blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 50

blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 50
50 SEMBER 2006 Hafnaði hlutverki Leikkonan Halle Berry hafnaöi hlutverki Annie í kvikmyndinni Speed á sínum tíma og Stephen Baldwin hafnaði hlutverki Jacks sem Keanu Reeves tók svo aö sér. blaðið Köld slóð í bíó um jólin Ekkert er eins og þaö sýnist í afdölum hálendis Islands, en Köld slóö, ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Björns Brynjúlfs Björnssonar, veröur sýnd um jólin. Myndin er spennumynd um leyni- lögreglumanninn Baldur sem rannsakar dauða manns í afskekktri virkjun. Meö aðalhlutverk fara meðal annars Þröstur Leó Gunnarsson, Anita Briem, Elva Ósk Ólafsdóttir og Tómas Lemarquis. HVAÐ SASTU Horfir alltaf á Christmas Vacation fyrir jólin „Ég þarf að hugsa mig virkilega um hvenær ég fór síðast í bíó en ég held að síðast hafi ég farið á teiknimyndina Over the Hedge," segir Jóhann G. Jó- hannsson leikari sem er í óðaönn að gera upp húsið sitt. Hann tekur sér þó væntanlega tíma til aö líta á Flags Of Our Fathers sem verður f rumsýnd um jólin en hann fór þar með hlutverk særðs hermanns. „Ég horfi annars svolítið á sjónvarp þessa dagana og er duglegur að kaupa mér DVD. Ég var nú síðast að kaupa klassíska mynd sem ég horfi áfyrir hver jól, Christmas Vacation. Loksins er ég búinn að eignast hana. Svo reyndar fjárfesti ég í Bubbatón- leikunum. En af því að ég er að gera upp húsið mitt þá hef ég ekki mikinn tíma til að horfa á viðtækið. Ég er í því að horfa á endursýningar á raun- veruleikaþáttum á næturnar af því að ég kem svo seint heim, endursýnt Kastijós og eitthvað svona, hálfar spænskar kvikmyndir á Stöð 2 og fleira í þeim dúr. Uppáhaldsskemmtimyndin mín frá því að ég var barn er söngvamyndin Singing In the Rain. Svo eru svo margar myndir í uppáhaldi sem ég gæti talið upp. Fyrstu tvær myndirnar í Guðföðurþrfleiknum finnst mér afar góðar og svo hlakka ég náttúrlega rosalega til að sjá Rocky 6." Óraunveruleikinn i kvikmyndum Það er ýmislegt sem gerist aðeins í kvikmyndunum og viröist á þeim tíma sem á það er horft vera nokkuð eðlilegt. En þegar betur er að gáð þá er ansi margt sem er alveg út í hött og myndi aldrei gerast í raunveruleikanum. Hér eru nokkur óraunveruleg atriði. Það er ekkert mál að finna bílastæði, sama í hvaða stórborg viðkomandi er staddur. Sama inn í hvaða byggingu á að bregða sér þá er alltaf laust stæði beint fyrir framan. En hver myndi svo sem nenna að horfa á kvikmynd þar sem aðal- persónan væri keyrandi út um allan bæ að leita sér að stæði? Óhugnanleg tónlist eða satanískur kór heyrist oftar en ekki óma úr kirkjugörðum og að sjálfsögðu fer einhver og kannar málið. Hægt er að dirka upp alla lása með kreditkortinu einu saman eða jafnvel bréfa- klemmu. Þetta tekst þó ekki í atriðum þar sem um er að ræða einu dyrnar að brenn- andi byggingu þar sem inni er statt lítið, hrætt barn. Þessi kort eru til margs nýtileg en hver hefur getað opnað útidyrahurðina heima hjá sér með kortinu einu saman? Ef þú ákveður að stíga nokkur dansspor úti á götu þá munu allir sem þú rekst á kunna einmitt sömu sporin og vera meira en til í að dansa með þér. Allar sprengjur eru með rafrænum tímastilli með stórum rauðum stafrænum stöfum svo að allir viti upp á hár hvenær sprengjan kemur til með að springa. Ef þú vilt þykjast vera af öðru þjóðerni þá þarftu ekki að læra tungumálið heldur er nóg að tala bara ensku með einhverjum hreim og allir trúa þér. Eiffelturninn sést úr hvaða glugga sem er í Paris. Allir lögreglumenn í myndunum sem eru að vinna síðasta daginn sinn áður en þeir láta af störfum og fara að njóta lífs- ins deyja einmitt á síðustu vaktinni þrátt Tíger t?rA m - JÓLABALL SAMTAKANNA 76 FÖSTUDAGINN 22.DES Á KAFFI REYKJAVÍK DJ PÁLL ÓSKARf h«S!