blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 blaöið VEÐRIÐ í DAG Á MORGUN VÍÐA UM HEIM Hvasst Víða 10 til 15 með éljum vestantil á landinu, en þurrt að mestu austantil og nokkuð bjart veður. Kólnar, hiti kringum frostmark. A FÖRNUM VEGI Fylgist þú með X-Factor á Stöð 2? Sigríður Erla Sigurðardóttir, snyrtifræðingur Nei, ekki reglulega. Ég hef þó séð einhverja þætti. Arna Harðardóttir, nemi Nei, ég hef ekki séð það. Silja Ýr S. Leifsdóttir Nei, ég horfði á fyrsta þáttinn og svo ekki meir. Ása Steinarsdóttir, nemi Nei, ég sá bara einn þátt. Ég er ekki með Stöð 2 en væri annars til í að fylgjast með. Hann Rut Sigurjónsdóttir, nemi Ég er ekki með Stöð 2 og get því ekki horft en finnst hugmyndin samt skemmtileg. Léttir til Norðan 8 til 13 m/s og élja- gangur á norðanverðu landinu, en léttir til syðra. Frost 1 til 10 stig. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 7 w 8 -9 4 9 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 7 New York 7 Orlando 2 Osló 6 Palma w París 9 Stokkhólmur Þórshöfn 6 18 10 Einkavæðing á prjónunum Kristinn H. Gunnarsson segir að þaö liggi fyrir af háifu . ríkisstjórnarinnar aö einkavæða Landsvirkjun. \ Mynd/Golli ' Kristinn H. Gunnarsson segir að Landsvirkjun verði seld: Óttast klíkuskap við val á kaupendum Óttast að stjómvöld velji kaupendur ■ Langsótt nálgun Reykjavík: Kannabis í fataskáp Kannabisplanta fannst inni í fataskáp í herbergi unglingspilts á miðvikudag i Reykjavík. Hann játaði að hafa komið henni þar fyrir og hann hafði sett sérstakt hitaljós fyrir plöntuna. Lögregl- an fjarlægði plöntuna úr fata- skápnum og tók hana með sér. Ekki voru þetta einu fíkniefn- in sem lagt var hald á þennan daginn en fíkniefni fundust meðal annars í verslunarmiðstöð. Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að fyrir liggi af hálfu ríkisstjórnarflokkanna að Landsvirkjun verði seld og segist hann óttast að tilvonandi kaupendur verði valdir af stjórnvöldum líkt og gerðist með sölu bankanna. „Það stendur skýrum stöfum að opna eigi Landsvirkjun fyrir nýjum aðilum og vísa ég til dæmis í um- mæli Valgerðar Sverrisdóttur er hún var viðskiptaráðherra. Sameiningar stofnana undir Landsvirkjun, bæði Rafmagnsveitna ríkisins og Orku- búsins, sem og þær aðgerðir ríkisins að kaupa sveitarfélög út úr Lands- virkjun eru allt aðgerðir til að auð- velda söluna.“ Verðmætið vanmetið Kristinn segir að lífeyrissjóðirnir hafi verið nefndir í þessu samhengi og þá hafi Glitnir stofnað sérstakt fyrirtæki sem er ætlað að fjárfesta í orkufyrirtækjum innanlands. Árni Magnússon, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og félagsmála- ráðherra, var í fyrra ráðinn til að leiða viðskiptateymi bankans á sviði orkumála og segir Kristinn að- komu hans vekja upp spurningar. „Ég get ekki fullyrt neitt um það mál en hann hefur sterkar pólitískar tengingar sem vekur upp spurningar. Hann er í innsta kjarna flokksins og innsti koppur í búri Glitnis í þessum málaflokki. Hvort tveggja er staðreynd en menn verða að draga sfnar ályktanir hver fyrir sig,“ segir Kristinn. Hann segist einnig óttast að líkt og í sölu bankanna verði Lands- virkjun seld á of lágu verði og að ýmsum spurningum verði að svara áður en stjórnvöld ráðist í einkavæð- ingu. „Það getur