blaðið - 28.12.2006, Síða 34

blaðið - 28.12.2006, Síða 34
50 blaðið HVAÐ SÁSTU 20'? ÍKína Kvikmyndin As Good As It Gets frá árinu 1997 meö Jack Nic- holson í aöalhlutverki kallast Mr. Cat Poop í Kína. Kvikindi a tokustað I fyrstu Indiana Jones-myndinni, Raiders of the Lost Ark (1981), var töluvert notað af skrið- og skordýrum en á tökustað voru notaðar um 7500 slöngur og 50 tarantúlur ásamt ýmsum öðrum kvikindum. (Vw i Nýi Bondinn er sexý Ég er nýbúin að sjá Casino Royale og hún var frábær, segir Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir. Ég bý náttúrlega við mikið Bond- æði á heimilinu en sonurinn á endalaust af mynddiskum og efni. Nýi Bondinn er sexý og atriðið þegar hann kemur úr sjónum er magnað. Það þarf næstum enga Bond-gellu í myndina. Annars sá ég líka Mýrina og Börn fyrir stuttu, hvort tveggja frábærar myndir þótt ólíkar séu. Þegar ég nefni uppáhaldskvik- myndina mína þá nefni ég alltaf Fifth Element af einhverjum ástæðum. Geðveik mynd sem kemur mér alltaf í gott skap og Chris Rock sýnir snilldartakta sem óður þáttastjórnandi. í sjónvarpinu er það Greys An- atomy og Prison Break, ann- ars er ég ekki búin að horfa á sjónvarp mikið í vetur. Búið að vera svo mikið að gera. Þegar maður horfir ekki í sjónvarp í smátíma þá gleymir maður á endanum að kveikja á tækinu. Öld sjónvarpsins er að rísa Kvikmyndin er dauð, segir Sigurjón Kjartansson, grínari með meiru. öld sjónvarpsins er að rísa og sjónvarpið er orðið miklu merkilegra en bíómynd. Sjón- varpið hefur meiri áhrif. Og bíóaðsókn fer minnkandi. Bíómyndir eru líka orðnar svo leiðinlegar. Nýja- brumið er í sjónvarpinu. Uppá- haldsþættirnir mínir í sjónvarpi eru Niptuck. Horfðu á það og þú sannfærist. Þetta eru sjúkir þættir um lýtalækna í Miami. Það er langt síðan ég fór í bíó. Ég er ekki búinn að sjá Borat eða neitt. Síðast sá ég The Queen með Helen Mirren á kvikmyndahátíð og Mýrina. Ég er eini maðurinn í heiminum sem fannst hún ekki góð. Ann- ars er uppáhaldskvikmyndin mín Planes, trains and aut- omobiles. Mynd sem ég get alltaf horft á. Ótrúleg klassík. Sérblað um skóla og námskeið fylgir Blaðinu þriðjudaginn 9. janúar 2007. Fullt af spennandi hugmyndum fyrir þá sem vilja endurmennta sig á nýju ári eða prófa nýja hluti. Meða efnis er: • Tungumálanámskeið • Endurmenntun • Tölvunámskeið • Skapandi skrif Aftur í nám Barna og unglinganámskeið Myndlistarnámskeið Fróðleikur og gaman Auglýsendurl pöntunartími er fyrir kl 16 Föstudaginn 5. Janúar Allar nánari upplýsingar veita: Magnús Gauti Hauksson S: 5103723 eða maggi@bladid.net Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir S: 5103722 eða kolla@bladid.net jmmi Bíóárið 2006 var viðburðaríkt. Á íslandi voru kvik- myndahátíðir fjölsóttar og heimildarmyndir sérstak- lega vinsælar, þar sem myndir af pólitískum toga nutu sérstakrar almannahylli. Islenskar myndir nutu vin- sælda og gömul aðsóknarmet voru slegin í ár. Blaðið fór á stúfana og spurði nokkra aðila í íslenskum kvikmynda- bransa hvað hæst hafi borið í kvikmyndaheiminum á árinu og hvað sé á döfinni á nýju ári. Kvikmyndin Börn stóð upp úr á árinu „Mér fannst til dæmis kvikmyndin Börn standa upp úr á árinu“ segir Harpa Elísa Þórsdóttir framleið- andi. „Mér fannst myndin bæði frumleg og skemmtileg og svo fannst mér heimildarmyndin An Inconvenient Truth með Al Gore sem var á kvikmyndahátíð virkilega góð. Hún vakti mann svo sannar- lega til umhugsunar. Ég verð líka að nefna kvikmyndina Volver eftir Almodóvar. Það er alltaf hressandi að horfa á litaglaða spænska sápu- óperu að hætti Almodóvars og hann klikkar aldrei á góðu handriti og skemmtilegum og ógleym- anlegum persónum. Svo bíð ég spennt eftir að sjá Foreldra eftir Ragnar Bragason á næsta ári, ég held að hún verði mjög góð. Ann- ars man ég ekki eftir neinni erlendri mynd í augnablikinu en það hljóta að koma nokkrar góðar sem vert verður að sjá“. «1» Hressandi að horfa á litaglaða spænska sápuóperu að hætti Almo- dóvars Svokallaðar vísinda- eða fram- tíðarmyndir eru misgóðar enda erfitt að gera mynd sem þykir bæði trúverðug og skemmtileg með geimverum hlaupandi um. Þessar hérna þykja meðal