blaðið - 28.12.2006, Síða 20
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Ár og dagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Trausti Hafliðason
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Elín Albertsdóttir
Hriktir í Flugstoðum
Síðastliðið vor voru samþykkt á Alþingi lög um stofnun hlutafélags um
flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar íslands. Þessi
lög munu taka gildi á mánudaginn, nánar tiltekið 1. janúar 2007.
Stofnfundur hins nýja félags, sem heitir Flugstoðir ohf„ var haldinn í
samgönguráðuneytinu í byrjun júlí. í lok ágúst var síðan Þorgeir Pálsson
flugmálastjóri ráðinn forstjóri félagsins. Það eru því sjö mánuðir síðan
lögin voru samþykkt og sex síðan stofnfundurinn var haldinn.
Á Flugþingi, sem haldið var í byrjun október, fór Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra yfir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi flugmála.
Þá sagði hann undirbúning standa yfir. Markmiðið væri að gera íslensk
flugmálayfirvöld betur i stakk búin til að mæta alþjóðlegri samkeppni
og síbreytilegum kröfum. Undirbúningurinn hefur ekki gengið betur en
svo að núna fjórum dögum áður en Flugstoðir hefja starfsemi á enn eftir
að ráða tugi flugumferðarstjóra því þeir sextíu flugumferðarstjórar sem
starfa hjá Flugmálastjórn Islands hafa ekki viljað ráða sig til hins nýja
félags.
Flugumferðarstjórar segja að við það að ráða sig til Flugstoða skerðist
kjör þeirra. Áunnum lífeyrisréttindum sé stefnt í voða. Flugmálastjóri
hefur svarað þessu á þann veg að allar nauðsynlegar tryggingar fyrir
lífeyrisréttindum hafi verið lagðar fram. Það má því efast um að deilan
um lífeyrissréttindin séu hinn raunverulegi ásteytingarsteinn. Kjarni
deilunnar er miklu frekar sá að flugumferðarstjórar halda þvi fram að
breytt rekstrarform kalli á nýja kjarasamninga.
Það er svo sem ekkert nýtt að flugumferðarstjórar og yfirmenn
Flugmálastjórnar deili. Flugumferðarstjórar hafa í gegnum tíðina verið
fastir fyrir í kjaraviðræðum og líklega má færa rök fyrir því að þeir hafi
oft staðið betur vörð um réttindi sín og skyldur en félagsmenn margra
annarra stéttarfélaga. Deilurnar nú eru samt ekki kjaradeilur í þeim
skilningi að kjarasamningar flugumferðarstjóra eru ekki lausir. Það
verður því að teljast óviðunandi að heil starfsstétt skuli nota tækifæri sem
þetta til þess að krefjast bættra kjara. Með því er gefið slæmt fordæmi.
Dejlan virðist vera í algjörum hnút. Það er augljóst að formaður
Félags íslenskra flugumferðarstjóra og flugmálastjóri tala ekki sama
tungumál. Þó krafa flugmálastjóra um bætt kjör sé óréttlát undir þessum
kringumstæðum þá hefur flugmálastjóri ekki brugðist rétt við. Sama dag
og ráðningarfrestur rann út, þann 1. desember síðastliðinn, og ljóst var að
sextíu flugumferðarstjórar höfðu ekki sótt um, auglýsti flugmálastjórn
á heimasíðu sinni að ákveðið hefði verið að halda grunnnámskeið fyrir
flugumferðarstjóra. Þarna kastaði flugmálastjóri olíu á eldinn, að minnsta
kosti hefur þessi samningatækni ekki virkað.
Nú, þegar fjórir dagar eru þangað til Flugstoðir eiga að hefja rekstur,
ríkir algjör óvissa um starfsemina. Samgönguráðherra hlýtur að þurfa að
skerast í leikinn með einhverjum hætti.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
WELEDA
VatnsCosandí CírCísafi
fioííur oq góður yjír fiátíðarnar
Birkisafinn frá Weleda hefur
verið vinsæll undanfarin misseri
enda er hann einkar góður
fyrir heilsuna. Birkisafinn hefur
sérstaklega verið vinsæll hjá
þeim sem vilja léttast enda
örvar hann vatnslosun og styður
við náttúrulega úthreinsun
líkamans, en eins og margir vita
er úthreinsun líkamans mikilvæg
fyrir líkamlega vellíðan og vert að
hafa í huga núna um hátíðarnar.