verið að á næstu ío árum verði breytingar sem gera það að verkum að verð á raforku hækki mjög mikið og að sama skapi verð- mæti Landsvirkjunar. Þannig að Landsvirkjun gæti orðið to sinnum verðmætari en hún er í dag,“ segir Kristinn og segir að fyrirhuguð einkavæðing Landsvirkjunar komi til með að verða stærsta pólitíska máið á næsta kjörtímabili. Ekki stefna Framsóknarflokksins Birkir Jón Jónsson, þingmaður Áml er í innsta kjarna fíokksins og innsti koppur í búri Glitnis Kristinn H. Gunn- ™ arsson, þingmaður j Framsóknarflokksins Þaðerskýr stefna Framsókn- ar að selja ekki Landsvirkjun Birkir Jón Jónsson, formaöur efnahags- og viöskiptanefndar Alþingis Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, segir þessi ummæli Kristins af og frá og bætir við að það sé skýr stefna innan Framsóknarflokksins að Landvirkjun verði ekki seld. „Það liggur skýrt fyrir af hálfu forystu- manna flokksins og í flokksþings- ályktunum. Það er margsinnis búið að ræða málið meðal flokksmanna og ég átta mig ekki á ummælum Kristins hvað þetta varðar. Þessi nálgun hans er af og frá og mjög lang- sótt,“ segir Birkir. Ekki náðist f Árna Magnússon í gær. Bandaríkin: Spáir vori snemma Múrmeldýrið Punxsutawn- ey Phil sá ekki skugga sinn í gær, en samkyæmt þýskri þjóðtrú þýðirfiað að það muni vora sn^mma í ár. Um fimmtán þúsund söfn- uðust samanl ’smábænum Punxsutawney í Pennsylvaníuríki til að fylgjast með viðbrögð- um múrmeldýrsins þegar það var tekið út úr búri sínu. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1999 sem dýrið sér ekki skugga sinn, en það hefur séð skugga sinn í 96 tilfellum frá árinu 1886. Þjóðtrúin hermir að ef múrmeldýr í vetrardvala varpar skugga þann 2. febrúar muni vetra áfram næstu sex vikur en annars muni vora snemma. þjStiitíttiiUí Inn á fleiri heimili en nokkurt annað blað: Blaðið tekur forystuna ðð Gul LLia Gulltryggð þjónusta! Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík • Simi 567 1010 www.parket.is Frá og með 1. mars mun ekkert blað á landinu verða borið út á jafn mörg heimili og Blaðið. Auk þeirra heimila sem fá Blaðið nú þegar inn um lúguna bætast heimilin á Akur- eyri, Borgarnesi, Akranesi, Selfossi, Hveragerði, Reykjanesbæ, Grinda- vík, Garði og Sandgerði við. Allir áskrifendur Morgunblaðsins á smærri stöðum fá einnig Blaðið sent heim til sín, auk þess sem því er dreift í verslanir og á bensínstöðvar á landinu öllu. Karl Garðarsson, framkvæmda- stjóri Árs og dags, útgefanda Blað- ins, segir að með breytingunni sé Blaðinu beint á toppinn. „Við höfum sett þá stefnu að verða fyrsti valkostur meðal fríblaða á íslandi, bæði hjá lesendum og aug- Ifíð stefnum á að verða fyrsti val- kostur lesenda Karl Garðarsson, (ramkvæmdastjóri Árs og dags. lýsendum. Þetta er mikilvægt skref í þá átt.“ Á hverjum degi verða prentuð vel yfir hundrað þúsund eintök. „Það er svipað og hjá Fréttablaðinu en munurinn liggur í því að fleiri blöð fara inn á heimili. Við breytinguna verða heimilin rétt tæplega 96 þús- und,“ segir Karl. Hann bætir við að engu blaði hafi nokkurn tímann verið dreift í jafn miklu upplagi inn á heimili hérlendis. Blaðið Ekkert dagblað fer inn á fleiri heimili en Blaðið frá og með 1. mars.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.