blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 36
36
FIMMTl
. DESEMBER 2006
blaöið
Dreifingarsamningur í Bandarikjunum
Fyrirtæki Friðriks Karlssonar tónlistarmanns, River of Light Records, gerði nýverið
dreifingarsamning við fyrirtækið New Leaf Distribution sem er stærsta dreifingarfyrir-
tækið í Bandaríkjunum á sviði nýaldartónlistar.
Jólatónleikar Baggalúts
Hljómsveitin Baggalútur heldur sérstaka jólatónleika á Café Oliver
í kvöld klukkan 21. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli á undan-
förnum árum fyrir óhefðbundin jóla- og aðventulög sín en þau voru
nýverið gefin út á hljómplötunni Jól & blíða.
Hvað ertu að
hlusta á?
Linda Ásgeirsdóttir leikkona
Það er aðallega barnaefni sem
er leikið á mínu heimili. Platan
Jólasvein-
arnir
syngja og
dansa er
mikið leikin
og svo er
sonurinn
yfir sig hrif-
innafdiskn-
um Jól í
Latabæ þar sem ég hef reyndar
sjálf komið aðeins við sögu. Það
er því voða mikið barnastuð á
heimilinu þessa dagana. Þegar
við foreldrarnir erum að skrifa
jólakortin hlustum við á Ellen
syngja sálmana og svo fer mað-
ur bráðum að setja jóladiskinn
með Natalie Jackson í spilarann.
Hann er svo hátíðlegur að maður
setur hann bara á rétt fyrir jólin.
Það fer alveg að líða að því.
Ágúst Ólafur Ágústsson
alþingismaður
Ég er að hlusta núna á Jeff
Who? og er mjög ánægður með
hana. Fé-
lagi minn er
í hljóm-
sveitinni
þannig að
ég ákvað
að renna al-
mennilega
í gegnum
diskinn og
þetta er alveg fyrirtaksdiskur.
Ég get alveg mælt með honum
enda eru þetta allt miklir tónlist-
armenn. Svo hlusta ég á gamlan
disk sem kemur mér alltaf í
jólaskap en það er diskurinn
Ljósin heima með Páli Óskari
og Moniku Abendroth. Það er
mjög þægilegur diskur á aðvent-
unni. Konan mín er alin upp í
Svíþjóð þannig að viö setjum
oft sænsku jólalögin hennar
Karolu á fóninn á þessum tíma.
Það er helst eitthvað gamált
sem við hlustum á um jólin.
Útgáfuteiti
Bardukha
Hljómsveitin Bardukha heldur
teiti á Súfistanum í Reykjavík
í kvöld klukkan 21 í tilefni af
útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar
The Concept of Balzamer
Music. Annað kvöld klukkan 20
endurtekur sveitin leikinn á Súf-
istanum í Hafnarfirði. Aðgangur
er ókeypis og eru allir velkomnir
á meðan húsrúm leyfir.
Bardukha hefur starfað í fjögur
ár en ekki gefið út plötu fyrr en
nú. Hljómsveitin leikur balz-
amertónlist sem einkennist af
sterkum þjóðlegum áhrifum og
spuna.
Sveitin er skipuð þeim Ástvaldi
Traustasyni sem leikur á harmón-
íku, Steingrími Guðmundssyni
darboukhuleikara, Hjörleifi Vals-
syni fiðluleikara og Birgi Braga-
syni sem leikur á kontrabassa.
Jóel Pálsson er með tvær
plötur i takinu um þessi jói
Marglaga kokteill Jóel Pátsson blandar
saman áhrifum úrýmsum áttum á nýjustu
plötu sinni Varp sem fékk tvær tilnefning-
ar til Islensku tónlistarverðlaunanna.
attum
óel Pálsson tónlistarmað-
ur gaf nýverið út plötuna
Varp sem er hans fjórða
sólóplata. Á henni bland-
ar hann saman áhrifum
víða að, meðal annars úr djassi,
raftónlist, rokki og kirkjutónlist.
Þrátt fyrir þessa samsuðu hefur
platan vissan heildarsvip að mati
Jóels. „Það var takmarkið að búa
til hljóðheim sem væri vonandi svo-
lítið ferskur og að einhverju leyti
nýr. Það gerir maður ekki nema
maður dembi sér ofan í djúpu laug-
ina,“ segir Jóel.
Meðreiðarsveinar Jóels eru ekki
af verri endanum en þeir eru Dav-
íð Þór Jónsson hljómborðsleikari,
Hilmar Jensson gítarleikari, Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson bassa-
leikari og Matthías Hemstock slag-
verksleikari.
Tónlistin samin með
bandið í huga
Jóel segir að hann hafi byrjað
á því að velja meðleikara sína og
síðan samið tónlistina með þá í
huga. „Ég hef yfirleitt gert það
þannig. Þetta er eins og málari
sem velur pallettuna áður en hann
fer að mála. Ég þekki þessa tónlist-
armenn alla mjög vel og veit hvað
þeir geta gert. Þetta eru allt menn
sem eru komnir með sitt eigið
„sánd“ og auðþekkjanlegan karakt-
er í sinni spilamennsku. Ég er til
dæmis með trommuheila sem
hefur kannski ekki mikið heyrst í
djassmúsik áður. Ég vissi að Matt-
hías Hemstock væri maður sem
væri tilbúinn til að gera svolitlar
tilraunir með hann sem hann ger-
ir frábærlega,“ segir Jóel og bætir
við að mikið sé af góðum tónlistar-
mönnum hér á landi sem hægt sé
að velja úr.