Ð OPNAÐKl/^KAN 23:3<JC .* 4 fyrir að hafa verið óhultir í 40 ár. Svo má ekki gleyma þeim sem geta aðeins leyst málin eftir að þeim hefur verið vikið frá störfum tímabundið. Að heilsa eða kveðja þarf ekki í samtölum í bíó- myndunum og ef sambandið slitnar þegar hringt er þá er alltaf hægt að kippa því í liðinn með því að berja símtól- inu í eitthvað og segja halló halló. Ef dvalið er í draugahúsi þá er konum uppálagt að kanna uppruna óhugnanlegra hljóða á nærfötunum einum saman. Þegar lögreglan er á vakt og er að fylgjast með grunuðum þá gerist aldrei neitt fyrr en annar lögreglumaður er nýkominn inn í bíllinn með rjúkandi heitt kaffi sem svo að sjálfsögðu hellist yfir allt mælaborðið þegar sá grunaði kemur út úr húsi sínu og eltingarleikurinn hefst. Það þarf aldrei að taka bensín. Ef þú ert staddur meðal andstæðinga og allir viðstaddir kunna einhverjar bardaga- íþróttir þá munu engu að síður óvinir þínir aðeins ráðast á þig, einn í einu, annars bíða þeir þolinmóðir og dansa í kringum þig á ógnandi hátt. Byssur eru eins og einnota rak- vélar. Ef kúlurnar eru búnar þá er byssunni hent, það finnst hvort sem er ný innan tíðar. Allar einhleypar konur eiga kött. Ef verið er að elta þig í stórborg þá getur þú alltaf treyst á að geta falið þig í skrúð- göngu. Loftræstikerfi sama hvaða byggingar er alltaf tilvalinn felustaður og engum dettur nokkurn tímann í hug að leita þar. Þar geta menn.verið frjálsir ferða sinna og farið um eins og þá lystir. Þú vinnur hvaða stríð sem er svo lengi sem þú sýnir engum mynd af elskunni þinni heima. Vændiskonur líta alltaf út eins og Julia Roberts og eiga hugguleg heimili og dýr klæði, eru ekki háðar fíkniefnum og eru mjög gáfaðar og spennandi persónu- leikar. Og já, það er enginn melludólgur en ef hann er til staðar þá hlýtur hann fljótlega verraaf. Síðasta eldspýtan dugir yfirleitt til þess að lýsa upp herbergi sem er að minnsta kosti 50 fermetrar. Einn maður sem skýtur á 20 menn á meiri möguleika á aö drepa þá alla en tuttugu menn sem reyna allir að hitta einn mann. Ófríðar konur líta út eins og kvik- myndastjörnur ef þær aðeins taka niður gleraugun og breyta um hárgreiðslu. Hver sem er getur lent 747 far- þegaflugvél með því einu að fá leiðbeiningar frá flugturni. Það er hægt að finna vélsög hvenær sem þörf er á. (öllum unglingapartíum eru allar steríótýpurnar viðstaddar, til dæmis skvísan, heimska stelpan, lúðinn og fótboltagaurinn og meira að segja þær týpur sem undir venjulegum kringum- stæðum væri bara hreint ekkert boðið í partí hjá vinsælu krökkunum. Sýningar að hefjast á Flags of our Fathers I kvöld fer fram sérstök forsýn- ing á myndinni Flags of our Fat- hers sem óskarsverðlaunahafinn Clint Eastwood leikstýrir. Mynd- in var tekin að stórum hluta hér á landi við Sandvík við Reykjanes og er hér um að ræða viðamestu kvikmyndatökur sem um getur hér á landi á erlendri kvikmynd. Þess má geta að íslenskt landslag prýðir kvikmyndina í allt að 47 mínútur. Clint Eastwood var yfir sig