blaðið - 28.12.2006, Page 12

blaðið - 28.12.2006, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 blaöiö SÓMALÍA Stjórnarher nálgast UTAN ÚR HEIMI Stjórnarher Sómalíu hefur færst nær höfuðborginni Mogad- ishu, sem er undir yfirráöum íslamskra uppreisnarmanna, eftir sigur í Jowhar sem er níutíu kílómetrum frá Mogadishu. Stjórnarher Sómalíu er studdur af sveitum Eþíópíuhers, en vopnuð átök milli fylkinganna hafa nú staðið yfir í rúma viku. NÍGERÍA Syrgja látna Olusegun Obasanjo Nígeríuforseti segir að hann sé bæði hneykslaður og hryggur vegna skemmdanna á olíuleiðslu í höfuðborginni Lagos sem ollu dauða 270 manna í eldsvoða á þriðjudaginn. Þúsundir manna hafa látið lífið í sviþuðum slysum í landinu síðustu ár. ÍSRAEL £ Eldflaugaárásum svarað Ehud Olmert, forsætisráðherra (sraels, fyrirskiþaði Israeisher að hefja árásir á þalest- ínskar vígasveitir á Gasa-ströndinni eftir að tveir ísraelskir unglingar særðust í eldflauga- árásum i bænum Sderot á þriðjudaginn. Ég nota Sterimar, það hjálpar -kvef - ofnæmi - eyrnabólga ennis og kinnholusýking STÉRIMAR’ r* Physiological Sea Water Microspray : Fæst í apótekum á laugardögum Auglýsingasíminn er 510 3744 Rafræn vegabréf: Hægt að klóna nýju vegabréfin ■ Klónaöi eigiö vegabréf ■ Varaö viö hættunni ■ Ekki áhyggjur enn Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Þýskur ráðgjafi í öryggi sem við- kemur tölvum hefur sýnt fram á að hægt er að klóna rafræn vegabréf. Öryggisráðgjafinn, Lukas Griin- wald, segir þar með hættu á að gögnum á rafrænum vegabréfum verði stolið, að því er segir á frétta- vefBBC. Áfslandivoruslíkvegabréf tekin í notkun í sumar á þessu ári. í rafrænum vegabréfum er lítil flaga sem sendir ekki frá sér merki fyrr en lesara er beint að henni. í frétt BBC segir að öryggisráðgjafinn hafi sýnt hvernig hann hafi getað af- ritað gögn af vegabréfinu sínu með sérstökum lesara sem hann keypti fyrir 200 evrur á eBay-uppboðs- vefnum. Með ákveðnum hugbúnaði gat hann svo yfirfært upplýsing- arnar af vegabréfinu í tölvuna sína og síðan á tóma örflögu. Gagnrýnendur rafrænna vega- bréfa hafa bent á að nóg sé að vera í um hálfs metra fjarlægð frá þeim sem maður hefur hug á að lesa vegabréfið hjá hafi maður búnað til þess. Á flugvöllum sé til dæmis hægt að komast yfir gögn mikils fjölda. Sérfræðingar hjá fyrirtæki kostuðu af Evrópusambandinu segja evrópsk yfirvöld hafa þvingað skilríkjum á þegna sína sem dragi verulega úr öryggi, þvert á það sem rafrænum vegabréfum sé ætlað að gera. Hættan á þjófnaði á persónu- legum gögnum um viðkomandi aukist einnig en. vegabréf hafa löngum þótt verð- mæt söluvara. „Það er ekki fyrr en farið er að undirrita rafræna undirskrift útgefanda sem ástæða er til að hafa áhyggjur en slíkt á að vera ógerlegt að því er tæknimenn fullyrða. Það væri miklu verra ef það væri hægt. Þá er þessi viðbót- arvörn sem á að vera í flögunni næsta lítils virði,“ segir Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. „Ég tel ekki að um sé að ræða fregnir sem ástæða sé til að gera mikið veður út af en það er mikil- vægt að menn líti ekki svo á að þeir séu endanlegabúnir að ná einhverju marki um öryggi fyrir alla framtíð," bætir Haukur við. Verðmæt söluvara Á Islandi er farið að gefa út rafræn vegabréf. Fyrriim Bandaríkjaforseti deyr: KAKÓSÚPA EKTA ÍSLENSK Supur «. graucar Ekca íslensk kakósúpa með mjúku og seiðandi sœtu kakóbragði Ford er látinn Gerald Ford, 38. forseti Bandaríkj- anna, lést á þriðjudagskvöldið 93 ára að aldri. Ford var aldrei kjörinn for- seti eða varaforseti, en hann tók við forsetaembættinu eftir að Richard Nixon sagði af sér 9. ág- úst 1974 í kjölfar Wat- ergate-hneykslisins. Demókratinn Jimmy Carter sigr- Gerald Ford Varð elstur þeirra sem hafa gegnt for- setaembætti í Bandaríkjun- um. Hér er hann ásamt Betty konu sinni. aði svo Ford í forsetakosningum tveimur árum síðar. Ford var heilsu- veill síðasta árið og gekkst meðal annars undir tvær hjartaaðgerðir. Hann varð elstur þeirra sem hafa gegnt forsetaembættinu í Banda- ríkjunum og bjó ásamt Betty, konu sinni, á Rancho Mirage búgarð- inum í Kaliforníu. Ford átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 1949 þar til Nixon skipaði hann vara- forseta eftir að Spiro Agnew neyddist til að segja af sér vegna spillingarmála. Ford sór embætti- seið nokkrum mínútum eftir afsögn Nixons. Stuttu síðar veitti hann Nixon uppgjöf allra saka sem vakti miklar deilur og vilja margir meina að sú ákvörðun hafi kostað hann sigur í forsetakosn- ingunum 1976. Ford var að mörgu leyti talinn vera ólíkur Nixon; hreinskilinn, jákvæður og heiðarlegur. Forsetanum fyrrverandi verður veitt opinber útför, en hann hafði sjálfur ós- kað þess að vera grafinn í garði safns sem tileinkað er forsetatíð hans í Grand Papids í Michigan-ríki.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.