blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 48
48
IAGUR 21. DESEMBER 2006
blaðiö
konan
Ójafnrétti
Vissir þú að um 85% sendiherra eru karlar en einungis 15%
sendiherra eru konur? Kannski hefur nafngiftin eitthvað um
það að segja enda fæstar konur sem vilja vera herrar!
Gamaldags
(grein sem birtist í Associated Press kemur fram að konur finna jafnan fyrir miklu álagi yfir jólin
vegna þess að gamaldags kynhlutverk virðast verða sterkari um jólin en aðra daga. Kvöðin er
mikil fyrir konur því ætlast er til að þær sjái um allan undirbúning sem og jólahaldið sjálft.
konan@bladid.net
Velgengni snýst
um innsæi
Velgengni getur snúist um innsæi
og að gefa sig á vald æðri mætti
samkvæmt Opruh Winfrey. Oprah,
sem er fyrsta svarta
konan sem varð
billjónamæringur í
Bandaríkjunum, hélt
nýlega ræðu fyrir
konur í viðskiptum
þar sem hún sagði
meðal annars að
fjárhagslegur ávinningur hennar
væri óvæntur afrakstur þess að elta
drauma sína. „Viðskiptahæfileikar
mínir hafa komið innan frá, frá inn-
sæinu.“ Oprah sagði líka að á ferli
sínum hefði hún alltaf gert það sem
henni fannst rétt í stað þess að velja
það sem borgaði betur. „Æðsta ósk
ömmu minnar var að ég myndi hafa
gott hvítt fólk til að vinna fyrir. Ég
vildi að hún væri hér nú svo ég gæti
sagt henni að ég fékk frábært hvítt
fólk sem vinnur fyrir mig.“
Pro-Gastro 8, eru GÓÐAR FRÉTTIR
fyrir meltinguna og þarmaflóruna!
7 hylki 2svar á dag fyrir máltíð og
minnst eitt glas af vatni er gott ráð
til losna við flest meltingaróþægindi.
Fáanlegt í flestum apótekum, heilsu-
búðum, Hagkaup og Fjarðarkaup.
---------------------------------------------------------y
WELEDA
Vatnsfosandí fírfísafí
kofíur oq góður yfír jófín
Birkisafinn frá Weleda hefur
verið vinsæll undanfarin misseri
enda er hann einkar góður
fyrir heilsuna. Birkisafinn hefur
sérstaklega verið vinsæll hjá
þeim sem vilja léttast enda
örvar hann vatnslosun og styður
við náttúrulega úthreinsun
líkamans, en eins og margir vita
er úthreinsun líkamans mikilvæg
fyrir líkamlega vellíðan og vert að
hafa í huga núna um hátíðarnar.
Birkisafinn losar bjúg.
Birkisafinn er unnin úr
þurrkuðum birkiblöðum.
Hægt er að fá birkisafann með
og án hunangs.
Þrátt fyrir að safinn sé kenndur
við birki bragðast hann síður
en svo eins og þessi ágæta
trjátegund. Þetta er bragðgóður
drykkur sem gott er að blanda
með vatni og eiga tilbúinn í
kæliskáp.
Útsölustaðir:
Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Heilsuhornið Akureyri,
Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn , Sólarsport Ólafsvík,
Femin.is, Lífsins lind Hagkaupum, Lyfjaval, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi
apótek um allt land.
Birkisafi örfar vatnslosun og er því hentug
lausn fyrir þá sem vilja missa nokkur kíló.
Veisla vegna nýrra húsakynna
Salka flytur
búferlum
Blídid/FMi
Endurskoðun jafnréttislaga
Um þessar mundir fer fram endur-
skoðun jafnréttislaga í tilefni þess að
þrjátíu ár eru liðin frá því að fyrstu
lögin um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla voru samþykkt á
Alþingi. Endurskoðunarnefnd jafn-
réttislaga hélt sinn fyrsta fund í júní
á þessu ári og hefur alls haldið sex
fundi. í Jafnréttu, fréttablaði um
jafnréttismál, kemur fram að Margr-
ét María Sigurðardóttir sem á sæti í
nefndinni segir að starf nefndarinnar
gangi vel og reiknað er með að nefnd-
in ljúki störfum fyrri hluta næsta árs.
Hægt að koma erindum á framfæri
Það hefur margt áunnist á þessum
þrjátíu árum sem liðin eru frá því
fyrstu lögin um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna urðu til. Þrátt fyrir það er
ljóst að gera þarf enn betur svo jafn-
rétti milli kvenna og karla verði náð.
Jafnréttismálin eru sífellt að þróast og
mikilvægt er að sú þróun endurspegl-
ist í gildandi löggjöf á hverjum tíma.
Það er lögð mikil áhersla á að endur-
skoðunarnefnd jafnréttislaga leiti í
starfi sínu eftir samráði við samtök
aðila vinnumarkaðarins og Kvenrétt-
indafélag íslands sem og aðra þá aðila
er láta sig jafnréttismál varða. Eins er
hægt að koma á framfæri erindum
og lesa umsagnir sem nefndinni hafa
borist sem og fundargerðir hennar á
heimasíðunnni http://endurskodun.
felagsmalaraduneyti.is/.
Hæf nefnd
Guðrún Erlendsdóttir, fyrrver-
andi hæstaréttardómari, er formað-
ur nefndarinnar en Guðrún var
fyrst íslenskra kvenna skipuð dóm-
ari við Hæstarétt íslands. Guðrún
hefur verið ötull talsmaður kynja-
jafnréttis en hún samdi ásamt Hall-
grími Dalberg, ráðuneytisstjóra í
félagsmálaráðuneyti, frumvarp til
fyrstu laganna um jafnrétti kvenna
Endurskoðun Reiknað ermeð að
endurskoöunarnefnd jafnréttislaga
Ijúki störfum fyrri hluta næsta árs en
fyrsti fundur nefndarinnar var haid-
inn í júníá þessu ári.
og karla frá árinu 1976. Aðrir í nefnd-
inni eru Bjarni Benediktsson Sjálf-
stæðisflokki, Bryndís Bjarnason
Framsóknarflokki, Daníel Helgason,
Frjálslynda flokknum, Margrét Mar-
ía Sigurðardóttir hjá Jafnréttisstofu,
Mörður Árnason Samfylkingu og
Valgerður H. Bjarnadóttir Vinstri
grænum.