Birkisafinn losar bjúg.
Birkisafinn er unnin úr
þurrkuðum birkiblöðum.
Kægt er að fá birkisafann með
og án hunangs.
Þrátt fyrir að safinn sé kenndur
við birki bragðast hann síður
en svo eins og þessi ágæta
trjátegund. Þetta er bragðgóður
drykkur sem gott er að blanda
með vatni og eiga tilbúinn í
kæliskáp.
Útsölustaðir:
Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Heilsuhornið Akureyri,
Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn , Sólarsport Ólafsvík,
Femin.is, Lífsins lind Hagkaupum, Lyfjaval, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi
apótek um allt land.
Birkisafi örfar vatnslosun og er því hentug
lausn fyrir þá sem vilja missa nokkur kíló.
20
blaöið
JF\VeiSflJ ÉC7 VeT tJaKv'æMlslGii\ HVa& há zltr
Pí& TrIA UM. ~éQ Le*JP\ L\Ka r SVotdA
~V°-rNL/\uSni TJAT^/VÍAfr NJifrStRjEVMiSHfT
UM WeR JóL 00 HFF HBloUfl *KfCi
HFÖMvmp liM HVApAN UPPRiWAiTQU
Vilmundur
Gylfason
Hann vann sína stærstu sigra
fyrir mitt pólitíska minni. Samt
man ég það svo ljóslega þegar hann
dó svo sviplega. Var þá rétt fjórtán
ára og þótt ég hefði á þeim árum
ýmislegt annað fyrir stafni en að
fylgjast með endalausu þjóðmála-
þrasinu hafði ég vissa trú á þessum
manni. Eða; það var svo augljóst,
jafnvel fyrir fjórtán ára ungling, að
þessi maður átti brýnt erindi við
sitt samfélag. Það var faðir minn
sem sagði mér frá láti Vilmundar.
Þeir voru ekki samherjar í pólitík
en föður mínum var greinilega
brugðið þegar hann kom heim, ég
sá það á honum áður en hann sagði
mér fréttirnar. Hvorugur okkar
hafði þó nokkurn tíma hitt Vil-
mund, svo ég viti. Samt hafði þessi
atburður djúp áhrif á okkur báða.
Löglegt en siðlaust
Því er lýst sem svo að Vilmundur
Gylfason hafi farið eins og felli-
bylur yfir svið þjóðmálanna eftir að
hann kom heim úr sagnfræðinámi
frá Bretlandi á fyrri hluta áttunda
áratugar liðinnar aldar. Honum lá
á, það var svo margt sem þurfti að
laga í íslensku þjóðfélagi á þessum
árum. Titill bókar Jóns Orms Hall-
dórssonar um Vilmund, Löglegt
en siðlaust, lýsir vel hvaða skoðun
Vilmundur hafði á þjóðfélaginu á
þessum árum. Hann var hávær og
krafðist siðbótar í störfum hins op-
inbera. Það var hans meginerindi í
stjórnmálum.
Þegar Vilmundur sneri heim
blasti við honum stjórnmálakerfi
sem var inngróið, spillt og lokað al-
menningi. Fjölmiðlarnir voru sömu-
leiðis á valdi stjórnmálaaflanna. Vil-
mundur vildi með störfum sínum í
fjölmiðlum og stjórnmálum brjóta
upp þetta innmúraða samtrygg-
ingarkerfi stjórnmálaflokkanna.
Stundum sást hann ekki fyrir og
var oft óvæginn í gagnrýni sinni
á menn og málefni. Oftar en ekki
beindist gagnrýnin að meintri fyr-
irgreiðslu- og ráðningarspillingu
Framsóknarflokksins sem hann
vildi meina að væri lítið annað en
samansúrruð valdaklíka. Harðast
gekk hann fram gegn Ólafi Jóhann-
essyni, dómsmálaráðherra og for-
manni Framsóknarflokksins.
