blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006
blaðið
Fleiri stæði
Borgaryfirvöld hafa opnað ný bílastæði á
Austurbakka og grunni Faxaskála sem verða
opin fram yfir jól. Bíleigendur sem nýta sér þau
þurfa ekki að hafa áhyggjur af að greiða fyrir
að leggja bílnum þvi stæðin verða gjaldfrjáls.
MANNRETTINDI
Þúsund bréf
Um þúsund bréf voru skrifuð í bréfamaraþoni íslands-
deildar Amnesty International. Bréfin eru skrifuð til
varnar einstaklingum og samfélagshópum í hættu og
lutu að ofbeldi gegn konum, mannréttindabrotum í nafni
stríðsins gegn hryðjuverkum og málefnum flóttafólks.
Greitt fyrir viðtöl
Sumir heimildarmanna fréttaskýringaþáttarins Kompáss hafa fengið greitt
fyrir upplýsingar. Þetta sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri í
fslandi í bítið í gær. Hann vísaði á bug að nokkur hefði fengið fíkniefni eins
og sagt var í Kastljósi á þriðjudagskvöld. Hann segir hafa tíðkast að greiða
fyrir viðtöl, meðal annars á RÚV, því vísar Elín Hirst fréttastjóri á bug.
Lög um afnám úrskurðar kjaradóms:
Hæstiréttur dæmi
„Ég á nú von á að stjórnvöld
áfrýi þessum úrskurði þótt ég viti
ekkert um það. Það er mikilvægt
að fá niðurstöðu Hæstaréttar í
svona máli sem varðar grundvall-
aratriði og stjórnarskrána." Þetta
segir Ágúst Ólafur Ágústsson,
þingmaður Samfylkingarinnar,
um úrskurð Héraðsdóms Reykja-
víkur um meðferð launamála
dómara.
Lög um afnám úrskurðar
kjaradóms hvað varðar dómara
brjóta í bága við grunnreglur um
sjálfstæði dómstóla samkvæmt
úrskurði héraðsdómsins og þarf
ríkið þess vegna að greiða Guð-
Bentum á
hættuna
Ágúst Ólafur
Ágústsson, þingmaöur
Samfylkingarinnar
jóni St. Marteinssyni héraðsdóm-
ara, sem höfðaði mál gegn ríkinu,
vangreidd laun.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra vildi ekki tjá sig um málið.
Ekki náðist í Geir H. Haarde for-
sætisráðherra og Árni Mathiesen
fjármálaráðherra svaraði ekki
skilaboðum vegna málsins.
veidikortid.is
voiuir\wi U14.IO
29vatnasvæði
fyrir aðeins 5000 krónuri
Handbók meö ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir!
Fæst á ESSO, í veiðivöruversiunum og á www.veidikortid.is
Minkapelsar
Kanínupelsar
Ullarkápur
Úlpur ||j
Jakkar
Ullarsjöl
Húfur og hanskar
álir'
Mörkinni 6, Sími 588-5518
Opið virka daga frá kl. 10-18
Laugardaga frá kl. 10-18
Sunnudaga frá kl. 13-17
Bréf Jóhanns R. Benediktssonar í nafni IIS-NATO:
Fkki fleiri bréf frá
eyniþjónustunni
Nýjar reglur um IIS Sýslumaöurinn fór ekki fram úr sér
Starfsmenn utanríkisráðuneytis skammist sín
....
- - ■
Eftir Gunnhíldi Örnu Gunnarsdóttur
gag@bladid.net
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug-
velli hefur tilkynnt utanríkisráðu-
neytinu að hann muni ekki skrifa
fleiri bréf í nafni Icelandic Intell-
igence Service (IIS), eða íslensku
leyniþjónustunnar. Grétar Már
Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utan-
ríkisráðuneytisins, segir að skýra
þurfi reglur um notkun vinnu-
heitisins og taka ákvarðanir um
notkunina áður en það rati á bréf.
Sama þó starfsheitin auðveldi störf
sýslumannsembættisins.
„Það er ekki vinnusparnaður þurfi
menn að skýra notkun vinnuheita.
Þau mega ekki valda misskilningi,“
segir Grétar. Spurður af hverju það
hafi dregist í tvö ár að kynna utan-
ríkismálanefnd notkun vinnuheitis-
ins segir hann svo ekki vera: „Þetta
er ekkert til að upplýsa um því
aldrei hefur verið tekin ákvörðun
um að eitthvað væri til sem heitir
Icelandic Intellgence Service. Aldrei.
