blaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 1
257. tölublað 2. árgangur
h
fimmtudagur
21. desember 2006
FRJÁLST, ÓHÁÐ &
■PLOTUR
Jóel Pálsson tónlistarmaður gaf
nýverið út sína fjórðu sólóplötu.
Á henni má finna djass, raftónlist,
rokk og kirkjutónlist | s(ða36
■ ÍPRÓTTIR
Henrik Larsson gat ekki hafnað
tilboði um að leika með
Manchester United. Hann stimplar
sig inn í byrjun næsta árs | síða38
Hefnir dauða hunds síns á óvenjulegan hátt:
Bóndi reisti níðstöng
■ Keyrt yfir hundinn ■ Telur um viljaverk að ræða ■ Níðstöngin kærð
Eftir Val Grettisson valur@bladid.net
Þorvaldur Stefánsson, bóndi í Otradal, reisti
Óskari Björnssyni, íbúa á Bíldudal, niðstöng
eftir að sá síðarnefndi keyrði yfir hundinn Goða
sem Þorvaldur átti. Hundurinn drapst af þeim
sökum. Þorvaldur segir Óskar hafa keyrt yfir
hund sinn viljandi og reisti því níðstöngina. Því
tók Óskar ekki þegjandi og hefur nú kært Þor-
vald fyrir athæfið.
„Ég fór í skýrslutöku í dag vegna níðstang-
arinnar," sagði Þorvaldur í gær. Þó hann hafi
reist níðstöngina fyrir nokkrum dögum á það
sér langan aðdraganda því keyrt var yfir hund-
inn í nóvember á síðasta ári. Tæpri viku eftir
að Þorvaldur reisti níðstöngina komu lögreglu-
menn að máli við hann en þá hafði Óskar kært
níðstöngina.
Þorvaldur segist hafa beðið eftir að Óskar gerði
hreint fyrir sínum dyrum gagnvart sér en segir að
það hafi hann aldrei gert. Fyrir nokkrum dögum
hittust þeir svo og deildu um dauða Goða. Eftir
það ákvað Þorvaldur að reisa Óskari níðstöngina
þar sem honum þótti Óskar ekki axla ábyrgð og
segir hann hafa hreytt í sig ónotum. Á toppi níð-
stangarinnar er húðflett nautshöfuð og á henni er
vísa þar sem Þorvaldur óskar þess að landvættir
reki Óskar úr landi eða gangi af honum dauðum.
Sjá einnig síðu 8
Brúin fór í sundur Litlu mátti muna að illa færi þegar vegurinn við brúna yfir Djúpadalsá fór í sundur og brúin stóð eftir án landtengingar. Ökumaður kom að brúnni og áttaði sig ekki
á aðstæðum fyrr en of seint og lenti því í ánni. „Við reyndum að vara ökumanninn við en hann hefur ekki áttað sig á því þar sem hann keyrði yfir brúna og hafnaði í ánni,“ segir Sigurður
Jónsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni. Maður og hundur hans voru í bílnum en þeir björguðust báðir. Sjá einnig síðu 12.
Nr. 35624
Stæröir: 40-47
Litir:
brúnt|
svart jm
Verú:
10.995 kr.
NEOFLEXOR
Nr. 23904
Stæröir: 40-47
Litir:
brúnt H
svart m
Veró: ^
11.995 kr.
NEW YORK
Nr. 35614
Stæröir: 40-47
Litir:
brúnt H
svart h
Veró:
12.995 kr.
NEW YORK
Nr. 35864
Stæröir: 40-47
Litir:
brúnt H
svart
Veró:
15.995 kr.
CENTURY
Nr. 34464
Stæröir: 40-47
Litir:
black ■
koniak ■
Veró: ^
13.995 kr.
NÝ SENDING AF
BUSINESS COMFORT
'SENDUM I PÓSTKRÖFU
» sída 34
Dómur alþýöunnar
Kristján Freyr Halldórs-
son, verslunarstjóri í
Eymundsson, valdi bók
Eiríks Norðdahl Eitur fyrir
byrjendur sem þá bestu,
en Bragi Ólafs vann.
VEÐUR
» síða 2
Stormur
Búist er við stormi víða um
land. Vaxandi sunnanátt,
víða 18-23 m/ssíðdegis.
Rigning, einkum sunnan- og
vestanlands. Hiti 7 til 15
stig í dag.
ORÐLAUS
-■> síða 52
Sá skrípó
Jóhann G. Jóhannsson
leikari fór síðast í bíó þegar
hann sá teiknimyndina
Over the Hedge. Tími
hans þessa dagana fer
í að gera upp húsið.
ecco
Kringlan
Laugavegur
Smáralind