Gríðarlega mikil orka
„í þessu tilfelli eru þetta allt
menn sem eru sjálfir að vinna að
sínum eigin verkefnum þannig
að ég geri ekki ráð fyrir að þeir
setjist möglunarlaust niður og
spili án þess að hafa einhverjar
skoðanir á þessu. Það er svolítið
skemmtilegt og það skapast gríð-
arlega mikil orka, sérstaklega þeg-
ar við tökum þetta upp á tveimur
til þremur dögum,“ segir Jóel og
bætir við að þeir hafi oft verið
ansi nálægt hengifluginu.
„Maður verður að ná inn góðum
tökum á öllum lögunum og hefur
til þess takmarkaðan tíma. Með
frjóum mannskap er það alveg
ótrúlega skemmtUegt ferli en um
leið mjög krefjandi,“ segir Jóel.
Sjálfur samdi Jóel öll lögin á
plötunni en útsetningarnar vann
hann í samstarfi við hljómsveitar-
meðlimi og segir hann að þær hafi
þróast eftir að þeir byrjuðu að æfa
og spila. Stundum geta útsetning-
arnar jafnvel tekið breytingum eft-
ir að í stúdíóið er komið.
„Það er mjög misjafnt eftir lögum.
Sum lögin eru mjög nálægt því sem
ég hafði ímyndað mér á meðan önn-
ur fara í einhverja allt aðra átt en
ég bjóst við. Svo er bara spurning
um hvað maður leyfir þessu að fara
langt og hvort maður vill taka í
taumana eða ekki,“ segir Jóel.
Enginn sem dregur vagninn
Varp er ekki eina platan sem Jó-
el er með í takinu um þessi jól því
að hann gefur einnig út plötuna
Atlantshaf ásamt Einari Scheving
trommuleikara, Gunnlaugi Guð-
mundssyni bassaleikara og Agnari
Má Magnússyni píanóleikara.
Báðar plöturnar hafa fengið
góðar viðtökur og eru hvor um sig
tilnefndar til tvennra verðlauna
í djassflokki á Islensku tónlistar-
verðlaununum. Á Atlantshafi er
einnig að finna djasstónlist sem er
þó nokkuð frábrugðin því sem Jóel
er að fást við á sinni eigin plötu.
„Það lögðu eiginlega allir í púk-
kið á þessari plötu. Allir nema ég.
í þessu tilfelli er ég bara spilari
og túlkandi sem er mjög gott. Við
berum sameiginlega ábyrgð á plöt-
unni og það er enginn einn sem
dregur vagninn,“ segir Jóel.
Fjórmenningarnir hafa allir náð
langt á tónlistarsviðinu, ekki síst í
djassgeiranum, á undanförnum
árum. Tilurð samstarfs þeirra má
rekja allt aftur til þess tíma þegar
þeir voru saman í menntaskóla.
„Við vorum allir saman í MH á
sínum tíma og vorum að byrja
að fikta í djassmúsík og tróðum
stundum upp í skólanum. Það var
mikið af góðum músíköntum í
MH á þessum tíma og við settum
meðal annars upp Rocky Horror
með Páli Óskari. I hljómsveitinni
voru líka Karl Olgeirsson og Krist-
ján Eldjárn heitinn þannig að
þetta voru allt frábærir músíkant-
ar,“ segir Jóel.
Eftir menntaskóla héldu fjór-
menningarnir allir í tónlistarnám
erlendis, Einar Valur og Jóel fóru
til Bandaríkjanna en Agnar Már
og Gunnlaugur til Hollands.
„Við hittumst oft þegar við erum
allir á landinu og höldum tónleika.
Nú eru þrír af okkur fluttir heim
og það má segja að það sé hálfgert
„reunion' hjá okkur í hvert skipti
sem við hittumst," segir Jóel Páls-
son að lokum.
Ferskur andblær á geldum tíma
Það sætir undrun að plata hljóm-
sveitarinnar Skakkamanage, Lab
of Love, hafi ekki fengið meiri
athygli en raun ber vitni. Hér er
nefnilega á ferðinni stórgóð plata,
sneisafull af hreint út sagt frábær-
um lögum.
Það er augljóst við hlustun að
Skakkamanage er undir nokkr-
um áhrifum frá hljómsveitum
á borð við Slowblow, Múm og
Belle and Sebastian. Áhangend-
ur þeirra hljómsveita munu ef-
laust kannast við sum stílbrögð
ef svo má að orði komast.
Það verður þó ekki sagt að áhrif-
in vinni gegn þeim frumleika
sem býr í plötunni. Hrá upptaka
þar sem ólíkum hljóðfærum er
blandað saman á tilraunakennd-
an hátt gefur henni óvæntan og
jafnframt ferskan blæ. Söngur
Berglindar Hásler er einfaldur og
laus við óþarfa sýndarmennsku
og tilgerð. Sama verður sagt um
hljóðfæraleik og lagasmíð en
einstaka sinnum vinnur þó hrá-
leikinn gegn lögunum þannig að
krafturinn dettur úr þeim.
í þeirri ofgnótt síbylju og sköp-
unarleysis sem einkennir færi-
bandatónlist Idol-tímabilsins
er plata á borð við Lab of Love
hreinn happafengur.
hoskuldur@bladid.net
Fersk plata með
góðum lögum
Vantar stundum
kraft í lögin. Lab OÍ LOVe
Skakkamanage
Tónlist