blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 13
blaöiö LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 2007 13 Heimska Halldórs Blöndals Davíð Oddsson, fyrrverandi forsæt- isráðherra, og Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi utanríkis- og forsætis- ráðherra, ákváðu á yfirstandandi kjörtímabili að styðja ófriðarför Ge- orge W. Bush og Tony Blair á hendur írösku þjóðinni. Sú þjóð hafði ekkert til sakar unnið svo vitað sé; bjó hins vegar við vonda stjórn og stjórnar- hætti, en það á líka við um aðrar þjóðir. Ráðherrunum datt ekki í hug að bera þátttöku Islands í Íraksstríð- inu undir utanríkismálanefnd Al- þingis, sem er ein af svokölluðum fastanefndum Alþingis og starfar allt árið um kring. Samkvæmt þingskap- alögum er hlutverk utanríkismála- nefndar að vera ríkisstjórn til ráðu- Þeir borgi sem menga Það er gott að umhverfisráð- herra skuli loksins ætla að gefa eftir virðisaukaskatt á strætó. Fyrr mátti vera! Það er líka gott að fólk á Akureyri fær ókeypis í strætó. Ég var farinn að óttast að sá fallegi bær myndi verða einkabílavæðing- unni að bráð en nú sé ég að þarna getur hæglega myndast fallegur þéttbyggður kjarni þar sem allt er í raun innan göngu- og strætófæris. Við í Reykjavík ættum að taka okkur þetta til fyrirmyndar. Því £% Við eigum 1 að hverfa frá þessum ægilega einkabílisma. Umrœðan Dofri Hermannsson miður virðist það ekki endilega vera í kortunum því það er ný- búið að hækka strætógjöldin í Reykjavík og nágrenni. Formaður umhverfisráðs sagði reyndar að það hefði engin áhrif á farþega- fjölda sem er einhver ný útfærsla á lögmálinu um framboð og eftir- spurn. Ég er ekki viss um að sam- flokksfólk hans sem stýrir Akur- eyri ásamt Samfylkingunni sé sammála honum. Við eigum að hverfa frá þessum ægilega einkabílisma. Það er ekkert sjálfsagt að þróa borgina út frá einkabílnum í stað þess að miða við öflugar almenn- ingssamgöngur og góða reiðhjóla- og göngustíga. Eg hef yfirleitt ferðast á hjóli til og frá vinnu undanfarin 15 ár og 360 daga ársins er það ekkert mál. Þvert á móti þá er það eiginlega lúxus. í stað þess að vera útúrstress- aður á leið í vinnu í köldum bíl fær maður korters hóflega áreynslu, súrefni í kroppinn og mætir hress. í stað þess að rjúka úttaugaður úr vinnunni í lok dags út í umferð þar sem allir eru að reyna að koma sér heim í einu, þá stígur maður á hjólið og upp- götvar eftir nokkur hundruð metra að allt sem maður var að stressa sig á í vinnunni skiptir í raun engu máli. Maður kemur sæll og glaður heim. Ég held að ef borgin ætti að sjá um heilbrigðisþjónustu ibúanna að fullu þá myndum við sjá hag- kvæmnina í að draga úr notkun einkabílsins. Hann er eins og flest annað - óhollur í óhófi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Greinin ertekin afsiðunni www.dofri.blog.is Umrœðan Gerðir Halldórs Blöndals nú bera heimsku hans einni vott. Sigurður G. Guðjónsson neytis um meiriháttar utanríkismál. Skal ríkisstjórnin ávallt bera slík mál undir nefndina jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Ráðherrarnir virtu þessa skýlausu lagaskyldu að vettugi og það sem verra var, hvorki þáver- andi forseta Alþingis né þáverandi formanni utanríkismálanefndar, sem báðir eru í hópi þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, datt í hug að standa vörð um sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu og knýja á um að ráðherrarnir gerðu grein fyrir þessari ákvörðun á fundi með utan- ríkismálanefnd og sæktu sér umboð til stríðsrekstrar til þingsins. Það þurfti George W. Bush að gera. Halldór Blöndal, fyrrverandi for- seti Alþingis, lætur stundum eins og honum sé annt um orðspor og virð- ingu þingsins, eins og heyra mátti m.a. í hádegisviðtali Kristjáns Más Unnarssonar við hann á Stöð 2 á dög- unum. Tilefni hádegisviðtalsins virt- ist það, að Halldór Blöndal, sem nú er formaður utanríkismálanefndar, vill rannsaka gerðir og ákvarðanir forseta fslands, sem leyft hefur sér það eitt að setjast í svokallað Þróun- arráð Indlands, sem gott eitt virðist geta leitt af, ef marka má fréttir Morg- unblaðsins af ráði þessu. En Morgun- blaðið hefur líkt og Halldór Blöndal mikinn áhuga á þessari ráðssetu for- setans. Halldór Blöndal vill af þessu tilefni efna til fundar í utanríkismála- nefnd og fá til fundar við nefndina utanríkisráðherra og jafnvel forseta- ritara. Væntanlega vill formaður utanríkismálanefndar spyrja emb- ættismennina um hina friðsamlegu för forseta íslands til Indlands. Hvar Halldór Blöndal finnur hins vegar þessum afskiptum sínum af gerðum forseta íslands stað í lögum um þing- sköp Alþingis væri fróðlegt að vita. Virðing Alþingis eykst ekki með því að þingforseti og formaður utanríkis- málanefndar stingi hausnum í sand- inn þegar ráðherrar ákveða að fara í stríð en rísi svo upp á afturlappirnar þegar forseti Islands reynir að bæta orðstír íslands á alþjóðavettvangi. Forsetinn hefur fullt frelsi til að inna af hendi margs konar ólaunuð störf hér á landi og erlendis án þessa að fá til þess sérstakt leyfi einstakra ráðherra, hvað þá utanríkismála nefndar. Gerðir Halldórs Blöndals nú bera heimsku hans einni vott, líkt og heimastjórnarafmælið, sem hann sem þingforseti og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, efndu til í fjarveru forseta íslands. Höfundur er hæstarréttarlögmaður Gamla góða Óskajógúrtin - bara léttarí jógúrt^ jógúrt jógúrt. ‘DRYKKI jógúrt iRYKKURí Frískandi, hollur og léttur drykkur í dós Svalandi, próteinríkur og fitulaus Silkimjúkt, próteinríkt . og fitulaust JÍ Fitusnauðar og mildar ab-vörur dagleg neysla stuðlar að bættrí heilsu og vellíðan MJÓLKURVÖRUR í SÉRFLOKKI A rDK,KKJA* Ju; tMMAile1. iÓGÚRÍ fete V /!•/ Wm 1 * i 1' ^ v? m ■ 9 U * 1 ; ■ ^ m-Æ 1 > j Hugsaðu um heilsuna!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.