Stofnunin er ekki til.“
Jóhann fór ekki fram úr sér
Grétar svarar aðspurður að Jó-
hann R. Benediktsson sýslumaður
hafi ekki farið fram úr sér þegar
hann sendi bréf til norska varnar-
málaráðuneytisins og norsku leyni-
þjónustunnar og ritaði undir sem
framkvæmdastjóri IIS. Blaðamaður
ræddi einnig við Grétar Má í fyrra-
dag. Hann vildi skoða málið nánar
og bað Jón Egill Egilsson, skrif-
stofustjóra varnarmálaskrifstofu,
að svara spurningum. Þau mistök
urðu að svör Jóns voru eignuð Grét-
ari. Jón Egill sagði Davíð Oddsson
hafa tekið ákvörðun um stefnubreyt-
inguna. Hún hafi ekki verið kynnt
öðrum ráðherrum en þeim sem
gegnt hafa starfi utanríkisráðherra
á eftir Davíð. Hún hafi ekki verið
kynnt utanríkismálanefnd.
Leynimakk Sjálfstæðisflokks
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar
- græns framboðs og utanríkismála-
nefndarmaður, segir fullkomlega
óeðlilegt að ákvarðanir um titla-
notkunina séu ekki lagðar fyrir
utanríkismálanefnd. Nú hafi aftur
komið á daginn að menn leiki slíka
leiki á bak við tjöldin. Heildstæða
rannsókn þurfi á þessum vinnu-
brögðum. „Það skyldi þó ekki vera
að það hafi verið minna rof í njósna-
starfseminni heldur en menn hafa
haldið fram?“ Æ ljósara verði að
tiltekin stjórnmálaöfl, Sjálfstæðis-
flokkurinn, standi að baki slíkri
starfsemi.
Greiningardeild í góðu
Össur Skarphéðinsson situr fyrir
Samfylkingu í utanríkismálanefnd.
Hann telur að með því að hætta að
nota nafngiftina IIS á erlendri grund
sé ljóst að starfsmenn utanríkis-
ráðuneytisins skammist sín og telji
sig hugsanlega hafa farið yfir mörk
sem þeim hafi verið dregin. Hann
gerir þó ekki athugasemd við orða-
notkunina Icelandic Intelligence
Service. „Hins vegar myndi ég rjúka
upp til handa og fóta ef yfirvöld
myndu kalla þetta leyniþjónustu á
okkar ástkæra ylhýra. Það orð hefur
unnið sér annan þegnrétt i málinu
og hefur í mínum huga töluvert
aðra merkingu en söfnun og grein-
ing upplýsinga.” Kynna hefði átt
utanríkismála-
nefnd málið.
Málinu
lokið
SæunnStef-
ánsdóttir, rit-
ari Framsókn-
arflokksins
og fulltrúi í
utanríkismála-
nefnd, segir
titilinn sem
Jóhann noti
óheppilegan.
Það segi sína
sögu að hann
verði ekki not-
aður framvegis.
Heppilegra hefði
verið ef Davíð
Oddsson hefði
borið ákvörðun-
w5
Sjálfstæðisflokk-
urinn stundar
leynistarfsemi
Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna
ý______________________
Gerirekkiathuga-
semd við orða-
notkunina IIS
Össur Skarphéöinsson,
þingflokksformaður
Samfylkingar
Búið er að grípa
til ráðstafana
Sæunn Stefánsdóttir,
ritari Framsóknarflokks
m
ina undir nefndina. „En eins og
málum er komið núna finnst mér
ekki ástæða til þess, þar sem búið
er að grípa til ráðstafana og vinnu
heitin hafa verið lögð niður.“
Ic.tandlc iMcMoncc Servicc
NATO
-4
* Jóhann R. Benediktssoa sýslumaður é Keflavikurflugvelll. skrlter tU Noregs:
p-L Bréf frá leyniþjónustunni
swtAro o,. ZZOOZL,.
Allir viðskiptavinir sem versla fyrir 50.000 kr.eða meira
fá að gjöf 5.000 kr. gjafabréf í verslun okkar
við Laugalæk • sími 553 3755
vEPÍdisrinn