þeirra bestu og ættu fleiri en Star Wars-aðdáendur að geta haft gaman af. Blade Runner <19821 Var upphaflega leikrit en þykir mun skemmtilegri sem kvikmynd. Myndin snýst um lög- reglumann sem Harrison Ford leikur en hann er í leit að fjórum mannlingum í Los Angeles. * 2001: A Space Odyssey ii968) Þessi kvikmynd er afsprengi samstarfs Stanley I Kubricks og rithöf- undarinsArthurs C. Clarkes. Vakti | mikla athygli vegna tæknibrellna. Star Wars (i977)/Emp- ire Strikes Back (ísso) Það er ekki hægt að gera topp tíu lista með vísindamyndum án þess að hafa fyrstu tvær Star Wars-myndirnar með á þeim lista. Alien (1979) Sigourney Wea- ver vakti mikla athygli fyrir leik sinn í þessari mynd sem og sú mynd sem fólk fékk af Iffi og störfum geimfara. Solaris (1972) Þessi mynd var endur- gerð árið 2002 en frumgerðin nýtur enn mikillar hylli aðdáenda. Fjallar um sálfræðing sem ferðast til fjarlægrar þlánetu til þess að taka við af vísinda- manni sem lætur lífið á dularfullan 4 mmutur og ný Wollywood-mynd „Mér fannst þýska myndin 4 mínútur sem ég sá á kvikmyndahátíð í október flott mynd,” segir Jón Atli Jónasson, rithöfundur og leikstjóri. „Hún er svona eins og Amadeus ein- hvern veginn. Fjallar um tengsl sam- félagsins við snilligáfuna - og hvað snilligáfan rekst oft illa á í samfélag- inu. Sem er oft svolítið eins og að troða þríhyrningi í gegnum ferhyrnt gat.“ Jón Atli Jónasson mun leikstýra sinni fyrstu bíómynd á næsta ári. „Tökur hefjast í janúar eða febrúar, ég þarf að bíða eftir frostinu," segir Jón en handrit myndarinnar er unnið upp úr bók hans sem kom út á síðasta ári; í frostinu. „Ég ákvað bara að kýla á að gera mynd og hún verður í svona Nollywood-stíl,“ segir hann og hlær (Nollywood- myndir eiga það sameiginlegt að vera framleiddar í Nígeríu og er háðsyrði yfir myndir gerðar af litlum efnum). „Ég hef unnið í leik- sýningum þar sem öllu hefur verið kostað til, jafnvel tugum milljóna, og vissulega er það þægilegt og gott, en ég hef líka gert leiksýn- ingar sem hafa kostað hundraðþús- undkalla. Ég hef lært það að þegar góðir hlutir eru gerðir er aldrei hægt að þvinga niðurstöðuna fram. Lykillinn að góðri niðurstöðu er að tryggja gott fólk með sér. Fólk samþykkir góðar myndir þótt þær séu gerðar af litlum efnum. Til dæmis má nefna gamla íslenska Jón Atli leikstýrir nýrri íslenskri kvik- mynd á nýju ári mynd er nefnist Hrafninn flýgur. Barn síns tíma þar sem leikstjórinn hafði úr litlu að moða. En Hrafn vann stórgott handrit úr íslend- ingasögunum, betra handrit en að mörgum stórmyndum dagsins í dag, svo sem Tróju og Alexander. Áhorfendur taka ekki eftir bifreið- inni í einu atriðanna.“ „Mér fannst frumsýningar á íslenskum kvikmyndum gefa góð fyrirheit um framtíð íslensks kvikmyndaiðnaðar,” segir Hrönn Marinósdóttir, skipuleggjandi alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. „Allt stórgóðar myndir,” bætir hún við. „Brokeback Mo- untain sem var sýnd í byrjun árs fannst mér afar góð. Annars fannst mér þýska kvikmyndin Fjórar mín- útur, átakamyndin Grbavica, Sherry Baby og Shortbus standa upp úr á kvikmyndahátíð. Þá vill ég einnig nefna dönsku myndina Drommen sem er enn ein rósin í hnappagat danskra kvikmyndagerðarmanna en þessi mynd sló öll aðsóknarmet í Danmörku, Volver eftir Almodóvar sem bregst ekki bogalistin fremur en fyrri daginn, Drottninguna sem er mjög eftirminnileg því leikur Helen Mirren er ógleymanlegur og svo myndina Taxidermia sem er mjög eftirminnileg mynd ekki síst fyrir gott handrit. Áberandi á árinu er hversu margar heimildarmyndir náðu vinsældum og þá ber helst að nefna myndina hans A1 Gore Inconvenient Truth og The Road to Guantanamo.” Á næsta ári hefst starfsemi kvikmyndaklúbbsins Fjalakatt- arins íTjarnarbíói. „Við keyptum Leikur Helen Mirren í Drottningunni er ógleymanlegur sýningarvél og ætlum að vera með reglulega kvikmyndaviðburði. Sýna klassískar myndir sem ungu kynslóðirnar hafa ef til vill misst af. Kynna kvikmyndir landa og verk eftir leikstjóra. Nú þurfum við bara að gera við og bæta Tjarnarbíó. Ástand hússins er ekki nógu gott.”

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.