Vilmundur á enn erindi
Þremur áratugum seinna fæst
ekki betur séð en að boðskapur Vil-
mundar eigi enn brýnt erindi við
íslenskt stjórnmálalíf. Vissulega
hefur margt breyst til batnaðar í ís-
lensku samfélagi síðan þá. Maður lif-
andi! í kjölfar aukinnar samvinnu
við önnur lönd og einkavæðingar
ríkisfyrirtækja hefur atvinnulífið
að miklu leyti verið losað undan
þungum hrammi ríkisvaldsins. En
þrátt fyrir allar þær aðgerðir og
umbætur sem gerðar hafa verið þá
þurfa stjórnmálamenn nútímans
eigi að síður enn á sama aðhaldi að
halda og Vilmundur veitti stjórn-
völdum, - og Framsóknarflokknum
séstaklega. Nýlegar fréttir af ráðn-
ingarmálum Framsóknarflokksins
í Reykjavík eru lítið dæmi um að
boðskapur Vilmundar á jafn vel
við nú og þá.
Raunar má í lokin geta þess að
í þjóðmálaumræðu dagsins er enn
að finna raddir sem tala sama máli
og Vilmundur gerði á sínum tíma.
Vilmundur vakti ekki síst athygli
fyrir hressilega og beinskeytta
pistla sem hann ritaði reglulega
í Vísi og Dagblaðið. I dag er það
hins vegar Valgerður Bjarnadóttir,
ekkja Vilmundar, baráttufélagi og
samherji sem heldur uppi merkinu
í Fréttablaðinu. Þau hjón stóðu þétt
saman þegar þau reyndu að brjóta
upp hið staðnaða flokkakerfi með
stofnun Bandalags jafnaðarmanna
á sínum tíma.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Klippt & skorið
GuðmundurMagnús-
son, sagnfræðingur,
(gudmundurmagnus-
son.blog.is) lofaríhástertteikn-
ingar Halldórs Baldurssonar
í Blaðinu, enda „áreiðanlega
fremstur íslenskra skopteiknara, sem nú eru að
störfum," segir Guðmundur og vísar til metsölu-
bókar hans „20061 grófum dráttum" til frekari
vitnisburðar um það. En sem sagnfræðingur
hefurGuðmundurlíka flett eldri blöðum í leit að
skopmyndum og minnist sárstaklega á Spegil-
inn, sem Tryggvi Magnússon lýsti af mikilli snilld
uns Halldór Pétursson leysti hann af hólmi, ekki
síður drátthagur. Síðan réði Sigmund vitaskuld
lögum og lofum í (slenskri skopmyndagerð
um áratugaskeið. En þeir eru ekki miklu fleiri
skopmyndateiknararnir, sem Guðmundur telur
furðulegt miðað við fjölda myndlistarmanna.
Hann lýsir eftir bók um íslenskar skopmyndir, en
grunarað hún verði ekki ýkja stór!
r
Arni Hermannsson,
latfnukennari við
Verslunarskóla ís-
lands, stingur niður penna
í Morgunblaðinu í gær og
gerir athugasemdir við ..............
málflutning Björns Inga 1
Hrafnssonar í kappræðu við Dag B. Eggertsson
I Kastljósi fyrir skömmu. Sakar hann Björn Inga
um ad hominem atlögur, en það er latína yfir
það þegar hjólað er I manninn fremur en mál-
efnið. Dylgjar hann jafnvel um að í Birni Inga sé
fundinn nýrJónas frá Hriflu. En það er merkilegt,
að um leið og hann sakar Björn Inga um þetta
geturÁrni ekki stillt sig um að kalla hann „strák-
ling" og „drenginn". Ætli Bingi, sem er 33 ára,
sleppi því þá ekki bara að svara hálfelliæru gam-
almenninu? Árni er heilla 52 ára.
Hátíðarnar reynast mörgum erfiðar, krit-
arkortin þanin til hins ýtrasta, melting-
arvegurinn sömuleiðis, margir ganga
of hratt um gleðinnar dyr og sumir rata jafnvel
ekki inn aftur. Jónína Benediktsdóttir bíður
því ekki boðanna og efnirtil fyrirlesturs á Nord-
ica hóteli miðvikudaginn 3. janúar á nýja árinu,
þar sem hún kynnir „Detox" heilsumeðferðina.
Sú afeitrunaraðferðafræði er stunduð af pólska
lyflækninum Ewu Dabrowsku ÍUZbójaheilsuhót-
elinu skammt frá Gdansk (Danzig) I Póllandi, en
Jónína hefurskipulagtárangursríkarheilsubótar-
ferðir (slendinga þangað að undanförnu, til þess
að ráða bót á margvíslegum lífsstílssjúkdómum.
andres.magnusson@bladid.net