blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 18
1 18 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 ÞEIR SÖGÐU VOPNLAUS ÞJÓÐ Vopnin héngu yfir rúmunum 99 og voru aldrei langt undan.“ BIRGIR LOFTSSON UM VOPNABURÐ ÍSLEND- INGA A MIÐÚLDUM. FLOKKURí SÓKN Þingflokkurinn lítur sennilega á sig sem 99 eitt af ráðuneytunum. Það fimmtánda.“ MÖRÐUR ÁRNASON UM FRAMSÓKNARFLOKKINN SEM HANN FURÐAR SIG A AÐ HAFI FENGIÐ RÁÐHERRA- BÚSTAÐINN UNDIR VEISLU FYRIR HALLDÓR ÁSGRÍMSSON. AÐEINS RÁÐUNEYTI FÁ AFNOT AF HONUM. Svíi nauðgaði dóttur sinni ítrekað: Enginn heyrði neyðarköllin Dómstóll í Smálöndum í Svíþjóð hefur dæmt 42 ára sænskan karl- mann í fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni tvö til þrjú hundruð sinnum á fimm ára tímabili. Hann hafði meðal annars gabbað dóttur sína til að fylgja sér í tjaldútilegu á lítilli eyju í stöðuvatni nálægt heimili þeirra þar sem hann mis- notaði dóttur sína margoft. Nauðg- anirnar hófust þegar stúlkan var tíu ára gömul. Eftir erfið uppvaxtarár hafði stúlkan flust frá móður sinni til föður síns og foreldra hans á búgarði í Smálöndum í Svíþjóð fyrir sex árum. Það var svo dag nokkurn sem faðir stúlkunnar lagði til að þau myndu halda í úti- legu á óbyggðri eyju í stöðuvatni við búgarðinn. A eyjunni eru mannaferðir bannaðar vegna varps sjaldgæfra fugla. Nauðgan- irnar hófust fljótlega eftir það og urðu sífellt grófari og stóðu allt sumarið. „Ég man að þetta var mjög vont. Þegar við vorum úti í eyjunni vorum bara við pabbi þarna og það var ekki nokkur möguleiki að losna þaðan,“ sagði stúlkan fyrir dómi. Þar heyrði enginn neyðarköllin. Nauðgaði dóttur sinni Fórmeð dótturina í tjaldútilegu á óbyggðri eyju þar sem henni var nauðgað. Stúlkan lýsti því þegar hún bar vitni fyrir dómi að hún hafi ekki þorað að leita til annarra eftir hjálp af ótta við að aðstæður hennar yrðu enn verri við það. Fyrir nokkru strauk hún svo að heiman þar sem hún hafði liðið allar þessar hörmungar. Eftir það leitaði hún til lögreglu og greindi frá því sem hafði komið fyrir sig. Faðir hennar var handtekinn í kjölfarið og ákærður fyrir síendurteknar nauðganir. Dómur féll fyrir skemmstu og var honum meðal annars gert að greiða dóttur sinni bætur. byggtogbúið TOPP 10 VINSÆLUSTU JÓLAOJAFIRNAR ÞAD ViNNUR ■ V ■ ^ MEÐAN ÞÚ w er'tað HEIMAN! mmkmMir 1. Sirius Ijósa- kúla IDA 2. Robomop gólfhreinsir 3. Tristarsafa- pressa 4. KitchenAid Ultra power hrærivéla- jólatilboðið 5. EvaTrio pottar i HiUSiÞ- ?!«... , Byggt&Biiið, Samkaup Urval og Nettó um land allt, lönu Brautarholti, Fjaiöarkaup Hf, Skipavik Stykkishólmi, Gólfefni & þrif Höfn og Kaskó Keflavík í vasa neytenda Fleiri fyrir- tæki munu hugsanlega fylgja í fótsþor Straums Burðaráss og til lengri tíma getur það bætt hag neytenda. Viðskiptabankar færa bókhald sitt í evrum: Almenningur ætti að njóta góðs af ■ Lægri yfirdráttarlán og þjónustugjöld ■ Aukin samkeppni mikilvæg Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „íslendingar verða áfram