Besta íslenska barnabókin: 1. öðruvísi saga - Guörún Helgadóttir 2. Eyja gullormsins - Sigrún Eldjárn 3. - 4. Fíasól á flandri - Kristin Helga Gunn- arsdóttir 3.-4. Stór skrímsli gráta ekki - Áslaug Jóns- dóttir og fl. Besta Ijóðabókin: 1. Guðlausir menn - Ingunn Snædal 2. Fyrír kvölddyrum - Hannes Pétursson 3. Ég stytti mér leið - Einar Már Guðmunds- son Besta þýdda skáldsagan: 1. Viltu vinna milljarð? - Vikas Swarup það væri samdóma álit manna að þetta væru flottustu verðlaunin. Þetta eru alþýðuverðlaunin, fólkið i búðum sem handleikur bækurnar daglega er að velja sínar uppáhalds- bækur og ég held að rithöfundarnir kunni að meta það,“ segir Kristján sem sjálfur geymir sér Sendiherr- ann til jólanna. „Ég er mikill að- dáandi Braga og hlakka til að lesa hann um jólin. Eg valdi bók Eiríks 2. Undanteknlngin - Christian Jungersen 3. Brestir í Brooklyn - Paul Auster Besta þýdda barnabókin: 1. Drekafræði - Dr. Erneset Drake 2. Öldungurinn (Eragon II) - Christopher Pa- olini 3. Barbapabbi - Annette Tison Besta ævisagan: 1. Skáldalíf - Halldór Guðmundsson 2. Upp á sigurhæðir - Þórunn Erla Valdimars- dóttir 3. Hannes - Óttar M. Norðfjörð Besta handbókin/fræðibókin: 1. Draumalandið-Andri Snær Magnason 2. íslenskir hellar- Björn Hróarsson 3. -4. (sland í aldanna rás, 19. öldin - Bjarki Bjarnason ofl. 3. - 4. Seiður lands og sagna IV - Gísli Sig- urðsson Norðdahl „Eitur fyrir byrjend- ur“ sem þá bestu. En fólk er mjög hrifið að bókinni hans Braga og ef ég þekki hann rétt þá er hann prýðilega að þessu kominn. Hann er líka góður strákur og mikið krútt hann Bragi,“ segir Kristján sposkur. Hann segir að þeir höf- undar sem fengið hafa verðlaunin á liðnum árum eigi það kannski sameiginlegt að vera duglegir að heimsækja búðirnar, spjalla við starfsfólk og fylgjast með því hvernig bækurnar sínar seljist. „Ég held að það vigti svolítið þegar rit- höfundar rækta samband sitt við starfsfólk verslananna og þeir sem vilja hreppa verðlaunin að ári ættu að hafa það í huga,“ segir Kristján hlæjandi og bætir við að gaman sé að skoða þessi verðlaun með hlið- sjón af tilnefningum til Islensku bókmenntaverðlaunanna. „Það hefur ekki alltaf verið samhengi á milli þessara tvennra verðlauna. Til dæmis var það frægt þegar við útnefndum skáldsögu Braga Ól- afssonar, Samkvæmisleiki, bestu skáldsögu ársins 2004 en hún fékk ekki einu sinni tilnefningu til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna." Gott framtak hjá Óttari Það vekur athygli að Hannes - Nóttin er blá mamma eftir Óttar M. Norfjörð situr í þriðja sæti yfir bestu ævisöguna. Það væri vart i frásögur færandi nema fyrir þær sakir að bókin telur aðeins þrjár síð- ur og er ljósrituð. Útgefendur hafa ekki vandað Óttari kveðjurnar fyr- ir uppátækið enda trónar bókin i efsta sæti metsölulista Eymunds- son og stelur sviðinu frá mörgum helstu ævisagnahöfundum Islands. í kjölfarið hafa margir spurt sig hvað sé bók og hvað sé ekki bók. ,Þetta er mjög áhugavert mál frá a-ö. Ég hef lúmskt gaman af þessu öllu saman, sérstaklega þegar mað- ur heyrir frá bókaútgefendum sjálfum sem margir hverjir eru að malda í móinn. Hannes er bók því hún er með IBSN númer. Min Bibl- ía fyrir jólin eru Bókatíðindi sem Félag íslenskra bókaútgefenda sér um og þar er bókin skilgreind sem bók og sem slík er hún skráð inn í okkar verslanir. Hannes hefur selst vonum framar, Óttar var að árita í einni af okkar verslunum um helg- ina og það fóru mörg hundruð ein- tök út. Málstaðurinn er góður en allur ágóði rennur til Mæðrastyrks- nefndar. Mér finnst þetta ákaflega göfugt og gott framtak hjá honum Ottari fyrir jólin og ég bíð spenntur eftir næsta bindi.“ hilma@bladid.net BÓKMENNTAVERÐLAUN STARFSFÓLKS BÓKAVERSLANA 2006 Sól í myrkri „Þetta er hugvekja og við vilj- um með henni minna fólk á nátt- úruna og hvernig við förum með hana,“ segir Andrea Ólafsdóttir sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu hugvekju Náttúruvaktarinnar við vetrar- sólstöður sem verður haldin í Hallgrímskirkju í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 21. desember, klukk- an 20. „Við efndum einnig til hug- vekju á þessum tíma í fyrra sem var gerður góður rómur að og við ákváðum að endurtaka leikinn," segir Andrea og bætir við að ekki verði haldnar pólitískar ræður heldur verði stemningin öll á hug- lúfu og notalegu nótunum í takt við árstímann. Dagskráin er sér- lega glæsileg en margir af helstu listamönnum þjóðarinnar munu stíga á stokk. „Það er alveg ótrú- legt hvað listamenn eru dugleg- ir að leggja þessu málefni lið og við erum þeim ákaflega þakklát fyrir að gefa vinnu sína og styðja þannig við bakið á þessu málefni sem er ákaflega brýnt á þessum tímum,“ segir Andrea og er ekki í vafa um að málstaðnum hafi vax- ið ásmegin undanfarin misseri. ,Það eru alltaf fleiri og fleiri að vakna til umhugsunar um hvern- ig við erum að fara með f sland og náttúruna almennt - ekki bara á íslandi heldur um allan heim. Þessi mál varða okkur öll.“ Heiðursgestir kvöldsins eru Vig- dís Finnbogadóttir og Ómar Ragn- arsson. Tónlist flytja meðal annars þau Ellen Kristjánsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir, Megas og Súkkat, Bryndis Halla Gylfadóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Auður Hafsteinsdótt- ir, Laufev Sigurðardóttir, Elísabet Waage, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Hugvekjur og ljóð flytja Viðar Hreinsson bókmennta- fræðingur, Pétur Gunnarsson rit- höfundur, séra Birgir Ásgeirsson, Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræð- ingur og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en tekið er við frjáls- um framlögum við innganginn. Andrea Ólafsdóttir Ereinþeirra sem standa að hugvekju Náttúru- vaktarinnar í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.