hrif- inn af íslandi og var afar sáttur með alla þá umgjörð sem var í kringum tökurnar en True North kom að íslandstökum myndar- innar. Myndin fjallar um sex bandaríska hermenn sem reistu bandaríska fánann á eyjunni Ivo Jima í janúar árið 1945 en svört ströndin í Sandvík er umgjörð Ivo Jima-strandarinnar við Kyrrahaf- ið. Tökurnar stóðu yfir í 5 vikur og við tökurnar vann 450 manna starfslið og 500 aukaleikarar. Almennar sýningar á myndinni hefjast annan dag jóla. SAMTOKIN 78 Hvað heita O þeir aftur í Það geta ekki allir verið aðal og það þekkja sumir betur en aðrir. Þó að aðalhlutverkin séu eftir- sótt þá er góð mynd ekkert án hæfileikaríkra aukaleikara. Þessa hérna sjáum við aftur og aftur og þrátt fyrir að þeir skili sínu vel man enginn hvað þeir heita. John C. Reilly John C. Reilly hefur vegnað vel í túlkun sinni á meðalmanninum í fjölda kvikmynda eins og Boogie Nights, Gangs of New York og The Aviator svo eitthvað sé nefnt. Clint Howard Flestir muna eftir andlitinu en fáir kann- ast við nafnið. Clint Howard er bróðir leikstjórans Ron Howard og hefur Clint fengið fjölda hlutverka vegna þess enda bróðirinn einn af virtari leikstjórum Hollywood. Clint þessi hefurbirstí18myndum bróður síns, til dæmis Cocoon, Cinderella Man og Apollo 13 og á þessu ári hefur Howard leikið i sex myndum þannig að það er ekki er hægt að segja að hann sitji auðum höndum. Bill Paxton + Bill Pullman Hver getur munað hvor er hvað? Þeir gætu auðveldlega leikið hvor annan en þeir eru afar svipaðir að öllu leyti. Bill Paxton hefur leikið í myndum eins Titanic, Apollo 13, Aliens og The Terminator en Bill Pullman hefur leikið í aðeins síðri myndum eins og Spaceballs, Casper og Ruthless People. Hægt er að sjá Bill og Bill saman i kvikmynd- inni Brain Dead frá 1990. 11 wii 10 uy opauouaiio, n áJk Clint Eastwood Meö fjölmennt starfsliö i bakgrunni viö ieikstjórn í Sandvík Bruce McGill Þessi maður leikur oftar en ekki leiðind- atýpur sem eru fordómafullar og frekar * en jafnvel örlítið meyrar ■ - inn við beinið. McGill hefur leikið í myndum eins og My Cousin Vinny, A Perfect World, The Insider og Ali. Tom Wilkinson Þessi breski leikari sýndi afbragðsleik i kvikmyndinni Normal en hann hefur einnig verið í myndunum Girl with a Pearl Earring, Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Batman Begins, The Exorcism of Emily Rose og In the Bedroom. Colm Meaney [rski leikarinn Colm Meaney er einnig virtur^sviðsleikari og hefur verið í myndum eins og Mystery Alaska, Con Air, The Last of the Mohicans, Dick Tracy, Die Hard 2 og Layer Cake. Brian Cox Skotinn Cox hefur leikiö í yfir hundrað myndum síðan hann birtist fyrst árið 1965 í myndinni A Knight in Tarnished “ ' Armor. Árið 1986 varð hann fyrstur til þess að taka að sér hlutverk hins sjúka Hannibals Lecter í kvikmyndinni Manhunter og síðan þá hefur hann leikið fjölda illmenna í myndum eins og The Bourne Identity, The Bourne Supre- macy, X2, Match Point og Braveheart. Þeir sem vilja fylgjast með lífi og starfi aukaleikarans ættu að verða sér úti um myndina Stephen Tobolowskys Birthday Party eftir Robert Brinkman þar sem fylgst er með aukaleikar- anum Tobolwsky sem hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð viö Thelma and Louise, Basic Instinct og Groundhog Day. Flestir þekkja andlitið en fæstir kannast við nafnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.