stór hluti viðskiptavina fyrirtækjanna. Evr- ópskari ásýnd fyrirtækjanna eykur kröfur almennings um sam- bærileg kjör og fást víða í Evrópu,“ segir Lilja Mósesdóttir, prófessor í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Nýverið t ilkynnti Straumur-Burð- arás að bókhald fyrirtækisins verði framvegis skráð í evrum. Lilja telur líklegt að fleiri fyrirtæki muni fyl- gja í kjölfarið og að hlutbréf verði einnig skráð í evrum. Þetta sé gert í þeirri von að glæða áhuga erlendra fjárfesta og veita fyrirtækjunum evrópskari ásýnd. Guðjón Rúnarsson, sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, er ekki viss um að þetta muni skila sér beint í vasa viðskiptavina bankanna. „I raun og veru er þessi ákvörðun í eðli sínu ekki mikil breyting á þjónustu fyrirtækisins. Raunverulega breytingin yrði ekki fyrr en erlendur gjaldmiðill yrði tekinn upp og því erfitt að líkja þessu saman,“ segir Guðjón. Þessl breyting mun ekkihafa mikll áhrif fyrir Jón og Gunnu Guðjón Rúnarsson, forstöðumaður Sam- taka fjármálafyrirtækja lægri vöxtum og þjónustugjöldum. „f Evrópu eru vextir á lánum mun hagstæðari en hér. Vaxtamunurinn er á bilinu fimmtán til tuttugu pró- sentustig og lækkun y firdráttarlána yrði veruleg kjarabót fyrir skuld- sett heimili,“ segir Lilja. „Þjónustu- gjöld eru einnig lægri víða í Evrópu og almenningur hér á landi mun pressa á að þau verði lækkuð.“ Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu heimilanna, fagnar því ef til breytinga kæmi og telur lækkun yfirdráttarlána og þjónustugjalda vega þungt. „Á síð- ustu tíu árum hefur verið mjög mik- ill stígandi í skuldum heimilanna vegna yfirdráttarlána og vextir þeirra slaga hátt í hæstu dráttar- vexti. Heimilin eru að nýta þessi lán alveg gífurlega mikið og eru að velta á undan sér háum yfirdráttar- lánum,“ segir Ásta. Aukin pressa Aðspurð segist Lilja hins vegar sannfærð um að breytingarnar muni skila sér til neytenda þegar til lengri tíma er litið, til dæmis með Fagnar breytingunum Lilja bendir á að þessar breyt- ingar í starfsemi bankanna geti orðið til þess að laða hingað erlend fjármálafyrirtæki. „Evrópuvæðing Í almennings um ^ sambæríleg kjör Tiityhu Heimilín eru að 1 nýta yfirdráttar- íslensku bankanna gæti jafnframt orðið til þess að auka pressuna á erlenda banka til að koma hingað með útibú sín. Sú þróun gæti orðið til þess að bæta kjör viðskiptavin- anna enn frekar,“ segir Lilja. Aðspurður telur Guðjón þessa breytingu að einhverju leyti geta haft áhrif á hag neytenda. Hann er sammála því að aukin samkeppni og stækkað markaðssvæði skipti mestu máli fyrir kjarabæturnar. „Þessi breyting nú, ein og sér, mun ekki hafa mikil áhrif fyrir Jón og Gunnu sem almenna neytendur. Það sem skilar sér mest i vasa þe- irra er aukinn fjöldi stórra og öfl- ugra fjármálafyrirtækja og aukin samkeppni á þeim markaði,“ segir Guðjón. trippen mættu mátaðu upplifðu Skóverslun Rauðarárstíg 14 101 Reykjavík www.trippen.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.